Æ löv jú

Ég fór á tónleika með sir Cliff Richard í mars s.l. Frábærir tónleikar. Fór með systur minni, sem kom alla leið frá Færeyjum að sjá goðið.

Við mættum tímanlega, vorum í stæði og lentum eiginlega alveg við sviðið, svona aðeins til hliðar. Um leið og fyrstu tónarnir streymdu úr hátölurunum, fann ég, hvernig ruðst var fram og lent á bakinu á mér. Þegar ég snéri mér við, sá ég huggulega konu, líklega um sextugt. Hún var greinilega búin að fara í lagningu og eitthvað fleira.

Hún hoppaði, dansaði, rétti fram hendurnar, eins og hún væri að reyna að grípa kallinn. Ég fékk þó nokkur olnbogaskot í hausinn og herðarnar. Var eiginlega farin að sjá stjörnur.

Þarna stóð ég svo og þefaði úr sveittum handarkrikum hennar og reyndi að fylgjast með því sem var að gerast uppi á sviði, en þessi blessaða kona truflaði mig.

Þegar Cliff söng:" I love you." gargaði hún á móti:"Æ löv jú, æ löv jú" og rétti fram hendurnar, eins og hún væri að reyna að grípa hann.

Svona gekk þetta dágóða stund. Allir í kringum okkur voru hættir að fylgjast með sir Cliff og voru að hlægja að veslings konunni, sem tilkynnti öllum í kring, að hún væri búin að elska Cliff síðan hún var fjórtán ára.

Vinkona hennar var með henni, en hún var öllu rólegri. Hún sagði með kaldhæðnistón við hana:"Af hverju elskarðu hann, hann er hommi" "Hann er ekki hommi" sagði hún, alveg sár móðguð og gargaði svo með tárin í augunum:" Æ löv jú."

Nú voru verðirnir komnir að vara hana við, ef hún hætti ekki að láta eins og ástsjúkur unglingur, yrði henni hreynlega hennt út.

Ekki heyrði ég mikið í henni eftir það. Hún var þarna fyrir aftan mig, en svo var hún alt í einu horfin. "Hvað varð af henni?" spurði ég vinkonuna. "Henni var hent út." Ég gat nú eiginlega ekki skilið, afhverju konugreyinu var hent út, hún var róleg eftir nokkrar aðvaranir, en kannski var hún bara búin að færa sig og verið að ergja einhverja aðra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 106545

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband