Kjóll/skokkur

Fyrir þremur vikum síðan fórum við fjölskyldan í sumarbústað saman í Ölfusborgum. Þegar ég er þar er fastur liður að kíkja inn í Hannyrðabúðina í Hveragerði, þessi sem er við hliðina á Bónus. Þar sá ég garn sem hreinlega kallaði á mig. Ég vissi nákvæmlega hvað ég ætlaði að prjóna úr því, hugsa að flestar prjónakonur kannist við þessa tilfinningu. Ein dokka var nóg, enda var hún 350 gr. Fyrst keypti ég dökk græna, en gat aldrei hætt að hugsa um þessa svörtu/gráu sem ég sá í glugganum. Svo þurfti sú stutta að skreppa á klósettið og gat alls ekki beðið eftir að komast upp í bústað. Ég greip tækifærið og skaust inn í búðina og verslaði mér eina dokku. 

Þegar ég kom heim fór ég að leita að uppskrift, en fann enga sem var eins og það sem ég hafði í huga, þannig að ég notaðist við tvær uppskriftir, önnur fyrir neðri partinn og hin fyrir efri partinn. Neðri parturinn er prjónaður úr einum þræði af garninu góða, sem heitir California Bermuda frá Cewec, og einum þræði plötulopa á prjóna nr. 6, en efri parturinn er prjónaður eingöngu úr garninu. Mér tókst að klára kjólinn fyrir helgarferðina með vinkonunum síðustu helgi og auðvitað var hann tekinn með, nema hvað. Ég er bara nokkuð sátt við útkomuna, hefði kannski viljað haft hann aðeins síðari, er of stuttur fyrir sokkabuxur, en þá eru það bara leggings sem gilda.

ehv_002_937687.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hérna er svo gripurinn, hlýr og góður fyrir veturinn. Það á svo eftir að koma í ljós hvað ég nota hann mikið.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 106508

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband