15.7.2007 | 00:32
Mig langar í.........
..............en er alveg staur. Ef ég get fengið kallinn til að selja kvótann, bátinn, skúrinn, báða bílana og húsið, get ég kannski eignast þau. Þá á ég gleraugu, en á hvergi heima, kallinn atvinnulaus og engan bíl. Spurning, hvað maður á að velja. |
![]() |
Ömmugleraugu Lennons á uppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 20:21
Róandi
Fyrir mörgum árum síðan átti ég fiskabúr og fullt af fiskum. Þessi frétt er ekki svo vitlaus. Þegar ég kom þreytt heim úr vinnu, fannst mér notalegt að setjast niður, tæma hugann og horfa á fiskana. Ég var með gullfiska, gúppý og fleira. Hef lengi langað til að byrja á þessu hobbý aftur, kannski verður það einhverntímann. |
![]() |
Gullfiskar góðir fyrir svefninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 20:14
Krútt
Náttúran getur verið grimm, en sem betur fer er til fólk, sem stendur ekki á sama. Unginn er algjört krútt og á örugglega eftir að bræða nokkur hjörtu. |
![]() |
Górilluungi braggast vel eftir árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 13:57
Talandi dúkkur
Ýmindunarafl barna er alveg stórkostlegt. Þegar litla skottan var að fara að sofa í gærkvöldi, gat hún ekki sofnað, afþví að Rósa, Stjarna og Stella voru að rífast. Hún talaði um þetta lengi, endaði með því, að hún fékk leyfi til að fara framúr og skamma dúkkurnar og skipa þeim að fara að sofa. Eftir þetta varð allt rólegt. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2007 | 12:59
Dómarar götunnar
Hvað eða hver gefur fólki rétt á að dæma aðra? Ég bara spyr. Vinkona mín fékk þann dóm um daginn, að eldri dóttir hennar yrði komin í dópið 13 ára og yngri dóttirin gengur pissublaut um allan bæinn. Þetta var sagt við hana á vinnustað hennar. Yngri dóttirin er frænka mín, þannig að ég þekki þau að mínu mati mjög vel. Hef ekkert út á uppeldið að setja. Hver gaf þessari konu rétt á að dæma hana og börnin hennar svona? Má hún það af því að að hún telst vera frelst? Eru þeir sem fylgja Guði eitthvað betri en við, þessir almennu syndarar? Er til eitthvað sem heitir fyrsta flokks og annars flokks fólk? Ekki í mínum heimi. Í mínum heimi erum við öll eins af Guði gerð. Geri engan mun á rónanum í strætinu og forseta vor, við erum öll jafn mikils virði, sama hvaða veg við kjósum að ganga. Lífsmottó mitt hefur altaf verið: Komdu fram við aðra, eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Að mínu mati höfum við engann rétt að dæma aðra. Það geta verið margar ástæður fyrir því, hvernig fólk er. Hugsum um okkur sjálf og látum aðra vera, nema þá til þess að sýna þeim vinsemd. Ekki dæma aðra fyrir hvernig þau haga sér í dag, kannski eiga þau erfiðan dag, akkúrat þann dag sem við kynnumst þeim fyrst. Gefum öðrum tækifæri. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 18:33
Sól, sól skín á mig.......
Þekki fólk, sem er búið að borga tugiþúsunda í ferð til Spánar að láta sólina baka sig, þessa sömu sól og er búin að baka mig í dag og undanfarna daga. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 16:53
Lífið er yndislegt.......
......sjáðu það er rétta að byrja hér. Lífið er yndislegt með þér. Styttist í Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Er búin að þurrka rykið af þjóðhátíðar-diskinum mínum og er hann spilaður dag út og dag inn. Daglegur rúntur inn í dal að fylgjast með, hvað er verið að gera. Litla sviðið og myllan komin inneftir. Einnig stendur gámur þar sem hofið er venjulega, giska á að það sé inni í honum. Undirstæðurnar fyrir stóra pall komnar inneftir líka. Hlakka rosalega til. Finnst nýja lagið hjá þeim í Dans á rósum bara gott. Sumir eru ekki hrifnir, en það er ekki hægt að semja Lífið er Yndislegt á hverju ári. Verð að muna að fara með tjaldið til skósa á morgun að gera við. Þarf að skipta um rennilás. Hann bilaði í fyrra, ég gerði við hann til bráðabyrgða með gítarstreng. Þyrfti líka að laga það að neðan, kósirnar eru orðnar lélegar. Er búin að redda mér pössun, gerði það reyndar strax eftir þjóðhátíðina í fyrra. Lífið er yndislegt. Sólin skín og allir eru brúnir og sællegir. Goslokin voru í gær. Góðir vinir hittust og borðuðu og spjölluðu. Einnig var gítarspil og gól. Vorum komin heim um þrjú leitið, ekki þurfti að halda á neinum heim. Í dag er bara slappað af í rólegheitum, er að spá í að setjast út með prjónana mína, er að prjóna Þjóðhátíðar peysuna mína. Við vinkonurnar ákváðum í fyrra að prjóna einhverjar skrautlegar lopapeysur fyrir þessa. Þær eru gular og fjólubláar. Kallinn og kettlingurinn eru sofandi, stelpurnar að horfa á sjónvarpið. Fórum í sund með litlu skottuna áðan, virkilega gott að liggja í leti í vaðlaugini, heiti potturinn var alt of heitur. Stóra stelpan fór með Herjólfi áðan, sé hana ekki aftur fyrr en 1. ágúst, grát, grát. Á eftir að sakna hennar. En sem betur fer er tíminn fljótur að líða. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2007 | 13:53
Mistök
Elsta dóttir mín er að koma með Herjólfi á eftir, hlakka mikið til að fá hana heim.
Var með hana í símanum, þegar hún var komin niður á BSÍ í morgun. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera. Stóð fyrir utan pínulitla rútu, sem átti að keyra henni til Þorlákshafnar, en rútan var full og margir fyrir utan rútuna, sem komust ekki með.
Hvað eru þeir eiginlega að pæla, þeir sem bera ábyrgð á þessu? Það er föstudagur, goslokahátíðin um helgina og senda svo lítið rúgbrauð eftir fólkinu? Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem þetta gerist. Um daginn var ég að fara til Reykjavíkur. Pínulítil rúta í Þorlákshöfn. Tvö sæti laus, þegar við lögðum af stað í sjoppuna. Þar kom kona uppí, en par, sem ætlaði með komst ekki.
Ég skil svo sem, að þeir sendi litlar rútur um veturinn, þegar veðrið er geðbilað og enginn með fullu viti fer með bátnum, nema hann þurfi þess nauðsýnlega, en að sumri til? Skil þetta ekki.
Sem betur fer leystist þetta farsællega. Bílstjórinn hringdi eftir annarri rútu, en afhverju notast þeir ekki við stóru rúturnar? Það getur varla munað svo miklu í olíukostnaði, eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2007 | 15:59
Mig vantar sundbol
Mig vantar einmitt eitt svona stykki. Var með dúlluna mína í sundi áðan og hálfskammaðist mín fyrir sundbolinn. Myndi örugglega ekki skammast mín, ef ég væri í svona flík, nema þá kannski fyrir bruðl. |
![]() |
Sundbolur úr gulli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2007 | 11:53
Frábært
Ótrúlega flott hjá svona ungri stelpu. Sjálf byrjaði ég að sauma föt á mig 15 ára, en aldrei náði ég svona langt. |
![]() |
Fimmtán ára fatahönnuður heldur sýningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar