14.8.2007 | 12:08
Maður fer nú ekki að skipta
Undanfarið hafa verið auglýsingar í sjónvarpinu, þar sem fólk heldur upp á gamla hluti eða skoðanir, bara til þess að halda upp á þær, maður fer nú ekki að skipta. Ég á einn svona hlut. Fékk hann einhverntímann eftir fermingu. Ætli ég hafi ekki verið svona 15 ára, hugsa það. Ég keypti mér svona hlut, en svo pissaði kisan mín á hann og mamma gaf mér nýjan, alveg eins og hefur hann verið í notkun síðan og er enn. Ég er að tala um seðlaveskið mitt. Þetta er eina seðlaveskið sem ég hef átt um ævina. Fyrir 10 árum eða meira bilaði rennilásinn fyrir mynthólfið. Síðan hefur mintin dottið úr með reglulegu millibili, þegar það verður of mikið í. Stundum bölva ég því, þegar ég er inni í verslun og þarf að tína klinkið upp úr gólfinu, eða þegar allt hrynur niður í innkaupapokann. Á svona stundum lofa ég sjálfri mér því, að nú fari ég sko að kaupa mér nýtt veski, en svo þegar heim er komið, er þessu loforði gleymt, viljandi eða óviljandi. Vinkona mín hefur oft haft á orði, hvort ég fari nú ekki að finna mér annað veski, helst þegar ég sten með botninn upp í loft í einhverri verslun að tína klinkið upp, en nei, veskið er búið að endast mér í 27 ár, maður fer nú ekki að skipta. Reyndar hef ég nokkrum sinnum leitað mér að nýju veski, en aldrei rekist á neitt sem kallar til mín, eins og skórnir í Hagkaupum gerðu, en það er efni í annað blogg. Annaðhvort eru veskin alt of stór og klunnaleg, eða þá að þau eru bara hreint og beint ljót. Veskið mitt er úr ekta kálfaskinni. Þegar ég keypti það, eða mamma, var það ljósdrapplitað, en eftir margra ára notkun er það núna einginlega orðið dökkbrúnt. Um daginn byrjaði að koma saumspretta í klinkahólfið, mér til mikillar mæðu. Á ég að reyna að gera við það og setja nýjan rennilás í leiðinni, eða á ég að fá mér nýtt? Hvar finn ég veski, sem höfðar til mín. Þetta er orðið mikið mál fyrir mig. Ég vill ekki bara eitthvað veski, það verður að kalla til mín úr búðinni. Ennþá hefur það ekki gerst, en hver veit, kannski einn daginn heyri ég lága röddu kalla til mín úr einhverri verslun: "Matthilda, taktu mig með þér heim og ég skal þjóna þér dyggilega næstu 30 árin" Er ekki nóg annars að eiga tvö veski um ævina?
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 17:43
Ein skemmtilegasta helgi ársins búin...........
.............og þá er bara að byrja að skipuleggja næstu eftir ár. Helgin var að vanda skemmtileg, söngur, brandarar og skemmtilegheit í tjaldinu langt fram á morgunn. Stelpa í kuldagalla, með húfu og í vettlingum villtist inn í tjaldið, fólkið vildi fá að vita, hvort hún væri að fara að hitta jólasveininn. Hjá mér endaði þessi frábæra helgi í sjúkratjaldinu, sem er reyndar ekki tjald, heldur skátahús. Eftir allar óbeinu reykingarnar og læti á litla danspalli, fékk ég rosalegt astmakast. Var auðvitað ekki með pústið á mér, sjúkraliðinn í fjölskylduni fylgdi mér upp í sjúkratjald að fá púst, en þau voru ekki með steralyfið, sem mig vantaði. Fékk púst frá þeim, en varð að fara heim um sjöleytið að fá mér stera, sem voru löglegir, by the way. Nennti ekki inn aftur, sleppti því að reyna að slá metið, það kemur önnur Þjóðhátíð eftir ár. |
Erilsamt hjá lögreglu þegar líða fór á nóttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 11:11
Still here
Vildi bara láta vita, að ég er ennþá á lífi, hef bara ekki tíma til að sitja við tölvuna þessa dagana. Byrjaði á fullorðinspeysu í gær, sem ég ætla að vera búin með á fimmtudag. Haldið þið að ég nái því? Þorið þið að veðja? Ég veðja einni flösku af Kaptein að ég nái því. Einhver?????? |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.7.2007 | 20:14
Tengdamömmur
Eins gott að halda tengdamömmunum góðum, aldrei að vita, hvað þeim getur dottið í hug. Annars finnst mér nú bara samband mitt við tengdamömmu mína ágætt. Erum engar "slyng-veninder" en samt ágætis vinkonur. |
Sjötug amma myrti tengdadóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 20:10
*hikk*
Ætla að ráða mig sem yfirsmakkara. |
Rís bjórverksmiðja í Vestmannaeyjum í vor? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 15:52
Þjóðhátíð................
.................here I come. Búin að kaupa miðana í dalinn. Ekki laust við að maður sé kominn með smá fiðring. HLAKKAR ÓGEÐSLEGA TIL. Ætal að vera með þeim síðustu úr dalnum á mánudagsmorgninum. Metið er hálf níu. Ætlaði að slá það í fyrra, en hafði "bara" úthald til klukkan sjö. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 15:47
Og ég............
.............sem er búin að eyða helling af peningi í mascara frá L´Oreal, bara út af þessari auglýsingu.........not! |
Gerviaugnhár Penélope Cruz óviðundandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 15:41
Alveg hræðilegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 15:40
Sannspá kisa
Þegar jarðskjálftarnið riðu yfir árið 2000 átti ég kisu sem hét Lilla. Hún var mikið veik, greyið, með (spena)krabbamein. Þó svo að hún var þetta veik, kom hún ekki inn í eina tvo daga fyrir fyrri skjálftan. Þegar hann var búinn, kom greyið aðeins inn, en fór svo út aftur. Sama hvað ég reyndi, fékkst kisa ekki til að vera inni. Eftir seinni skjálftan kom hún hinsvegar inn aftur. Ég er alveg viss um, að hún hafi skynjað eitthvað. Dýrin eru svo miklu tengdari náttúrunni en mannfólkið, ég trúi því alveg að Óskar geti skynjað eitthvað, þegar fóklið er að fara að yfirgefa þessa jörð. |
Kötturinn með ljáinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2007 | 13:26
Um Þjóðhátíð
Er þjóðhátíðarnefnd að reyna að græða á þeim, sem fá ekki útborgað fyrr en þann 1.? Ég bara spyr. Veit um þó nokkur dæmi, þar sem fólk getur ekki keypt miðann inn í dal á forsölu, vegna þess að forsölunni lýkur á miðnætti 30. júlí. Er ekki hægt að fresta þessu um sólarhring? Til á miðnætti 1. águst. Annars er allt að verða tilbúið inni í dal. Stangirnar fyrir göturnar komnar upp, svo er bara eftir að setja götunöfnin upp, ljósin og eitthvað annað, hitt er eiginlega allt tilbúið. Þá er bara að mæta með góða skapið í Möttukot um verslunarmannahelgina, þar er altaf nóg að éta, óþarfi að fara í veitingatjaldið, við bjóðum upp á reyktan lunda, samlokur og harðfisk, auk eitthvað annað. En enn og aftur er þessi neikvæða umræða um þjóðhátíð Vestmannaeyja komin í gang. Spurði dóttur mína, sem er að verða 17 ára, hvað margir vinir hennar myndu gista hjá okkur. Ein, var svarið. Þegar ég spurði um ástæðuna, sagði hún, að foreldrar vini hennar leyfðu þeim ekki að koma, þau voru svo hrædd um nauðganir. Ok, það hefur verið eitthvað um nauðganir, það skal alveg viðurkennast. Ef einhverjir vinir koma, hvort sem þeir gista hjá okkur eða í tjaldi úti í garði, er fylgst með þeim. Unglingar í eyjum læra snemma, að vera altaf mörg saman og passa upp á hvort annað. Hafa hendina altaf yfir gatinu á drykkjunum, svo ekki verði laumað einhverri ólyfjan ofaní. Og ALDREI NOKKURNTÍMANN SKILJA NEINN EFTIR DAUÐANN Í BREKKUNNI. Foreldrarnir eru á svæðinu, altaf hægt að leita til þeirra. Mikil gæsla, lögreglan sjáanleg og ég veit ekki betur, en að læknir er inni í dal öllum stundum. Svo veit ég um dæmi, þar sem börn/unglingar hafa fengið að fara eftirlitslaus til Akureyrar í staðinn????????? Skil þetta ekki. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar