Arrrrrrrrghhhhhhh.........

Ég þoli ekki fólk, sem veður yfir aðra með frekju og yfirgang. Svona getur gert mig alveg brjálaða.....................................Angry


Nautn

Mikið rosalega getur verið gott að setja headphonið á hausinn og útiloka sig frá öllu öðru. Þetta er betri en nokkur vítamínsprauta. Er búin að sitja núna og hlusta á U2, ein besta rokkhljlómsveit í heimi í dag. Setja allt í botn og bara njóta tónlistarinnar, láta bera sig á allt annan stað, gleyma öllum erfiðleikum og bara njóta. Þetta geri ég reglulega, svo kemur einhver og rífur mig aftur niður á jörðina. Þegga gerði ég líka, þegar ég fór á tónleikana með Roger Waters í fyrra. Bara lokaði augunum og lét bera mig eitthvert út í geym. Algjör nautn.

Nú líður mér vel. Ef ég væri köttur, myndi ég mala.


Bloggleti

Er í einhverri bloggleti núna, en ætla að reyna að henda einni færslu hérna inn.

Helgin fór öll í það að sauma nýnar gardínur í stofuna, ganginn og svefnherbergið okkar. Saumaði mér felligardínur og gekk bara alveg ljómandi vel. Georg og Margrét eru ekkert sérlega hrifin af þeim, en mér er sama, ég er ánægð með þær og hef bara fengið hrós, nema frá þeim tveim.

Er að sjóða lifrarpylsu í matinn, féll í freistni niðri í Krónu, nammmmmmmm. Já,já, ég veit, þetta er ekkert voðalega grennandi, en þetta er bara svo hræðilega gott, og svo fær maður þetta svo sjaldan.

Er byrjuð að vinna aftur eftir langt sumarfrí. Gott að allt er komið aftur í reglu, þar með talið svefninn. Byrjaði að vinna á þriðjudaginn í síðustu viku, var vinna alla vikuna og í gær, í dag var frí, en svo hringdi Daði í mig og bað mig að mæta á morgun, bara fastráðna fólkið á að mæta, ætli það sé ekki eitthvað lítið af fiski á leiðinni. Nýtt kvótaár er byrjað, er soldið kvíðin fyrir vetrinum. Við höfum verið mikið í þorski, ætli vinnan minnki eitthvað? Það verður bara að koma í ljós en ekki er útlitið gott.


Var nýkomin frá Færeyjum...........

................þegar vélin fórst í fyrra. Ætla að fara "heim" til Færeyja næsta sumar, hugsunin um Norrönu verður æ meira aðlaðandi.
mbl.is Flugvél Atlantic Airways ekið út af flugbraut í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann var örugglega hommi

Ágústa fékk að fara með Möttu í búð í dag, Leó Breki var líka með.

Þegar hún kemur heim, segir hún við mig:"Mamma, það var kall, sem var næstum því búinn að éta Leó Breka. " Svo segir hún, alveg graf alvarleg:" Hann var örugglega hommi."

"Hvað er hommi? Eru þeir hættulegir og vondir?" spyr sú stutta svo.

Rosalega langaði mig að hlægja, en þar sem þetta var alvarlegt mál fyrir hana, hélt ég hlátrinum niðri og sagði við hana, að hommar væri hvorki hættulegir né vondir, hún þurfti ekkert að vera hrædd við þá, þeir eru góðir.

Hvað ætli hún haldi að hommar séu? Verð að spyrja hana að því.


Lykilorð

Er búin að setja lykilorð á myndasíðurnar hjá stelpunum á Barnalandi. Lykilorðið er það sem mamma var kölluð af barnabörnunum í Færeyjum. Ef þið munið það ekki, spyrjið bara mig. Hinir geta svo sent mér póst á torshamar@hive.is

Ekki datt mér í hug að til væri fólk, sem gæti séð klám út úr saklausum myndum af börnum, en allt er víst til í þessari veröld. Það ætti bara að taka þetta fólk og skjóta það. Eða, nei, það er altof mild refsing, hengja þessa perra upp á ................ já, þið verðið bara að nota ímyndunaraflið.

 


Ég skipti.......

..........ekki um veski samt, heldur skó. Fyrir fjórum árum keypti ég mér forláta ecco skó á útsölu á 4000 kall. Bestu skór sem ég hef átt, enda er ekkert sem jafnast á við ecco. Danir eru snillingar, þegar kemur að gæðum.

Þessir skór hafa nánast verið fastir við fæturnar á mér undanfarinn fjögur ár, eiginlega orðinn hluti af mér. En undanfarið hef ég skammast mín að láta sjá mig úti í þessum skóm, þeir eru svo slitnir. Hef verið að leita mér að staðgengli, en ekkert gengur. Keypti reyndar aðra ecco skó í vor, en þeir eru soldið þröngir, enda er ég með breiðustu fætur norðan ekvator. En í gær fann ég skó hjá AxelÓ á útsölu. Hinir voru settir í poka og eru núna komnir inn í skáp, er ekki alveg tilbúin að henda þeim alveg strax. "Get notað þá í vinnuna" er afsökunin fyrir að geyma þá.

Ætli það endi ekki með, að kallinn eða einhver annar verði fenginn til að koma þeim fyrir kattarnef, þó ekki nefið á Tomma eða Blíðu.

Annars var Tommi ráðinn í vinnu um daginn. Esra bauð honum vinnu sem rottufangari í kjallaranum hjá sér, þar sem við Dinna sáum rottu þar um daginn. Reyndar sá ég bara einhvern skugga milli þilja, en Dinna sá hana klárlega.

Reyndar fékk Tommi engu ráðið um það, hvort hann fengi þessa vinnu, honum var rænt og hent inn í kjallarann. Þar átti hann svo að veiða þessa blessuðu rottu, en honum hefur ekkert litist á það að vera þarna í lyktin af Grimmhildi, afsakið, Mánamjöll. Hann sagði víst vinnuni upp eftir smá stund, enda er þetta ekkert annað en þrældómur, að vera tekinn af götunni og skipað að vinna ákveðið verk, þó svo að góð steik er í boði.

Hefði samt viljað sjá Esra vera að burðast með köttinn, hann er svona þrisvar eða fjórum sinnum stærri enn Mánamjöll. Örugglega skemmtileg sjón það.


Myndir

Var að setja fullt af myndum inn á síðurnar hjá stelpunum á barnalandi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband