Jarðarförin

Í dag varð uppi fótur og fit. Krakkarnir fundi dauðan tjaldur á "leynistaðnum" sínum. Það var greinilegt að þar hafði köttur verið að verki. Ég gróf holu og var tjaldurinn jarðaður með viðhöfn. Krakkarnir fundu stein, sem ég skrifaði á: Hér hvílir tjaldur, d. 16.08.08.

Tommi segist ekkert kannast við málið og lítur sakleysislegur út. Blíða horfir bara leyndardómsfull á mig, en mig grunar hann Tómas Högnason um verknaðinn. Blíða hefur ekki kunnáttu eða krafta til að veiða svona stóran fugl, en Tommi hinsvegar........


Clapton

Ég fór á tónleika með Eric Clapton í síðustu viku. Mig var búið að hlakka þvílíkt til að fara að hlusta á og sjá goðið. Clapton var frábær, en Egilshöllin hentar enga veginn fyrir svona stórviðburði. Það mátti ekki koma inn með drykkjarvörur, við eyddum rúmlega klukkutíma í biðröð til að fá vatn að drekka, alveg skrælnaðar. Clapton var byrjaður að spila áður en við vorum búin að fá að drekka. Inni í salnum var steikjandi molla og algjörlega loftlaust. Ég eyddi miklum tíma í að standa úti í reykjarmökki og hlustaði á tónleikana. Mér finnst hundfúlt að vera að borga 8000 kr. fyrir að standa úti í sígarettureyk (reyki ekki sjálf) og geta enga veginn notið tónlistina. Hurðirnar voru ekki opnaðar fyrr en í lokin, en þá var búið að bera nokkra út í yfirliði. Svo voru engin sæti og ef maður reyndi að stelast til að setjast í tröppurnar (sem voru fullar af fólki) var maður rekinn burt.

Ég fór líka á tónleika með James Blunt í júní í nýju Laugardalshöllinni, (sem voru by the way frábærir) þar var allt annað uppi á teningnum. Fyrir það fyrsta var ekki svona molla inni, eiginlega bara alveg passlegt og svo voru sæti, en ég var að drepast í fótunum eftir tónleikana í Egilshöllinni eftir að hafa staðið í 4 klukkutíma. 

Eitt er víst, ég fer aldrei aftur á tónleika í Egilshöllinni. Það þarf allavega mikið að breytast til þess að ég láti sjá mig þar. 


Seyðisfjörður

Fyrir ekki svo löngu síðan skellti ég mér til Seyðisfjarðar. Það var orðið allt of langt síðan ég fór síðast, eða 16 ár og því miður eru margir farnir.

goslok, hestanámskeið, seyðó 040

Í Reykjavík rakst ég á mynd af skottunni minni, hún er þarna efst í bleikum pollagalla og fyrir neðan í vinstra horni við myndina af Ágústu er Saga skotta.

goslok, hestanámskeið, seyðó 048

Séð yfir fjörðinn

goslok, hestanámskeið, seyðó 043

Húsið hans Geira frænda er í niðurnýslu, en mér skilst að það standi til bóta

goslok, hestanámskeið, seyðó 045

Legsteininn hjá ömmu og afa og litli frændi er þarna líka

goslok, hestanámskeið, seyðó 058

Við skruppum út á Eyrar, þetta er Brekka, húsið sem amma og afi bjuggu í síðustu árin áður en þau fluttu inn á Seyðisfjörð

goslok, hestanámskeið, seyðó 060

Bryggjan á Eyrunum séð út um glugga á Brekku

goslok, hestanámskeið, seyðó 065

Gamli skólinn þar sem mamma gekk í skóla

goslok, hestanámskeið, seyðó 066

Valla frænka, móðursystir. Hún er 92 ára gömul en er ennþá að dunda sér í handavinnu

Við vorum tvær nætur á Seyðisfirði, svo var keyrt á Selfoss. Keyrslan tók 9 klukkutíma og gekk í alla staði vel, ekkert óvænt kom uppá, en mikið var nú samt gott að geta lagst í koju í Herjólfi á heimleiðinni.

Að lokum langar mig að setja nokkrar blómamyndir inn

goslok, hestanámskeið, seyðó 122

Yndislega fallegar Anemónur

goslok, hestanámskeið, seyðó 123

Mánafífillin geislar í kapp við sólina

goslok, hestanámskeið, seyðó 124

Bláklukkur. Í vor ætlaði ég að taka þetta í burtu, því ég hélt að þetta væri bara grasþúfa, en ákvað að bíða og sjá til, sem betur fer.

goslok, hestanámskeið, seyðó 125

Silfurkambur frá því í fyrra. Hann er ca. 50 cm hár og er að fara að blómstra

goslok, hestanámskeið, seyðó 126

Fleiri fallegar Anemónur

goslok, hestanámskeið, seyðó 128

Þessar eru úr eigin "framleiðslu" og er ég bara nokkuð ánægð með þær

goslok, hestanámskeið, seyðó 137

En nú fer ég rétt bráðum að gera eins og hún Blíða mín hérna. Góða nótt


Reiðnámskeið

Undanfarið hafa stelpurnar verið á reiðnámskeiði og líkað alveg rosalega vel.

goslok, hestanámskeið, seyðó 085

Fyrst er að stimpla sig í bókina

goslok, hestanámskeið, seyðó 087

Síðan þarf að ná í söðulinn, en Ágústa er með lítinn barnasöðul.

goslok, hestanámskeið, seyðó 088

Sunna Mjöll komin með hest

goslok, hestanámskeið, seyðó 089

Ágústa fær hjálp við að setja beislið á

goslok, hestanámskeið, seyðó 094

Það þarf líka að kemba hestana

goslok, hestanámskeið, seyðó 091

Sunna að leggja á sinn hest

goslok, hestanámskeið, seyðó 092

og kemba aðeins betur

goslok, hestanámskeið, seyðó 095

Hmmmmmmmmm..........hvernig gerir maður nú aftur þetta?

goslok, hestanámskeið, seyðó 096

Sunna komin á bak

goslok, hestanámskeið, seyðó 097

Og Ágústa líka

goslok, hestanámskeið, seyðó 121

Og svo var lagt af stað í útreiðartúr

goslok, hestanámskeið, seyðó 130

Útskriftarnemar úr reiðskólanum Lyngfell

Set að lokum inn myndir sem ég tók á miðnætti eitt kvöldið

goslok, hestanámskeið, seyðó 133

Sólsetur á miðnætti í eyjum

goslok, hestanámskeið, seyðó 134

goslok, hestanámskeið, seyðó 136

Tunglið var fullt þetta kvöld

 


Stundum...........

.............verð ég hálf hrædd við sjálfa mig. Eins og t.d. þá dreymdi mig, að ég væri að taka úr þurrkaranum, en allur þvotturinn var ennþá hálf rakur. Svo í morgun fór ég að gera nákvæmlega það (taka úr þurrkaranum) og hvað haldið þið? Jú, ég varð að setja hann aftur í gang, því allur þvotturinn var rakur. Scary...........

Annars er veðrið búið að vera alveg yndislegt, brakandi sól og blíða. Ég tók mig til í fyrradag og byrjaði að bera á grindverkið á stóra pallinum, en varð að hætta vegna ofnæmis fyrir fúavörnini. Þrjóskaðist samt í nokkra klukkutíma.

Kominn getur, farin.

 


Blómin mín

Með hjálp bóka hefur mér tekist að finna nöfnin á flestum þeim blómum, sem vaxa úti í garði, en þó ekki öllum. Ef einhver þekkir þessi blóm, plííííís látið mig vita með því að setja það inn í kommentin.

29062008 006

Þessi planta er með frekar þykk blöð og skríður mikið. En falleg er hún.

29062008 009

Þessi myndar litlar þúfur með agnarsmáum, bláum blómum.

 


Í sól og sumaryl

Veðrið er búið að vera alveg yndislegt undanfarna daga, sól og blíða upp á hvern einasta dag. Morgunmatur úti á palli um helgar og hádegismatur þar þegar ég kem heim úr vinnunni. Vonandi er þetta bara forsmekkurinn af restini af sumrinu.

Heimaklettur o.a 022

Sunna Mjöll, Ágústa og Ísabella að leika sér með kolkrabbann.

Heimaklettur o.a 026

Saga var líka með. Alltaf sami prakarasvipurinn á henni Ágústu.

Heimaklettur o.a 029

Gosbrunnur

Heimaklettur o.a 032

Allir orðnir vel blautir

Heimaklettur o.a 037

Hæ mamma, mér er kalt

Heimaklettur o.a 038

Blíðu fannst nú best að halda sig bara innan um runnana, í hæfilegri fjarlægð frá busluganginum.

Heimaklettur o.a 039

Tíhíhí............þetta var gaman.......

Vonandi verða margir svona dagar í viðbót.


Myndasyrpa

Ég hef nú ekki verið sérlega dugleg að láta vita af mér, en hérna er smá myndasyrpa yfir það sem gerst hefur síðustu mánuðina.

27. apríl 2008 002

Blíða var tekin úr sambandi og varð að vera með lampaskerm. Takið eftir fýlusvipnum á kisuni.

27. apríl 2008 008

Henni tókst að rífa upp skurðinn, Margrét fór með hana upp á Selfoss að loka henni, og þá fékk hún helmingi stærri skerm. Hún var ekki sátt.

27. apríl 2008 079

Trampólínið var sett upp í kringum sumardaginn fyrsta.

27. apríl 2008 083

Georg gaf mér þennan fallega blómvönd.

27. apríl 2008 011

Þann 1. mai var útskrift á leikskólanun hjá Ágústu. Hún hættir samt ekki fyrr en 27. juni.

27. apríl 2008 013

Stundum verða litlar stelpur þreyttar.

27. apríl 2008 014

Sunna Mjöll sýndi dans á skóladeginum.

27. apríl 2008 017

Fimleikaprinsessan mín.

27. apríl 2008 034

Ágústa fékk nýtt hjól, og sjáið, hún þarf ekki hjálpardekk.

sunna og eggjaferð 116

Við fórum í eggjaferð með pabba (reyni að setja fleiri myndir frá þeirri ferð bráðum).

Heimaklettur o.a 016

Ég sigraðist á sjálfri mér og komst upp á Heimaklett. Hérna erum við á leiðinni niður aftur.

Heimaklettur o.a 057

Svo fórum við með pabba út í Litlahöfða.

Ég fer í sumarfrí eftir viku, vonandi tekst mér að vera duglegri að láta vita af mér.

 


Krakkarnir á leikskólanum og fóstrurnar...............

..................virtust ekki taka eftir neinu þegar skjálftinn reið yfir í gær. Ég sat í bílnum fyrir utan leikskólann, en Sunna Mjöll fór inn að ná í Ágústu. Allt í einu byrjar bílinn að hristast, ég hélt að hann væri að bila og drap á honum, en hann hélt áfram að hristast. Ég ætlaði varla að þora að setja aftur í gang, hélt að bíllinn myndi springa í loft upp, eða eitthvað. Krakkarnir héldu bara áfram að leika sér, áhyggjulaus og tóku greinilega ekki eftir neinu. Þegar ég kom heim sat Margrét skít hrædd inni í stofu og ljósakrónurnar voru ennþá á iði. Það datt samt ekkert úr hyllunum, sem betur fer, en Georg hringdi af sjónum, hann fann fyrir þessu, hélt að hann hefði fengið í skrúfuna. Blíða sat furðu lostin fyrir utan og neitaði að koma inn. Tommi hinsvegar, hann svaf sínum fegurðarblundi eins og ekkert hefði gerst, enda þarf mikið til að raska ró hans.

Þessi skjálfti fannst samt ekki eins vel hérna í eyjum og skjálftinn sem var 17. júni 2000. Þá var ég stödd inni í dal með Sunnu, sem þá var þriggja ára. Ég greip hana með mér og hljóp eins og fætur toguðu, enda var þvílíkt grjóthrun og hnullungarnir ýmiskt á eftir mér eða á móti mér. Svo hætti ég að hlaupa, til hvers, þetta var hvort sem er búið, og stóð bara og reyndi að færa mig undan grjótinu, en passaði samt að ekkert kom fyrir Sunnu Mjöll. Ég mætti Bodda og hann sagði seinn að augun í mér hefðu verið alveg tóm, eins og ég væri búin að sætta mig við örlögin og væri tilbúin að mæta því sem verða mætti.

 

Sannspá stjörnuspá

VatnsberiVatnsberi: Þótt þú standir þína plikt, virðist öðrum sem kíkja á, að þú skemmtir þér stórkostlega. Og ef þú íhugar málið, þá er það alveg satt!
Nettengingin er búin að vera eitthvað leiðinleg undanfarið, eða er það kannski talvan, hef þessvegna ekki nennt að blogga neitt. Vonandi fer þetta inn hjá mér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband