24.7.2007 | 13:12
Dugleg
Stjörnuspá![]() Er búin að vera rosalega dugleg með prjónana undanfarið, er búin með tvær peysur, hálfnuð með þá þriðju, og næ alveg örugglega að klára þá fjórðu fyrir þjóðarann. Svo er bara eftir að sauma rennilásana í, búin. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 23:50
Jaaaaaaa hérna hér

![]() |
Sofið fyrir utan Nexus í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2007 | 11:52
Hætt við
Þarna fékk ég aðra afsökun fyrir að hætta við ferðina til Tenerife í okt. Er alveg ferlega flughrædd, bara að fljúga upp á Bakka, sem tekur 6 mín, er meiriháttar mál fyrir mig. Eftir hverja flugferð lofa ég sjálfri mér, aldrei aftur. Vont að vera svona. Ætli ég fari ekki bara til læknis að fá svefntöflur fyrir ferðina í haust. |
![]() |
Myndbandsupptaka bendir til mikils hraða í lendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2007 | 11:48
Greyið gamla konan
Maður fær klump í hálsinn að lesa svona. Engin virðing fyrir þeim sem fæddi þau í heiminn. Ætti að loka þá sem þetta gerðu inni í svörtustu dýflissu. Ekki vildi ég fara aftur til dóttur minnar, ef hún gerði mér þetta. Er þetta það sem koma skal hér á landi? |
![]() |
Ömmu hent á haugana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 11:43
Hvað?
Verð greinilega að drífa mig aftur í vinnu, frétti bara ekki neitt. Var ekki búin að heyra þetta. Gott að ekki fór verr. Ökumanninum, ekki barnið, heldur sá sem skildu barnið eitt eftir úti í bíl í gangi, hlýtur að líða ferlega illa. |
![]() |
Barn keyrði á konu með barnavagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 11:39
Stjörnuspá
Í alvöru?????? Stjörnuspá: Stundum -og ansi oft- ertu algerlega ómissandi. Ekki svíkja það að mæta í partí. Partíið er planað út frá skemmtilegheitum þínum.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 00:03
Bleikar kindur???
Var að prjóna áðan, nema hvað. Litla skottan situr hjá mér, við erum að horfa á sjónvarpið saman. Alt í einu spyr hún:"Er þetta ekki hárin á kindum, svo er það sett svona og þú getur prjónað?" "Jú, alveg rétt hjá þér, ástin mín." svara ég "Eru þá líka til bleikar kindur?" Ég get svarið það, þessi stelpa kemur mér sífellt á óvart, það sem henni dettur í hug að spyrja um. Skemmtilegast finnst mér, þegar við erum einar, hún er svo forvitin um allt, spyr og spjallar út í eitt. Yndislegar, þessar stundir með henni.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2007 | 22:50
Ég er unglingur
Fór með litlu skottuna mín til vinkonu sína í dag. Þær voru þrjár í mömmó í tjaldi í garðinum. Sú elsta var mamman, mín unglingurinn og sú minnsta var litla barnið. Var að fylgjast með þeim aðeins úr fjarlægð. Þá kemur mín út úr tjaldinu, en "mamman" var nú þegar úti. Þá segir mamman:"Þú átt að vera inni og passa hana." Mín svarar:"Ég er unglingur, ég er að fara út að hjóla, þú getur bara passað hana sjálf." Úppsss.........hún hefur örugglega heyrt systur sína segja þetta nokkrum sinnum, þetta með að hún getur bara passað sjálf. Hef heyrt þetta nokkrum sinnum:"Þú fæddir hana, þetta er þitt barn, passaðu hana bara sjálf." Já, það læra börnin, sem fyrir þeim er haft. Annars sat hún áðan að horfa á sjónvarpið. Alt í einu segir hún, voða spennt:"Mamma, þú færð ókeypis rakamælir, ef þú kaupir málningu frá fugger." |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2007 | 22:10
Lítil stelpa með horn
Lenti með litlu skottuna uppi á spítala áðan. Hún var að stelast út í háhæla skónum hennar systur sinnar (sorry, Margrét), sem eru allt of stórir og auðvitað kom að því sem ég var búin að spá, hún datt í tröppunum. Heyrði þessi líka rosalegu öskur úti, vissi að þetta var ekki bara væl, henti prjónunum út í loftið og hljóp út. Hún hélt um höfuðið. Þegar ég fór að leita, fann ég stórt horn, alveg að fara að blæða. Kallinn hringdi á vaktina (auðvitað bregður manni að sjá svona) og læknaneminn, sem er við afleysingar, sagði okkur að koma bara strax. Brunuðum upp á spítala, sem betur fer var þetta "bara" kúla. Það væri svo sem ekkert nýtt, ef það þyrfti að sauma. Vorum búnar að vera einn dag í Færeyjum í fyrra, þega skottan datt á baðinu, þá var saumað eitt spor. Hún var ódeyfð, en það heyrðist ekki eitt einasta píp frá henni. Daginn eftir var svo farið í dótabúðina að fá verðlaun, fyrir að vera svona dugleg. Ok, aftur að málinu. Okkur var sagt að fylgjast bara með henni, ef hún virðist verða ringluð eða kastar upp, á að hafa samband aftur, þá er hún með heilahristing. Vonandi verður ekkert svona. Núna situr hún í rólegheitum í sófanum (já, hún getur líka setið róleg) með Blíðu hjá sér og er að borða skyr. Blíða er steinsofandi undir teppi, sætar. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2007 | 00:45
Klukkuð
Minn heittelskaði 1. Ég er fædd í Vestmannaeyjum 1965, er vatnsberi, ólst upp í Færeyjum. 2. Sökum mjög mikla feimni sem barn, gekk mér illa í skólanum, líklega vegna þess að ég opnaði aldrei munninn í tímum. Þess vegna vissu kennararnir ekkert hvað ég gat í raun og veru. 3. Þegar ég varð eldri og fékk meira sjálfstraust, fóru einkunnurnar mínar upp. 4. Er lærð skrifstofutæknir, en vinn í fiski. 5. Á einn stjúpson, þrjár dætur, tvo ketti og sambýlismann. 6. Áhugamál: Handavinna allskonar, en sérstaklega prjónaskapur, kortagerð, skrapp, allskonar föndur, pottaplöntur. 7. Tónlist: Bítlarnir, Lennon, Pink Floyd, Dr. Hook, Björn Afzelius, Frændur (Færeyskir) og bara allskonar tónlist, sem kemur manni í gott skap. 8. Bestu dagar lífs míns voru þegar stelpurnar mínar komu í heiminn. Þeir verstu voru þegar pabbi, mamma, Robbi bróðir, Gurra mágkona, Birgitta dóttir þeirra, Olaf mágur minn og litlir synir bróður míns létust. Ætla að klukka á Alvildu, Helga Tórs, Eydísi Tórs, Korntop og Maggie. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar