Breytingar

Um daginn hitti ég konu niðri í Vöruval.

"Einmitt prjónakonan sem ég ætlaði að tala við" sagði hún.

Hún var með tvær lopapeysur sem voru orðnar of stuttar, en tímdi ekki að henda þeim og spurði hvort að það væri ekki hægt að síkka þær.

"Það ætti ekki að vera neitt mál" sagði ég og bað hana að kíkja til mín við tækifæri.

Hún kom svo nokkrum dögum seinna með peysurnar og eftir málatökur og útskýringar hvernig hún vildi hafa þær, var ekkert að gera nema að byrja á verkefninu.

drals_002.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var með rennilás, þessi hefðbundna, og voru ermarnar of stuttar. Einnig síkkaði ég hana í 60 cm upp að höndum, heklaði nýjan kant og setti tölur í.

drals_001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það vildi svo skemmtilega til að þetta er fyrsta rennilásapeysan sem ég prjónaði. Hér var komið slit framan á ermarnar, eins lengdi ég þessa í 70 cm upp að höndum, heklaði nýja kant og setti tölur í.

Mér finnst þessar breytingar hafa heppnast vel, og vonandi er eigandinn ánægð með úrkomuna.

Hér eru svo tvö vesti sem ég prjónaði fyrir tengdamóður mína að gefa í jólagjafir.

drals_006.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hvíta vestið er á 10 ára og stingur ekki.

 

drals_004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er á ca. 5 ára og stingur ekki, garnið er Aran, þið vitið, risastóru dokkurnar sem eru 400 gr.

Í gær fékk ég svo pöntun á tvær lopapeysur sem eiga að fara til Noregs. Ef ég væri ekkert að vinna gæti ég gert það á einni viku, en ég reykna með tveimur vikum í þetta verkefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

Sigrún Óskars, 14.11.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Flott hjá þér, ég er á kafi í hettupeysum núna og er alveg viku nánast með hverja...dæs..hehehe.

Ragnheiður , 15.11.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband