Lífið er yndislegt.......

......sjáðu það er rétta að byrja hér. Lífið er yndislegt með þér.

Styttist í Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Er búin að þurrka rykið af þjóðhátíðar-diskinum mínum og er hann spilaður dag út og dag inn.

Daglegur rúntur inn í dal að fylgjast með, hvað er verið að gera. Litla sviðið og myllan komin inneftir. Einnig stendur gámur þar sem hofið er venjulega, giska á að það sé inni í honum. Undirstæðurnar fyrir stóra pall komnar inneftir líka.

Hlakka rosalega til.

Finnst nýja lagið hjá þeim í Dans á rósum bara gott. Sumir eru ekki hrifnir, en það er ekki hægt að semja Lífið er Yndislegt á hverju ári.

Verð að muna að fara með tjaldið til skósa á morgun að gera við. Þarf að skipta um rennilás. Hann bilaði í fyrra, ég gerði við hann til bráðabyrgða með gítarstreng. Þyrfti líka að laga það að neðan, kósirnar eru orðnar lélegar.

Er búin að redda mér pössun, gerði það reyndar strax eftir þjóðhátíðina í fyrra.

Lífið er yndislegt. Sólin skín og allir eru brúnir og sællegir.

Goslokin voru í gær. Góðir vinir hittust og borðuðu og spjölluðu. Einnig var gítarspil og gól. Vorum komin heim um þrjú leitið, ekki þurfti að halda á neinum heim.

Í dag er bara slappað af í rólegheitum, er að spá í að setjast út með prjónana mína, er að prjóna Þjóðhátíðar peysuna mína. Við vinkonurnar ákváðum í fyrra að prjóna einhverjar skrautlegar lopapeysur fyrir þessa. Þær eru gular og fjólubláar.

Kallinn og kettlingurinn eru sofandi, stelpurnar að horfa á sjónvarpið. Fórum í sund með litlu skottuna áðan, virkilega gott að liggja í leti í vaðlaugini, heiti potturinn var alt of heitur.

Stóra stelpan fór með Herjólfi áðan, sé hana ekki aftur fyrr en 1. ágúst, grát, grát. Á eftir að sakna hennar. En sem betur fer er tíminn fljótur að líða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk æðislega fyrir frábært (en stutt fyrir mig) kvöld í gær og pottrétturinn var svakalega góður!! *slef slef*

Verðum endilega að gera þetta oftar! Alltaf gaman að þjófstarta þjóðhátíðinni allann ársins hring!!

ÁFram KRÓ!...*hik*

Skvís-ur.

Baun (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Saumakonan

ohhh mig langar á þjóðhátíð!!!!    Skömm að segja frá því en ég hef aldrei farið til Eyja!!

Saumakonan, 9.7.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband