Dóttir drykkjumannsins

Ég las viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við Guðmund Ragnar Einarsson og Gunnar Helgason, þar sem Guðmundur segir frá skömminni sem börn alkóhólista finna. Þetta fór með mig mörg ár aftur í tímann, til tíma sem ég hef reynt að gleyma allt mitt líf.

Allt í einu var ég komin aftur í gamla, hrörlega húsið í fjörunni. Við bjuggum í litlu samfélagi þar sem allir vissu allt um alla, meira að segja börnin sem ég var í bekk með.

Pabbi minn var drykkjumaður. Hann var sjómaður og var stundum í burtu í marga mánuði, en þegar hann kom heim byrjuðu lætin. Mér leið oftast vel þegar hann og bræður mínir, sem drukku líki mikið á þeim tíma, voru á sjó. Þá var lífið svona nokkurn veginn eðlilegt, eða amk. fannst mér það á þeim tíma.

Mig kveið alltaf fyrir þegar ég vissi að þeir voru á leiðinni í land, ég vissi hvað væri að fara að gerast. Heilu stæðurnar af bjór voru bornar inn í bleika húsið í fjörunni, eins frauðkassar með víni í. Svo byrjaði ballið. Hávær tónlist langt fram á nótt, hálfur bærinn inni í stofunni og oft fólk frá byggðunum í kring. Rifrildi, slagsmál, blóð og öskur. Ég man eftir einu skipti að pabbi hafði dottið og skorist á eyra. Það var enginn læknir í byggðinni og mamma saumaði hann saman með svörtum tvinna.

Eitt skiptið kom bróðir minn inn með rollu, þeim fannst þetta svooo fyndið, en ég fann hræðsluna hjá grey rollunni og fór að gráta. Annað skiptið komu þeir með kanínu sem þeir höfðu fundið og fannst voða fyndið að koma með hana inn, en líka þarna skynjaði ég óttann hjá aumingja dýrinu. Þetta situr svo fast í mér, tilfinningin sem ég skynjaði gegnum dýrin.

Oft fór ég illa eða ósofin í skóla, en ekki tók betur við þar. Þar sem þetta var svo lítið samfélag spurðist svona lagað út fljótt, en hvernig 8-10 ára gömul börn vissu þetta veit ég ekki, sennilega hafa þau verið viðstödd þegar fullorðna fólkið var að tala saman. Allavega vissu þau þetta alltaf þegar ég mætti í skólann. Ég var lögð í eineldi út af þessu og leið mjög illa, en verst var þó skömmin. Skömmin yfir því að pabbi og bræður mínir hefðu verið fullir. Í samfélaginu sem ég ólst upp í var mikið um kristindóm, og þeir sem lifðu ekki eftir biblíunni voru dæmdir, útskúfaðir, rusl. Allavega leið mér þannig. Ég burðaðist við skömmina og ekki síst meðvirknina þar sem ég reyndi að þræta fyrir þetta allt saman, en það endaði þó með því að ég hætti að reyna að verja þá, það þýddi ekkert. Allir vissu alltaf betur en ég. 

Jólin hjá okkur einkenndust af drykkju, þegar pabbi var orðinn fullur voru jólin alveg að koma og mig fór að hlakka til, enda þekkti ég ekkert annað. Það var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin að ég kynntist því, hvernig jólin voru hjá venjulegu fólki. Mér fannst ekkert eðlilegra en að pabbinn á heimilinu væri drukkinn um jólin. Ég varð ekki lítið hissa þegar pabbi kærasta mins á þeim tíma mætti edrú til jólahaldið. Þetta var ekki eðlilegt, maðurinn var edrú, ætlaði hann ekki að fá sér að drekka? Ætlaði hann í alvörunni bara að drekka gos? Hann hlyti að ætla að blanda einhverju út í það. 

Ég vil taka það fram, að pabbi minn var alltaf góður við mig, hvort sem hann var edrú eða drukkinn.  Mér fannst pabbi skemmtilegur þau fáu skiptin sem hann var edrú, en þegar hann drakk óskaði ég þess oft að hann myndi deyja. Ekki gat ég vitað að ég myndi fá þá ósk uppfyllta.

Svo fluttum við í annað hverfi í nýtt hús. Ég hélt að nú myndi allt lagast, en svo var aldeilis ekki. Þarna kynntist ég bestu vinkonum mínum sem ég held ennþá sambandi við. Þar sá ég fyrst, hvernig lífið átti að vera. Þar fékk ég að gista þegar lætin og álagið urðu of mikil heima.

Eitt skiptið, þegar fylliríið hafði staðið í marga daga, fór ég sem oftast að gista hjá vinkonu minni. Mamma var á spítala eftir vinnuslys. Ég kíkti inn í stofu og þar sátu pabbi og tveir aðrir karlar og sungu færeysk ættjarðarljóð. Ég vissi að þetta yrði í síðasta skiptið sem ég sá pabba. Þegar ég vaknaði um morguninn var það fyrsta sem ég hugsaði að nú væri pabbi uppi hjá Guði. Stuttu seinna kom sameiginleg vinkona okkar og sagði vinkonu minni frá því að pabbi hefði fundist látinn, þarna var ég 11 ára gömul.

Skömmin hefur fylgt mér gegnum lífið. Ég hef þurft að heyra oftar en einu sinni að: "Þið Tórhamar eruð öll eins, bölvaðar fyllibyttur." Jafnvel frá fólki sem þekkir mig ekki neitt. Verst finnst mér þó þegar vinkonum dætra minna er bannað að vera með þeim vegna þess að: "ALLIR Tórshamar eru dópistar" ?????? Wtf....?????? Dópistar????? Ég veit ekki um einn einasta Tórshamar sem er í dópinu. En nú er ég komin út í allt annað. 

Skömmin já. Ég man einu sinni þegar einn bræðra minna lenti hjá lækni vegna drykkju, að ég átti tíma hjá þessum sama lækni nokkrum dögum seinna. Einhvern veginn þróaðist það þannig að við fórum að tala um bróðir minn og ég sagði við lækninn að ég skammaðist mín svo fyrir drykkjuna hjá honum. Þá sagði læknirinn nokkuð sem opnaði augu mín og fékk mig til að stoppa og hugsa. Hann sagði: "Matta mín, þú þarft ekki að skammast þín fyrir það sem hann gerir, þú ert þú og hann er hann. Þið eruð ekki sama manneskjan." Þegar ég kom heim frá honum fór ég að hugsa að þetta væri alveg rétt hjá honum. Ég hafði ekkert að skammast mín fyrir, ég smakkaði ekki alkahól. Efir þetta fór skömmin að minka smátt og smátt, og smám saman breyttist ég og viðhorf mitt til vín. 

Það er búið að taka mörg ár að losna við skömmina og stundum skýtur hún upp kollinum, en þá hugsa ég um það sem læknirinn minn sagði við mig fyrir mörgum árum síðan og þá hverfur hún.

Þegar ég hugsa til þessa tíma, fyllist ég sorg yfir að enn eru börn sem ganga í gegnum þetta sama. Börn eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur yfir því, hvort mamma eða pabbi fari kannski að drekka. Ég tók þá ákvörðun mjög ung að ég ætlaði ekki að giftast manni sem drakk mikinn bjór og við það stóð ég. Flestir í Eyjum vita hver eiginmaðurinn minn er og vita hvaða mann hann hefur að bera. Mér líður vel í dag og lít björtum augum til framtíðina, þar sem skömmin fær ekki að vera ferðalangi með mér. 

 


Vegabréfa veski

Síðasta sumar fór öll fjölskyldan til Tenerife. Við vorum 6 samtals og þar af leiðandi voru einnig 6 vegabréf sem þurfti að halda skil á. Ég tók að mér að geyma öll vegabréfin og í hvert skipti sem við þurftum að sýna þau, fór langur tími í að leita að þeim þar sem þau voru út um alla töskuna hjá mér. Ég setti teygju utanum þau, en fékk hana svo ekki tilbaka í eitt skiptið.

Þegar ég kom heim fór ég að hugsa, hvernig ég gæti haft þau öll saman og leitaði m.a. á netinu. Ég googlaði "passport wallet" og fann margar sniðugar lausnir, en það var sérstaklega ein sem mér leist best á og ákvað að prófa að sauma það.Saumadót 012

 

saumadot_011_1228665.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona lítur framhliðin út.

 

Saumadót 011

 

saumadot_012.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Séð inn í veskið. Þar er pláss fyrir vegabréfin, farseðla, kreditkort og annað. 

Það var ekkert flókið að sauma veskið, aðal atriðin voru að pressa vel alla falda áður en byrjað var að sauma, síðan var bara að sauma þetta saman, en þar sem ég ÞOLI ekki að sauma skábönd, mun ég breyta því eitthvað ef ég geri fleiri þannig að ég sleppi alveg við skáböndin. 

 

Saumadót 010

 

saumadot_010.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum er hérna pennaveski sem ég saumaði til að hafa fylgihluti fyrir prjónadótið mitt í. 

 

Bless í bili.


Í saumastuði

Er búin að vera í saumastuði síðan ég kom með saumadótið mitt heim og er búin að njóta mín í "saumaherberginu mínu"

 

saumadot_002.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 5 veski undir sokkaprjóna kr. 2500 stk.

 

saumadot_003.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Séð inn í veskið.

 

saumadot_005.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var svo ánægð með prjónatöskuna mína að ég skellti í eina í viðbót handa mér (þessi rauða með blómunum) og 4 í viðbót í gallerýið. Ég lækkaði verðið niður í kr 2800 stk.

 

saumadot_006.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nála bréf er alltaf gott að eiga, kr 700 stk.

 

saumadot_007.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prjónataska, sokkaprjóna veski, hringprjóna veski, pennaveski og nálabréf.

saumadot_009.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pennaveskið og hringprjónaveskið. Man ekki hvað ég setti á þau, en held að það hafi verið kr. 1500 fyrir pennaveskið og kr. 2000 fyrir hringprjónaveskið.

 

Meira seinna, er að fara að afgreiða í Gallerý Tyrkja Guddu, allir velkomnir.

Bless Thilda


Ryðguð

Eitthvað klikkaði þetta hjá mér, enda langt síðan ég notaði þessa síðu síðast og er farin að ryðga aðeins.

 

2012-2013_338.jpg

 

 

 

 

 

 

 

En ég sem sagt prjónaði tvær peysur á rúmri viku, græna og svo eina gráa, þær eru báðar til sölu í GTG. Munstrið í þessari gráu er hefðbundið Íslenskt lopapeysumunstur. Eins og svo oft þegar ég byrja á nýrri peysu fitja ég bara upp og ákveð svo seinna hvaða munsturbekk ég ætla að hafa. Þessi var fyrir valinu einfaldlega af því að blaðið lá við hliðina á mér, en dóttirin var búin að prjóna peysu úr þessu sama blaði, þó ekki sama munstur.  Byrjaði á þessari á sunnudag og kláraði hana í gærkvöldi, tók mér aðeins lengri tíma í þessa. Veit ekki alveg með stærðina, á eftir að mæla peysuna. 

 

 2012-2013_329.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef oft séð á fb spurningar um, hvernig maður geymir prjónana sína. Mig langar að sýna ykkur þetta snilldar veski sem ég keypti á jólamarkaðinum sem var haldinn hérna í lok nóv.

2012-2013_331.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Hér komast allir prjónarnir fyrir, bæði hringprjónar og sokkaprjónar. Það er ekki smá mikið vinna við þetta og mjög vandað og finnst mér verðið sem hún setti upp fyrir þetta hlægilegt og svo langt undir því sem það ætti að kosta.

 

Þar sem GTG er að fara að flytja í annað húsnæði og ekki er gert ráð fyrir vinnuaðstöðu á nýja staðnum ákvað ég að koma heim með saumavélina. Ég lagði undir mig herbergi elstu dótturinnar og þar er ég búin að vera að dunda mér undanfarið.

 

 2012-2013_339.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá leiðbeiningar á netinu á því hvernig á að gera svona töskur til að geyma t.d. prjónadótið í og skellti í eina handa mér, en lét ekki þar við sitja og saumaði 4 í viðbót sem ég fór með niður í GTG og að sjálsögðu gleymdi ég að taka myndir af þeim, en þær eru til sölu þar á kr. 3200.

 

2012-2013_340.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þessari eru 6 dokkur af einbandi sem ég er að dunda mér við að skapa eitthvað fallegt með :)

 

Meira er það ekki í bili, bæjó. 

 

 

 

 


Prjón síðustu vikuna

 Ég er búin að prjóna tvær peysur síðan á fimmtudag í síðustu viku, byrjaði á þessari grænu á fimmtudag og kláraði að prjóna hana á laugardag, kláraði svo að festa enda og þvo hana á sunnudag. Munsturbekkurinn er einn frá mér, það er önnur peysa inni í albúminu með sama munstri, ljósgrá og appelsínugul. Peysan er til sölu í Gallerý Tyrkja Guddu (GTG) stærð M.

 

2012-2013_335.jpg


Gleðilegt nýtt ár

Ég hef ákveðið að byrja aftur að blogga á nýju ári, þetta verður eins og vanalega helst prjónablogg, en eitthvað annað fær sennilega líka að fljóta með Wink

Kv. Thilda 


Á góðum batavegi

Sæl aftur, þetta er Sunna sem bloggar. Ætla bara að gera svona part 2 dæmi.

Frá því í desember hefur mér gengið ágætlega. Ég hélt áfram hjá Fríðu og er hjá henni ennþá í dag, hún hefur hjálpað mér rosalega mikið. 

2013 hefur verið fínt hingað til. Ég útskrifaðist á BUGL 25. jan. eða tveim dögum fyrir 16 ára afmælið mitt. Frekar góð afmælisgjöf frá sjálfri mér.

Ég móðir mín og Fríða Hrönn ákváðum að halda kynningar um þunglyndi fyrir 10. bekkina, það gekk vel, ég fékk góða athygli og ég held að það hafi skilað sér vel. Ég sagði við krakkana að þau gætu hvenær sem er spurt mig að einhverju, sama hvað og þau hafa gert það, sem er frábært, bæði fyrir mig og aðra. Svo kom að því að skrifa grein í Fréttir (fréttablaðið í eyjum). Ég talaði þá við Júlíus og ég, mamma og Fríða Hrönn hittum hann síðar. Ég er mjög sátt með greinina og mjög stolt að hafa fengið tvær blaðsíður, bæði fyrir mína sögu og fyrir Helgu Tryggva, sem er ráðgjafi í GRV. Hún skrifaði um einkenni þunglyndis og kvíða o.a. 

Ég tók þátt í uppsetningu á Grease með LV, og er mjög stolt og fegin að hafa fengið það tækifæri. Ég held að ég hafi stigið aðeins út úr skelinni. Fólkið þar hjálpaði mér án þess að vita af því, bara með því að vera þarna. 

Ég útskrifaðist úr GRV fyrir viku síðan, og ég veit ekkert hvað ég á að gera í haust. Eftir að ég útskrifaðist fannst mér lífið vera búið og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, en Oddný talaði við mig og mér leið aðeins betur. Oddný flutti til mín í apríl og er að vinna hérna í Eyjum, það er gott að hafa bestu vinkonu sína svona hjá sér, þó svo að við rífumst stundum og erum ósammála um ýmislegt, en það gerir okkur bara sterkari.

Ég á yndislegan kærasta, sem dílar við mig á mínum erfiðu dögum og gerir það vel.

Núna er ég að undirbúa mig fyrir vinnu í VSV í sumar, þessa viku er ég á nýliðanámskeiði hjá Visku og byrja vonandi kringum 20. júní að vinna.

Framtíðarplönin í dag eru þannig, að ég ætla í skóla í haust, hvar sem það verður og halda svo bara áfram í honum, vinna næsta sumar og svo vonandi flytja upp á land til kæró næsta haust eða haustið 2014. Ég ætla að láta mér batna meira og halda áfram að hjálpa öðrum. 

Ps. Þú getur alltaf fundið mig á FB ef þig vantar hjálp, ég segi engum. :)

 


Takk og ekki takk

Ég vil bara þakka fyrir öll þau jákvæðu viðbrögð sem eg er buin að fá. Fólki er greinilega ekki sama. Ef ehv vill tala við mig ehv timann þá er það allveg 100% i lagi, eg segji engum. Okei, folki er ekki sama sem er gott, eg ELSKA folkið i kringum mig og þykir einnig vænt um fólkið sem ég þekki ekki neitt. Bara takk, takk TAKK ÆÐISLEGA. Bjóst við hrikalegu skítkasti. Eruð æði. Er í viðtölum á BUGL og allt gengur vel þar, lærði einmitt í dag svona dæmi til að fara í minn eiginn heim þegar mér líður sem verst. Og tek mín lyf. Og ég vil taka fram að ég nafngreind ekki neinn, ef nafn einhvers kom á facebook eða annarsstaðar þá er það ekki frá mér, einu nöfnin sem ég sagði voru Oddný og Ása en það var líka bara til að hrósa þeim. Ég hef fengið skilaboð á facebookið mitt um að ég sé að ljúga ég er ALLSEKKI að ljuga. Myndi ehv ljuga um ehv svona ? Eg held ekki. Eg var lögð i einelti og það var manneskja i lifi minu sem breytti þvi algjörlega. En eg er lika vinkona hennar í dag. Hún er ein af bestu vínkonum mínum og mér finnst það bara í allra besta lagi. Mér líður svo illa að lesa um að eg se að ljuga, eg er ekki að ljuga !! Ef ehv heldur það þa vil eg bara koma þvi fram að eg er EKKI að ljuga..!! Svo bara takk en og aftur !! Love you all peepz !! <3 ;** P.S. Fyrir þá sem eru með leiðindi, étið skít !! Kveðja, ALLIR á kirkjuvegi 57.

Ég er kölluð sceemo

Hæ þið.

Ég heiti Sunna Mjöll Georgsdóttir og er 15 ára frá Eyjum. Ég hef verið skrýtin allt mítt líf og ég veit það sjálf. Hér vil ég deila með ykkur sögu minni af þunglyndi og kvíða. 

Ég er greind með þunglyndi og 4-6 kvíðaraskanir, mannafælni og félagsfælni. Þetta byrjaði allt í 7. bekk. Þá dó mjög mikilvæg manneskja í lífi mínu. Tveim dögum áður en hann dó fór ég í heimsókn til hans og hann sagðist vera að fylgjast með mér, ég hef munað eftir þessu atviki frá þessum degi. 

Ég sé drauga og skynja drauga og hann hefur komið í heimsókn nokkrum sinnum.

Í 7. bekk sagði ég einnig við góðar vinkonur mínar að ekki hringja í mig, ég vil fá að vera ein og ég hef eiginlega verið ein síðan. Í enda 8. bekkjar hleypti ég stelpu inn í líf mitt, sem við skulum kalla Rósa. Þá fór ég að fara út og vera meira með vinum mínum. Ég og Rósa vorum óaðskiljanlegar, ég kallaði hana sálufélaga minn, en í raun og veru var hún ekki vinkona mín. Hún tók alla stráka frá okkur vinkonunum og laug eins og ég veit ekki hvað. Hún tók besta vin minn frá mér.

Í janúar á þessu ári byrjaði ég að skaða sjálfa mig og sagði engum frá nema kisunum mínum. Ég hætti að hafa samskipti við Rósu og útilokaði hana úr lífi mínu. Á þrettándanum eignaðist ég mína lang bestu vinkonu sem heitir Oddný. Þótt ég sé búin að þekkja hana svona stutt, þá er hún mér allt. Hún hefur hjálpað mér svo mikið. 

Svo í mai leitaði ég mér hjálpar hjá afleysingarlækni sem var fyrir heimilislækninn minn. Afleysingarlæknirinn heitir Davíð. Ég sagði honum hvað var að hrjá mig og hvað væri búið að gerast og hvernig ég skaðaði sjálfa mig. Ég fór í nokkra viðtalstíma hjá honum og hann setti mig á lyf sem kallast Zoloft. Síðan seinna í júní fór ég til Oddnýjar, hún býr rétt fyrir utan Hellu, þar var besti vinur hennar og ég kynntist honum, köllum hann Jón. Hann var æðislegur og ég varð hrifin af honum. Eftir að ég kom aftur heim til Eyja gat ég ekki hætt að hugsa um hann. Fyrir Þjóðhátíð kom Oddný til mín og lét mig tala við Jón í símann, sem sagðist vera hrifinn af mér líka.

Ég handleggsbrotnaði miðvikudeginum eftir Þjóðhátíð, en fór samt til Oddnýjar á föstudeginum eftir Þjóðhátíð, þar var hann, hann var svo yndislegur og hjálpaði mér mikið vegna handleggsbrotsins. Sama kvöld og ég kom heim til Eyja, sagði hann mér að hann hafi aldrei verið hrifinn af mér, þetta var allt lygi. Ég hélt áfram að fara til læknis og ég hélt að mér gekk vel. Svo fór ég til Færeyja í 5 daga, sé eftir að hafa komið heim. 

Ég var í skólanum í Stíl, þegar ég fékk símhringingu frá stelpu sem var vinkona Jóns. Þá hafði Jón verið að segja við alla að ég væri lauslát hóra og þessi stelpa sagði mér það og kallaði mig einnig lausláta hóru. Ég var svo miður mín og vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Móðir mín hringdi í hann og bað hann um að láta mig vera, en hann hélt áfram. Eineltið gekk svo langt, að ég lenti uppi á spítala til þess að sauma í handlegginn á mér, þá hringdi mamma mín í pabba hans, en hann hætti ekki. Þá ákvað ég að fara til lögreglunnar en þau sögðust ekki geta gert neitt og vissu ekkert hvað ég ætti að gera. Hann hélt áfram í svolítinn tíma eftir að ég fór til löggunnar, en svo hætti þetta, en hann eyðilagði mig samt. Það sem hann sagði við mig var viðbjóður og það á enginn skilið að láta segja eitthvað svona við sig.

Ég hélt áfram að líða illa og hætti að mæta í skólann. Það eina sem ég gerði allan daginn var að borða og sofa. Svo skar ég mig svo djúpt að ég lenti aftur uppi á heilsugæslu og var lögð inn með 18 spor í handleggnum. Ég svaf uppi á spítala og hjúkkurnar þar eru æðislegar, en það var ein sem skar sig úr, sem ég held að heiti Þórunn. Hún sat með mér og huggaði mig og kíkti inn á mig á svona 1-2 tíma fresti. Hún sagði við mig að ég væri falleg og flott stelpa, en ég þyrfti að finna það sjálf. 

Daginn eftir að ég var lögð inn fór ég upp á land og var bókuð í bráðaviðtal á BUGL. Ég er búin að fara tvisvar, en finnst það ekki gera gagn, en ætla að gefa þessu tíma. 

Stuttu eftir þetta fórum ég, mamma og tvær systur mínar á Dalsmynni að skoða hvolpa, við höfðum ætlað að fá okkur hvolp lengi. Kvöldið áður en við fórum að skoða hvolpa, var mamma með bakþanka, en ég sagði henni en ég þyrfti einhvern annan en kettina, einhvern sem ég gæti farið í göngu með. Það endaði með því að við fengum okkur Cavalier hvolp. Hann er þriggja mánaða og ég fékk að skýra hann Svenni. Þótt við séum bara búin að eiga hann í nokkra daga, þá hefur hann breytt lífi mínu algjörlega. Það sem einn lítill hvolpur getur gert er ótrúlegt, því fá engin orð lýst. 

Fyrir mánuði síðan byrjaði ég að tala við Rósu aftur, ég var svo ánægð með það, en það voru mistök held ég. Hún og Jón eru víst bestu vinir. Hún er besti vinur stráks sem eyðilagði líf mitt og sjálfsmynd mína. Ég var ekki ánægð og ætlaði að hætta að tala við hana aftur. Ég sagði mömmu minni frá þessu og hún fór að lesa yfir Rósu og lét mig svo tala við hana. Ég sagði Rósu hvernig mér liði með þetta allt saman og hvað Jón hefði í raun og veru gert mér. Ég held að hún hafi ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er. Hún ætlaði að fórna vináttu þeirra fyrir mig, en einhvern veginn get ég ekki leyft það og ég skil ekki af hverju. 

Skólinn veit hvernig ástand mitt er, en ég fékk að heyra frá ritaranum að þeim finnst gaman að sjá mig mæta í skólann.

Svo frétti ég að Jón og Oddný væru að koma um helgina til Eyja. Ég brotnaði niður við að frétta það. Sem betur fer er ég að fara upp á land með fjölskyldu minni, þar á meðal Svenna, við erum að fara í bústað. Þá er ég að taka mér pásu frá öllu, en mér finnst samt leiðinlegt að móðir mín vilji ekki að ég sé á eyjunni út af því að Jón er að koma. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að geta ekki verið á stað þar sem ég er búin að alast upp, út af eineltis máli og hann er bara að koma um helgina, sem betur fer, en leiðinlegt að geta ekki hitt Oddný. 

Þegar eitthvað svona gerist kemst maður að því, hver er í raun og veru vinur manns. Stelpa sem ég kallaði vinkonu mína sagði að ég væri klikkuð. Mér finnst líka mjög leiðinlegt að geta ekki og látið litlu systur mína skilja hversu alvarlegt þetta í raun og veru er. Ég held líka, að hún sé aðeins of ung til þess að skilja þetta alt saman.

Hetjurnar í mínu máli eru heimilislæknirinn minn Ágúst, mamma, stóra systir mín hún Margrét og tvær lang bestu vinkonur mínar, Oddný og Ása. Þetta eru manneskjur sem ég vil þakka fyrir að halda mér á floti. 

Nýlega fór ég á lyf sem kallast Venlafaxin, þau gera ekki gagn, en ég held samt áfram að taka þau.

Ég fékk mér tattoo sem er fugl sem á að tákna frelsi frá öllu sem ég er að ganga í gegnum.

Ástandið í dag er þannig að ég er á fullorðins þunglyndislyfjum, mamma mín er búin að taka alla hnífa og öll skæri og fela þau fyrir mér og hún vil að ég sé helst ekki ein heima og ég er í viðtölum á BUGL.

Það sem fékk mig til að skrifa sögu mína, er að ég sá á netinu að fólk veit í raun og veru ekki hvað þunglyndi og kvíðaraskanir er. Mér finnst eins og það ætti að kynna sér málið betur.

Ég er með regnboga hár, ég geng í litríkum fötum, en einnig svörtum, og þá kallast ég sceemo og er stolt af því.

Takk fyrir mig og takk fyrir að lesa.

 


Mamma segir að ég má ekki leika!

Adam var ekki lengi í paradís, eða í þessu tilfelli hún dóttir mín. Það er allt að vera komið aftur í sama sporið. Fyrst eftir að ég bloggaði um stöðu hennar hafði hún nóg af krökkum að leika við, en núna vill engin leika við hana lengur.

Hún spyr eftir krökkunum, en þau koma bara með afsakanir ofan á afsakanir. 

"Mamma segir að ég má ekki leika" Er fullorðna fólkið nú farið að taka þátt í þessu?

"Ég er að leika við aðra stelpu" Og? Er ekki hægt að vera þrjár saman?

"Ég ætla bara að vera með fjölskyldu minni" Ok, skiljanlegt, en í hvert einasta skipti sem hún spyr?

"Ég á að fara snemma að sofa" Gott mál, en kl 18?

"Ööööööhhhhh.........hérna...........ehhhhh...........ég er að fara að pakka niður, ég er að fara upp á land á morgun, sko" Greinilega verið að leita að afsökun.

Ef einhver svo segir já og þær eru fleiri en tvær, er farið í leiki sem vitað er að dóttur minni finnst leiðinlegir og hún fer heim. 

Ef hún hefði ekki fimleikana, tónlistarskólann og hestana myndi hún hanga hérna heima allan daginn og láta sér leiðast. Ég reyni eftir mesta megni að hafa ofan fyrir henni, en það er takmarkað hvað maður getur gert. Henni finnst gaman að fá að hjálpa mér að sá fræjum og rækta garðinn og er hún mjög dugleg þegar hún er með mér. Henni leiðist að hanga með mér á vinnustofunni of lengi og verður pirruð. Hún er oft ein úti að leika sér, jafnvel þótt að það séu fullt af krökkum hérna í kring líka úti að leika. Ég held að hún hafa bara gefist upp á að spyrja, frekar sleppa því heldur en að fá nei. Þannig myndi ég allavega hugsa.

Skólinn er reyndar búin að vera alveg frábær. Ef eitthvað kemur uppá er strax tekið á því. Eftir að ég skrifaði fyrstu greinina kom í ljós að sumir krakkarnir voru andstyggilegir við hana í skólanum líka, en núna líður henni vel þar. Ég spyr hana á hverjum degi hvernig var í skólanum, og hún svarar yfirleitt alltaf að það hafi verið gaman. En hún lætur mig líka vita ef eitthvað hefur komið upp á í skólanum, sem betur fer. 

Ég veit ekki hvað það er í fari dóttur minnar sem gerir það að engin vill leika við hana. Jú, hún er fiðrildi sem flögrar frá einu í annað, en ég trúi varla að það sé ástæðan. Er hún stjórnsöm við hina krakkana? Eða er það af því að hún lætur ekki stjórna sér? Það getur líka verið nóg að einhver einn krakki hafi sagt í stórum hóp að hún sé leiðinleg, þá er hún búin að fá þann stimpil á sig og þegar við erum búin að fá stimpil er erfitt að losna við hann aftur, það veit ég af reynslunni, og þá sérstaklega í svona litlu samfélagi eins og hérna í Eyjum.

Um helgina er hún að fara á fimleikamót uppi á landi. Ég er ekki viss um hvort að ég eigi að leyfa henni að gista þar sem hinir krakkarnir eru eða vera á gistiheimili með mér. Ef hún fer fram á að fá að vera með krökkunum leyfi ég henni það sennilega, en ég verð líka viðbúin því að þurfa að fara að ná í hana seint um kvöld. En hún hefði örugglega gott af því að vera með hinum krökkunum, það er ekki spurning. Bæði það að sleppa aðeins takinu á mömmu og fyrir hina krakkana að kynnast henni betur.

Í dag er fyrsti sumardagur og það veit náttúrulega enginn hvað framtíðin ber í skauti sér, en vonandi verður sumarið gott hjá dóttur minni og hún verður úti að leika sér í góðum félagsskap allan daginn, en ekki ein heima með mömmu og kisu.  

 


Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband