Gallerý Heimalist

Sigrún spurði um gallerýið.

Eins og nafnið gefur til kynna, þá selur gallerýið heimatilbúnar vörur svo sem lopapeysur, sængurgjafir, glerlist og myndlist, og allt þar á milli. Við seljum líka svokallaðar túristavörur, en það heldur þessu öllu gangandi. Kjarninn er 8 konur, sem skiptast á að vinna sjálfboðavinnu. Í vetur er opið virka daga 13-17 og laugardaga 11-14. Við erum með stjórn, og er ég ritari. Það eru allir velkomnir að taka þátt með okkur og koma með vörur. Þær sem geta unnið eitthvað borga 25% af hlutum sem þær selja, hinir borga 30 eða var það 35%. Man það ekki alveg. Þetta er rekið án nokkurs konar styrkja og á meðan við getum borgað húsaleigu, hita, rafmagn og annað sem þessu fylgir, erum við ánægðar.


Annað verkefni

prjón 001Hér er enn eitt verkefnið úr hrúgunni góðu sem ég ætlaði að klára. Þetta er ungbarnasett, prjónað á prjóna nr. 2,5-3, garnið er Trunte frá Hjertegarn, 100% babyull. Stærðin ca. 6-9 mánaða. Uppskriftin er úr Prjónablaðinu Ýr, man ekki númer hvað. Það er ekkert mikið eftir að klára, húfan og listinn framan á peysuna.

prjón 002

Ég gat sest niður í rúman klukkutíma í gær. Settið fer svo í sölu niðri í Gallerý Heimalist. Er ekki búin að ákveða verðið, en ætli það verði ekki eitthvað í kringum 5000 kallinn. Ég held að hinar séu með það verð.

Er annars að fara á fund í gallerýinu núna klukkan 5. Sjáumst.

 


Sunna Mjöll í Fréttablaðinu

Mér skilst að það sé mynd af Sunnu minni og vinkonu hennar framan á Fréttablaðinu í dag. Ég er ekki búin að sjá hana (myndina, sko) verð að fara og ná mér í eitt eintak, áður en allt klárast.

 


Frábær bók

Fékk lánaða frábæra bók á bókasafninu um daginn. Bókin heitir 50 baby bootees to knit og er eftir Zoe Mellor. Eins og kemur fram í titlinum, er hún stútfull af allskonar hosum fyrir ungabörn. Uppskriftirnar eru flestar mjög einfaldar og hér er komið kjörið tækifæri til að nýta upp afganga af garni.

Afmæli 009

Svona lítur bókin út

Afmæli 010

Smá sýnishorn innan úr bókinni.

Mig langar í þessa bók, en ætli hún fáist á Íslandi? Veit ekki, en það er alltaf hægt að fara á bókasafnið og fá hana lánaða aftur.


Prjónablogg

Stundum læt ég mig dagdreyma um að geta hætt í slorinu og haft góðar tekjur af því að prjóna fyrir fólk, en svo vakna ég alltaf aftur til gráan veruleikann. En ég er byrjuð að undirbúa veturinn og á sunnudaginn prjónaði ég mér trefil, eða kannski á maður að kalla það kraga. Uppskriftin er inni á garnstudio.com. Svo prjónaði ég líka húfu í stíl, en það þýðir ekkert að reyna að leita að uppskriftinni fyrir hana, því ég skáldaði bara jafn óðum og ég var að prjóna. Æta líka að prjóna vettlinga í stíl og jafnvel sokka. Þá ætti ég að vera tilbúin fyrir snjóinn og kuldann í vetur. Garnið átti ég fyrir, svo ekki þurfti ég að fara í búð að versla garn. Er að spá í að prjóna mér lopakápu, en ætla að sjá til með það.

Afmæli 005

Svona lítur þá trefillinn/kraginn út

Afmæli 017

Húfan

Afmæli 018

Sunna Mjöll var svo elskuleg að vera módel fyrir mömmu sína.

 


Þær eiga afmæl´ í dag

pysja o.a 055

Litla skottan mín, hún Ágústa Ósk er 6 ára í dag. Hún er rosa ánægð með gjöfina frá mömmu og pabba.

Picture 017

Og Sunna systir er 60 ára í dag. Fyrirgefðu Sunna, ég veit að þú verður ekki ánægð með þessa mynd, en þú verður bara að drífa þig hingað til Íslands, svo ég geti fengið betri mynd.

TIL HAMINGJU, BÁÐAR TVÆR.


Búin.........

að klára nokkur sett af dúkkufötum.

prjón 001

Hérna þurfti ég að festa svona 50 enda, sauma ermar í og setja tölur á og teygju í pilsið.

prjón 003

Þetta sett var eiginlega tilbúið, þurfti bara að hekla kantinn, setja tölur í og teygju í buxurnarþ

prjón 007

Mesta vinnan var eiginlega við þetta sett, þurfti að prjóna ermar, húfu og skó og svo auðvitað að festa alla enda og sauma saman.

Hér kemur svo í lokinn slóðin inn á Hello Kitty húfuna:

http://beadwhore.blogspot.com/2007/10/hello-kitty-hat.html


Garnaflækja

Ég tók mig til í gær og fór niður í skúr að ná í garn, sem ég átti í geymslu þar.

kervík o.a 006

Kom heim með tvo svarta poka og kassa, allt fullt af garnafgöngum

kervík o.a 007

Þetta kom upp úr pokunum

kervík o.a 025

Svo flokkaði ég eftir tegudum, þetta er allt akrýl eða blöndur

kervík o.a 026

Ullargarn

kervík o.a 027

........og bómull

kervík o.a 028

Allt þetta ætla ég að klára..........

kervík o.a 029

.............og þetta ætla ég að rekja upp (eða niður?)

kervík o.a 033

Svo var flokkað betur, í glæru pokunum er ullargarn og í þeim hvítu akrýl/blöndur.

Nú á ég bara eftir að raða þessu snyrtilega í hyllurnar inni í bílskúr og svo er bara að byrja að prjóna, en fyrst ætla ég að klára það sem ég hef byrjað á og ekki nennt að klára. Lofaði stelpunum að klára dúkkufötin, sem komu upp úr pokunum, en það voru nokkur sett og ætla að reyna að klára það allt í dag.

kervík o.a 034

Ef þetta kallast ekki garnafjækja, þá veit ég ekki hvað.

kervík o.a 036

Á flakki mínu um netið rakst ég á uppskrift að þessari húfu og varð að sjálfsögðu að prjóna hana eins og skot. Ef ykkur langar í uppskriftina, þá get ég reynt að grafa upp, hvar ég fann hana en hún er á ensku, en það væri nú ekkert mál að þýða hana fyrir ykkur.


Slipping trough my fingers

Nú fer sú stutta að byrja í skólanum á mánudaginn. Mér finnst það frekar ótrúlegt að minnsta barnið mitt skuli vera orðin svona stór, var það ekki bara í fyrradag, sem ég kom með hana heim nýfædda að spítalanum?

Þetta lag með Abba poppar alltaf upp í huga mínum, þegar stelpurnar byrja í skóla og finnst mér það nokkuð lýsandi fyrir hvernig mér líður þessa dagana. Verst leið mér samt þegar Margrét byrjaði í fyrsta bekk, enda fyrsta barnið mitt, svo verður maður meira sjóaður í þessu öllu saman. Hlustið á textann.


Stærðfræðisnillingur

Ég hef aldrei verið góð í stærðfræði, eða bara reikningi, eða hvað sem þetta töludót kallast. Hef þó lært að deila með 4, svona yfirleitt. Varð einginlega að læra það, ég prjóna nefnilega svo mikið og þá er eiginlega nauðsýnlegt að geta deilt lykkjurnar á fjóra prjóna.

Þegar ég var í skóla hefði verið auðveldara fyrir mig að læra kínversku heldur en stærðfræði. Svo ég segi nú sjálf frá, þá hef ég alltaf átt auðvelt með að læra mál, lærði ensku, dönsku, þýsku og rússnesku í skólanum í Færeyjum, er samt búin að gleyma rússneskunni, en tala ennþá ensku, dönsku og get gert mig skiljanlega í þýskunni, þyrfti samt að fara í upprifjunar námskeið eða eitthvað svoleiðis. Langar að læra spænsku.

En aftur að stærðfræðinni. Mér gekk sem sagt mjög illa að læra þetta töludót. Um daginn las ég um tölublindni, samanber lesblindni. Ég er alveg viss um að ég sé haldin því. Á mjög háu stigi jafnvel. Í fréttunum eitt kvöldið var talað um að fólk teldist vera eldri borgarar 65 ára. Ég fór að reikna og fékk vægast sagt sjokk. BARA 12 ÁR Í AÐ ÉG VERÐ ELLISMELLUR!!!!!!!!!!!!!! Svo fór ég að reikna betur, hjúkk það eru 22 ár í þetta hjá mér. Mér létti mikið. En svona getur stærðfræðin verið mér erfið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband