26.10.2008 | 17:54
How did your day go yesterday?
First, you had problem getting out of bed
You had a stiff neck
You washed your hair and couldn´t do a thing with it
You felt like you had a hangover and you weren´t even drinking last night
Your new diet really dosen´t seem to be working out
You pulled a muscle when trying to exercise
Your new hat looked better on you at the store
You keep loosing things
Your boss chewed you out at work
You got cought in the rain at lunchtime
Then the lunch you had didn´t seem to agree with you
You feel trapped
Uninvited guests showed up at dinnertime
On top of that you think that you´re coming down with the flu
And finally, you´re alone in the house at night, when you think you hear a noise in the basement
Maybe tomorrow will be better
Perhaps the answer would be that you get rid of that cat.
Fékk þetta sent á mailinu, fannst ekki veita af smá brosi á þessum síðustu og bestu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2008 | 22:11
Grow old with me
John Lennon
Grow old along with me
The best is yet to be
When our time has come
We will be as one
God bless our love
God bless our love
Grow old along with me
Two branches of one tree
Face the setting sun
When the day is done
God bless our love
God bless our love
Spending our lives together
Man and wife together
World without end
World without end
Grow old along with me
Whatever fate decrees
We will see it through
For our love is true
God bless our love
God bless our love
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2008 | 17:33
Helgin
Það er stór dagur hjá okkur á morgun, en þá munum við loksins ganga í það heilaga, enda ekki seinna vænna, Georg hefur heldur betur haft nógan umhugsunartíma, en um áramótin eru 19 ár síðan við byrjuðum saman.
Fyrir einhverjum mánuðum síðan, skrifaði ég á hina síðuna mína, að ef ég myndi nú einhverntímann giftast, yrði ákveðið lag spilað í brúðkaupinu mínu og hef ég fengið Helga og Sævar til að sjá um þann hluta. Vonandi getur orðið af þessu, en Sævar var ekki viss um að hann gæti sungið þetta lag, það kemur bara í ljós, en vonandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2008 | 11:14
Skyldi hún ná því?
Ég held ekki að ég nái að klára jakkann fyrir fimmtudaginn. Er búin með bakstykkið og hálfnuð með vinstri framstykki, svo er hægra framstykki og ermarnar eftir. Reyndar er ég yfirleitt mjög fljót með ermar, svo við sjáum til. Annars tek ég þetta bara með mér upp í sumarbústað og klára það þar.
Mig hlakkar til að labba Laugarveginn og kíkja inn í garnbúðir. Það er ekkert rosalega mikið úrval af garni hérna í eyjum. Í sumar fór ég inn í garnverslun á Laugarveginum, man ekkert hvað hún heitir, þar var mikið af spennandi garni, ætla að reyna að finna hana aftur. Svo ætla ég líka að kíkja inn í Storkinn, ég veit að þar er mikið af spennandi garni. Og þar sem við verðum í Hveragerði, þá er alveg upplagt að kíkja inn í nýju búðina þar. Ég las um hana í einhverju blaði í sumar, líklega Fréttablaðinu. Vonandi að ég eigi eitthvað af peningum inni hjá Gallerýinu.
Annars er ég heima í dag. Ágústa er búin að vera með upp og niður pest, ákvað að senda hana ekki í skóla í morgun, hún er ekkert búin að borða í tvo daga. Svo getur maður spurt sig, afhverju hangir þú í tölvunni, í staðin fyrir að sitja með prjónana? Best að drífa sig að gera eitthvað gagnlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.9.2008 | 14:43
Er ég kannski klikkuð?
Ég er farin að hallast að því. Í gær byrjaði ég að prjóna jakka á sjálfa mig, sem ég ætla að reyna að vera búin með á miðvikudaginn, en ég fer upp á land á fimmtudag og langar að vera í jakkanum. Jakkinn er prjónaður frá hlið, fram og til baka garðaprjón. Uppskriftin er inni á garnstudio, nr. 110-1. Sjáum til hvort þetta tekst hjá mér.
Annars fór ég með allt frá síðustu færslu niður í Gallerý á miðvikudaginn og þá kom Vicky með þá hugmynd, að næsti gluggi verði bara með barnafötum, ætli ég verði ekki að halda áfram að klára það sem ég er byrjuð á. Það er af nógu að taka. Ég verða að fara að hætt þessu, þið vitið, að byrja á einhverju en henda því svo til hliðar þegar ég er búin að fá leiði á því. Þetta er rosalega leiðinlegur galli við mig og ég veit vel af honum. En samt, yfirleitt klára ég það sem ég er byrjuð á, einhvern tímann. Núna er ég með tvennt í takinu, fyrrnefndan jakka og trefil úr loðbandi sem ég ætla að gefa í jólagjöf, ekki alveg ákveðið hver fær. Jakkinn er það sem ég kalla sjónvarpsprjón, það er svo einfalt að maður getur nánast slökkt á heilanum á meðan verið er að prjóna. Trefillinn er hinsvegar allur í gataprjóni og þá þarf ég að telja hverja einustu umferð, það er eitthvað sem ég prjóna þegar ég er ekki að horfa á sjónvarpið.
Já, við förum sem sagt upp á land með seinni ferð á fimmtudag og verðum í sumarbústað í Ölfusum, vonandi verður ekki jarðskjálfti rétt á meðan. Ætlunin er svo að fara heim aftur með seinn ferð á mánudag, þegar ég er búin að taka á móti Sunnu sys, sem kemur með vélinni frá Færeyjum. Okkur hlakkar öllum rosalega til að fá hana í heimsókn.
Já, ég gleymdi, ég er líka að vinna að verkefni fyrir vinkonu mína, sem ætlar að gefa út prjónabók/blað. Mér finnst það mikill heiður að fá að prjóna fyrir svona bók. Henni hlýtur að finnast eitthvað varið í prjónið mitt, fyrst hún biður mig um að prjóna fyrir sig.
Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 18:40
Sitt lítið af hverju
Mér fannst ég ekki hafa prjónað neitt svakalega mikið síðustu vikuna, en það eru nú samt fjórar húfur tilbúnar. Svo tók ég mig til og kláraði helling, sem er bara búið að liggja og bíða eftir að verða klárað. Þurfti bara að festa enda og svoleiðis smotterí.
Þessar tvær prjónaði ég í síðustu viku
og líka þessar tvær
Þetta sett er búið að vera tilbúið í einhvern tíma, það var eitthvað erfitt að koma sér í það að þvo það.
Þessir eru úr bókinni sem ég nefndi í fyrri færslu
Það er laaaaangt síðan ég prjónaði þetta
Sama má segja um þetta
og líka þetta
eins með þetta
og líka þessa
Sníkti uppskrift af þessum frá einni blog vinkonu minni, en breytti henni aðeins (vonandi verður þú ekki fúl, Sigrún).
Þetta verður allt til sölu í Gallerý Heimalist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.9.2008 | 19:42
Helgarverkefni
Helgarverkefnið mitt að þessu sinni var að prjóna mér sjal. Ég fann uppskrift í Prjónablaðinu Ýr nr. 34 sem mér leist vel á, en ákvað að hafa aðra liti, þar sem sjalið í blaðinu var bleikt. Ég valdi að hafa það grátt, þá passar það við kápuna mína. Ég byrjaði að prjóna það seint í gærkvöldi og kláraði það í dag. Það er prjónað á prjóna nr. 8 (átti reyndar að vera prjónar nr. 10, en þar sem ég á ekki svo grófa prjóna og hafði ekki þolinmæði að bíða fram á mánudag að kaupa þá, þá notaðist ég bara við fínni prjóna).
Það er þrenns konar garn í því, Chili, Kitten mohair og Smart. Átti reyndar að vera Mandarin Classic, en það er ekki til hérna í eyjum.
Hérna er nærmynd af því. Það er ótrúlegt mjúkt og svo auðvelt, allir ættu að geta ráðið við að prjóna það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.9.2008 | 17:08
Hello kitty á Íslensku
Ég var beðin um uppskriftina af húfunni á Íslensku. Ég breytti henni aðeins. Í upprunalegu uppskriftinni er húfan prjónuð fram og til baka, en ég prjónaði hana í hring og eins með eyrun, þar átti að prjóna 4 hluta og sauma saman, en ég prjónaði eyrun í hring, svo ég slepp við að sauma allt saman.
Garn sem passar fyrir prjóna nr. 5, ég notaði tvöfalt bómullargarn. Afgangar af bleiku, svörtu og gulu.
Stuttur hringprjónn nr. 5.
Sokkaprjónar nr.5
Fitjið 76 lykkjur upp á hringprjón nr. 5 og prjónið 6 umf. stroff, 1l sl., 1l br, aukið síðan um 1 lykkju. Prjónið nú slétt ca. 10 cm. Byrjið nú úrtöku þannig *9sl, 2 saman* allan prjóninn. Prj. 1 umf. slétt, síðan *8 sl, 2 saman* allan prjóninn. Takið þannig úr með einni lykkju minni á milli og ein umf. sl. þar til búið er að prjóna *1 sl, 2 saman* Prjónið 1 umf. slétt, síðan 2 og 2 saman út umferðina. Slítið garnið og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
Eyru: Fitjið upp 20 l. á sokkaprjóna nr. 5.
Prjóna 6 umf. slétt
Úrtaka:*2l sl. saman, 6 sl. 2l sl. saman* út umferðina.
3 umf. slétt
*2l sl. saman, 4 sl. 2 sl. saman* út umferðina.
1 umf. slétt
*2l sl. saman, 2 sl, 2 sl. saman* út umferðina.
1 umf. slétt
*2l sl. saman* út umferðina.
Slítið bandið og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Saumið eyrun á húfuna.
Prjónið hitt eyrað eins.
Slaufan er prjónuð í tveimur hlutum.
Slaufa:
Fitjið upp 18 l. og prjónið garðaprjón ca. 5 cm. fellið af.
Fitjið upp 9 l. og prjónið garðaprjón 8 umferðir. Fellið af.
Festið minna stykkið um miðjuna á stærra stykkinu, svo úr verði slaufa og saumið fasta við vinstri eyra.
Saumið augu og veiðihár með svörtu garni og nef með gulu garni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 20:48
Klukkuð
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Fiskvinnsla
Skrifstofutæknir
Bréfberi
Afgreiðsla í handavinnuverslun
Fjórar kvikmyndir sem ég held upp:
Far and away með Nicole Kidman og Tom Cruise
Ghost með Patric Swayze og Demi Moore
Interwiew with a wampire
Grease
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Fuglafjörður, Færeyjar
Tórshavn, Færeyjar
Vestmannaeyjar
Hef ekki erft flökku genið sem sum systkini mín eru með og hef ekkert verið að flakka mikið
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Grey´s anatomy
House
CSI
Little Britain
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Canarí
Tenerife
Danmörk
Seyðisfjörður
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Glæný línuýsa, soðin með kartöflum o.fl.
Lambahryggur með öllu
Skerpikjöt og ræstkjöt
Skyr.is drykkur
Fjórar bækur sem ég les oft:
Katrina eftir Margit Sandemo
Stóra garðabókin
Prjónablöð
Færeyskar bækur
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Færeyjum hjá Sunnu
Í Köben hjá Súsönnu
Á Tenerife með kallinum
Uppi í sófa með prjónana
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka:
Alvilda
Bergur frændi
Eydísi
Margréti prinsessuna mína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar