Lotning

Dóttir okkar hafði sofnað fast með aðra örsmáa hendina út undan sængurfötunum. Í henni hélt hún hjarta mínu.

Hugo Williams


Í ljúfum dansi

Keypti mér safndisk um daginn, með lögum, sem ég hef ekki heyrt í mörg, mörg ár.

Setti diskinn í spilarann, fyrsta lagið var með danskri hljómsveit, sem kölluðu/kalla sig Bamses venner. Lagið heitir Tænker altid pá dig. Byrjar vel hugsaði ég, gamalt og gott lag úr fortíðini.

Næsta lagið færði mig aftur í tímann, í dansistovuna í Fuglafirði. Alt í einu var ég orðin 16 ára aftur. Lagið var með Suzy Quatro, She´s in love with you.

Þarna var ég komin, 25 ár aftur í tímann og fann mig innanum fullt af fólki, hvers andlit ég man eftir, en ekki nöfnin. Dansaði í ljúfum dansi, í diskógallanum og með premanentið. Fann fyrir ójöfnunum í gólfinu. Rosalega var þetta skemmtilegur tími.

Næsta lagið var með Leo Sayer-More than I can say. Alt í einu var ég komin í armana á strák, sem ég var rosalega hrifin af á þeim tíma. Við dönsuðum þétt saman, innanum alt hitt fólkið. Vinkonurnar voru ekki langt undan. Þarna var Jórun, besta vinkonan mín þá og Gunn, sem einnig var mjög góð vinkona.

Alt í einu streymdi heldur líflegri tónlist úr hátalaranum, Feels like I´m in love með Kelly Marie. Við vinkonurnar sheikuðum við þetta lag óteljandi sinnum. Í diskógallanum, auðvitað. 

Annað lag var með F.R. David-Words. Þarna var ég aftur komin í fangið á einhverjum strák, sem ég man ekki hvað heitir, enda skiptir það ekki svo miklu máli. Allavega var hann frá Ströndum.

Svona hélt þetta áfram, allan diskinn á enda. Hvert flash-back´ið eftir annað.

Þegar diskurinn var búinn, stóð ég sveitt með kústinn, sem ég hafði dansað við. Leit í kringum mig, var búin að henda niður einum blómapott, mold út um alt. Mjólkurferna lá á hliðini á borðinu, og kakan var nær brunnin ínni í ofni. Býttar engu, hugsaði ég, þetta er hægt að hreynsa upp, en minningarnar hverfa aldrei. En mikið rosalega er gaman að fá svona flash-back annað slagið.


Hæhójibbíjeiogjibbíjó..............

.........................................það er kominn sautjándi júni. Gott veður hérna á eyjuni, engin afsökun að fara ekki með krakkana á stakkó.

Til hamingju með daginn.


Mig langar í typpi

"Ég fékk typpi í afmælisgjöf, það er með spotta, sem maður togar í, þá titrar það. Það er meira að segja með nef" sagði vinkonan við okkur í kaffipásuni. "Ég mun ekki hika við að beita því" bætti hún svo við. Þessi vinkona mín er búin að vera einstæð í þrjú ár.

"Mig langar líka í typpi. Afhverju gefur engin mér typpi í afmælisgjöf?" sagði hin einstæða vinkonan við borðið.

"Langar þig í typpi?" sagði ég. "Ég skal gefa þér eitt í afmælisgjöf. Þarf karlmaður að vera fastur við það?"

"Ekkert endilega, ef hann er vel efnaður, þá kannski." sagði hún.

"Ok, geturðu beðið þangað til í ágúst, þegar þú átt afmæli, eða viltu fá það strax?" spurði ég.

"Ætli ég geti ekki beðið. Vertu ekkert að hafa karlmann fastan við það, það er bara vesen sem fylgir þessum gaurum."

Nú verð ég að gera mér ferð í bæinn í ágúst að versla.


Atriði úr vinnuni

"Þetta minnir mig á atriði úr Djöflaeyjuni" sagði ég við hávaxna verkstjórann minn í dag, þar sem ég stóð með annan fótinn í þriðju tröppu að þrífa skóna mína með bursta.

"Djöflaeyjuna? Hvað meinarðu?"

"Jú, þegar gaurinn er að fara á ball, setur fótinn upp að veggnum og burstar með skóbursta."

"Já, þú meinar." sagði hann við mig og labbaði brosandi framhjá mér.

 

"Er ekki hægt að minnka bununa, ér er orðin rennandi blaut" sagði ég við hinn verkstjórann minn.

"Rennandi blaut. Hvar er kallinn?"

"Hann er að beita, ef ég hringi í hann, má ég þá fá lánaðan sófann inni á skrifstofu?" svaraði ég og roðnaði.

 

Verkstjórinn er að reyna að ná sambandi við unga stúlku, hinu megin við pökkunarlínuna. Hún er með útvarp á eyrunum og heyrir ekkert.

"POULA!!!!!!!" garga ég. Hún lítur við.

Hann lítur á mig, samstarfskonurnar brosa.

"Hvað...........þú vildir tala við hana, hún heyrði ekki í þér. Talaðu nú"

"Það er eins gott að þú hentir ekki bakka í hausinn á henni." segir hann og brosir.

 

"Þarft þú altaf að hanga á þessu handfangi?" spurði Petra mig, þegar ég var búin að skemma gorminn í 5. skipti.

"Þetta er það eina, sem er svona í laginu, sem ég fæ að halda utanum þessa dagana, þið eruð að kaffæra okkur í vinnu" svara ég og strýk hendini upp og niður eftir handfanginu.


Æ löv jú

Ég fór á tónleika með sir Cliff Richard í mars s.l. Frábærir tónleikar. Fór með systur minni, sem kom alla leið frá Færeyjum að sjá goðið.

Við mættum tímanlega, vorum í stæði og lentum eiginlega alveg við sviðið, svona aðeins til hliðar. Um leið og fyrstu tónarnir streymdu úr hátölurunum, fann ég, hvernig ruðst var fram og lent á bakinu á mér. Þegar ég snéri mér við, sá ég huggulega konu, líklega um sextugt. Hún var greinilega búin að fara í lagningu og eitthvað fleira.

Hún hoppaði, dansaði, rétti fram hendurnar, eins og hún væri að reyna að grípa kallinn. Ég fékk þó nokkur olnbogaskot í hausinn og herðarnar. Var eiginlega farin að sjá stjörnur.

Þarna stóð ég svo og þefaði úr sveittum handarkrikum hennar og reyndi að fylgjast með því sem var að gerast uppi á sviði, en þessi blessaða kona truflaði mig.

Þegar Cliff söng:" I love you." gargaði hún á móti:"Æ löv jú, æ löv jú" og rétti fram hendurnar, eins og hún væri að reyna að grípa hann.

Svona gekk þetta dágóða stund. Allir í kringum okkur voru hættir að fylgjast með sir Cliff og voru að hlægja að veslings konunni, sem tilkynnti öllum í kring, að hún væri búin að elska Cliff síðan hún var fjórtán ára.

Vinkona hennar var með henni, en hún var öllu rólegri. Hún sagði með kaldhæðnistón við hana:"Af hverju elskarðu hann, hann er hommi" "Hann er ekki hommi" sagði hún, alveg sár móðguð og gargaði svo með tárin í augunum:" Æ löv jú."

Nú voru verðirnir komnir að vara hana við, ef hún hætti ekki að láta eins og ástsjúkur unglingur, yrði henni hreynlega hennt út.

Ekki heyrði ég mikið í henni eftir það. Hún var þarna fyrir aftan mig, en svo var hún alt í einu horfin. "Hvað varð af henni?" spurði ég vinkonuna. "Henni var hent út." Ég gat nú eiginlega ekki skilið, afhverju konugreyinu var hent út, hún var róleg eftir nokkrar aðvaranir, en kannski var hún bara búin að færa sig og verið að ergja einhverja aðra.

 


Skrímslið er vaknað

Skrímslið er vaknað úr margra ára dvala. Ég hélt reyndar að það væri dautt, en svo er ekki.

Það reis úr dvala um daginn, ógurlegt, rosalegt og illgjarnt.

Ég veit reyndar ekki, hvernig ég á að svæfa það aftur. Hef pælt í að reyna svefnlyf, en það er örugglega ekki nóg. Mætti reyna að skjóta það, hengja, skera á hol, reka tein í hjarta þess, en ég held að ekkert af þessu dugi.

Þetta skrímsli fylgir mér hvert fótmál sem ég fer. Í búð, til læknis, í vinnuna, elti mig meira að segja upp á land um daginn. Get engan veginn losað mig við það, hvað sem ég reyni.

Hvernig þagga ég niður í illgjörnu orðum þess? Það ásækir mig meira að segja í draumalandi.

Ætli ég verði ekki að bíða þolinmóð eftir að það gefist upp og leggst aftur í dvala. Einhvern tímann hlýtur það að fá nóg. Það er að éta mig upp að innan frá. Ég finn, hvernig það festir klærnar í hjarta mitt og kreistir af afli.

Ef ég treysti á Guð og ástina, hlýtur það að láta sig hverfa. Verð bara að sýna mikla þolinmæði, og henni á ég nóg af.


Komin heim

Þá er ég komin heim, kom reyndar með Herjólfi seint í gærkvöldi, eða kl. 10:30 ca.

Var í skemmtiferð uppi á landi með 47 hressum og skemmtilegum konum. Fórum í rútuferð um suðurnesin (notaði tækifærið að skoða mig almennilega um, ef ské skyldi að maður flytur af eyjuni. Hvar frystihúsin voru og svoleiðis). Um kvöldið var grillveisla á Vitanum í Sandgerði, þingmennirnir okkar mættu, auk einhverjir fleiri. Þar var spilað á nikku og sungið.

Þetta var rosalega gaman, sumir drukku meira enn aðrir, en svona á þetta að vera, er það ekki?


Hvanneyri horfið

Þá er búið að rífa Hvanneyri. Það var reyndar löngu kominn tími á þetta, en nú er það allavega farið.

Ekki veit ég, hvenær þetta hús var byggt, en líklega milli 1908-1913. Húsið mitt er byggt 1913, alveg að verða hundrað ára.

Ég átti engar minningar úr þessu húsi, kom einu sinni inn í íbúðina í vesturendanum, en það voru margir hérna fyrir utan að horfa og greinilegt að margir áttu skemmtilegar minningar þaðan.

Þetta hús hefur verið í niðurníðslu í mörg ár. Það eru 2-3 ár síðan ég hætti að labba framhjá því, þeim megin götunnar, sem það stóð, var altaf hrædd um að fá hliðina yfir mig í heilu lagi.

Reyndar hélt ég, að það myndi hrynja þegar jarðskjálftarnir skóku allt og hristu hérna fyrir sjö árum síðan, en það stóð þetta af sér.

Ég notaði tækifærið og bað um að garðveggurinn yrði rifinn í leiðini og var það ekkert mál. Sunna sagði mér, að hann hefði bara tekið vegginn í heilu lagi.

Eitt er víst, ég mun ekki sakna þessa húss.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 106813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband