Margrét, þetta er handa þér

Lundaslútt 027

Mamma, þú þarft að koma heim og kenna mér á þetta

Brúðkaup o.a 080

Langar þig ekki að kúra hjá okkur?

Brúðkaup o.a 079

Hvar er mamma?

Jólahlaðborð o.a 053

Þú verður að koma og bjarga mér frá þessu ruglaða liði


Rottan sem breyttist í snjótittling

Þegar við hjónin komum heim eftir ýmsar útréttingar í gær, beið okkar bréf á borðinu.

Mamma

Blíða kom með rottu, annaðhvort lifandi eða dauð. Hún fór með hana upp, ég verð heima hjá Önnu Marý

Kveðja Sunna

"Sjitt" hugsaði ég. Georg fór upp að leita og fann Blíðu inni í rúminu mínu.Ekki í sjálfu rúminu, heldur hafði losnað klæði, sem er undir rúminu og þar hafði kisa komið sér fyrir. Við tókum dýnurnar úr rúminu og reistum það upp eftir enda, þá datt Blíða út og heill hellingur af fjöðrum með henni. "Hjukket, gott að þetta var þá ekki rotta, þetta er þó skárri" sagði ég og var Georg mér sammála. Þrátt fyrir mikla leit (ég veit það af reynslunni, að kisur borða ekki hausana á fuglunum) þá hef ég ekki fundið hausinn ennþá, vonandi varð hann eftir úti. Allavega er vel ryksugað hérna upp hjá mér núna.

Jólahlaðborð o.a 050

Tók þessa mynd af Blíðu og Tomma áðan, það er nú ekki oft, sem samkomulagið er svona gott.

Jólahlaðborð o.a 047

Upp úr klukkan þrjú í dag byrjaði að snjóa stórum, fallegur flygsum og snjóar ennþá.


Jólagjöfin hans

LinubraekurNýjasta jólagjöfin í ár!
Lopinn  stendur alltaf fyrir sínu  - það þarf ekkert annað- er það?

Upp með prjónana.
Ný uppskrift af strákabuxum úr íslenskum lopa frá Ístex.
Svo er hægt að setja tölu á endann svo hægt sé að hneppa frá.....

 


Ætlar hún að bakka á hann?

Hún bakkar á hann.

Hún bakkaði á hann.

Þetta var það sem ég hugsaði í morgun, þegar ég sat í bílnum mínum við Hamarsskóla. Ég hafði keyrt Ágústu í skólann og var á leið í vinnuna, en brekkan frá Foldahrauninu var svo sleip, að ég komst ekki upp hana og varð að bakka niður aftur. Þá kom annar bíll og gerði tilraun til að komast upp þessa sömu brekku, en varð að hætta við og bakkaði niður aftur og beint á kyrrstæðan bíl sem þarna var. Konu greyið fór úr bílnum og hringdi eitthvað, en þar sem ég var orðin of sein í vinnuna, þá gerði ég aðra tilraun, en varð frá að víkja og ákvað að leggja bara bílnum og labba í vinnuna.

Ég varð að sjálfsögðu allt of sein og náði ekki í bílinn minn fyrr en um þrjú leytið, þegar Georg var kominn í land og gat verið mér innan handar, ef á þyrfti að halda, en sem betur fer var mesti klakinn bráðnaður, þannig að ég komst af stað hjálparlaust.

En ég fékk frábæran labbitúr út úr þessu í morgun.


Afmæli

Yndislega dóttir mín er 18 ára í dag. Mikill áfangi í hennar lífi, nú getur mamma ekki bannað henni að fá sér tattó eða lokk í tunguna lengur. Ertu búin að panta tíma Margrét mín?

7-Ég

Mig vantar nýrri mynd af henni, drífðu þig heim til mömmu, dúllan mín. Sakna þín mestast.

Njóttu dagsins ástin mín.


Letimorgunn

Það er fljótt að breytast. Í dag er engin vinna vegna hráefnisskorts, ég veit ekki með morgundaginn. Ég ætlaði að vera voða dugleg í dag, en svo fórum við Blíða að horfa á Dr. Phil og síðan á Oprah í morgun og lögðumst aaaaaðeins í sófann.........

prjón 019

..............okkur leið svo vel þarna saman að næsta sem ég vissi af mér var klukkan að verða 11. Ég er ekki búin að prjóna eina einustu lykkju í allan dag og ég sem ætlaði að prjóna alveg helling. Nú jæja, ég klára þetta einhvern tímann.Ég er með svo mörg verkefni á prjónunum núna, að ég er farin að segja nei við fólk, þegar það er að biðja mig að prjóna fyrir sig. Það er verkefnið fyrir hana Björgu, sem ætlar að gefa út prjónabók, en sem betur fer liggur ekki á því, kjóll fyrir hana Telmu frænku og jakkeysu fyrir Íd, samstarfskonu mína. Svo var meiningin að prjóna einhverjar jólagjafir líka. Ofan á þetta allt á ég svo eftir að búa til jólakortin. Er búin með þrjú kort, þá eru ca. 20 eftir.Það gæti farið svo að einhver fær ekki heimatilbúið kort í ár, en það þýðir samt ekki að mér þyki eitthvað minna vænt um viðkomandi aðila, bara tímaleysi.

1161382095-1160262471377_b

Ég vona bara að ég geyspi ekki golunni yfir þessu öllu.


Annar kjóll

Hér kemur svo enn einn kjóllinn sem ég er búin að prjóna. Þessi er á hana Sunnu Mjöll, garnið er það sama og í hinum tveimur og uppskriftin er úr nýjasta lopablaðinu. Reyndar þurfti ég að minnka uppskriftina niður í xs. Kjóllinn í blaðinu er með ermum, en ég sleppti þeim og er ég bara nokkuð ánægð með útkomuna. Sunna Mjöll er allavega alsæl.

prjón 007


Mikil vinna

Það er ekki hægt að segja að það sé nein kreppa í Godthaab í Nöf þessa dagana. Það hefur nánast ríkt vertíðarstemning hjá okkur í vinnunni. Yfirvinna á hverjum degi, en á þessu árstíma vinn ég venjulega bara til 13 og oft frí 1-2 daga í viku vegna hráefnisskorts, en svo er ekki þessa dagana. Allt fullt af fiski og þær sem mögulega geta eru beðnar um að vinna lengur. Það er vinna í dag og ætlaði ég að mæta, en svo vaknaði ein lítil stelpa í nótt og bað um æludall. Ég spratt niður, náði í dall og handklæði, svo á fullu upp aftur og kom væn gusa beint ofaní dallinn. Ég fór því ekki í vinnu. Sunna átti að passa, en mér fannst ekki bjóðandi 11 ára stelpu að passa veika systir sína og jafnvel að þurfa að þurrka upp ælu.

Þegar ég svo vaknaði aftur einhvern tímann í morgun og leit út var fyrsta hugsunin mín:"Nú er það svart maður, allt orðið hvítt." Já, vetur konungur minnti okkur eyjamenn á nærveru sína, en í staðinn fyrir að láta það fara í taugarnar á mér og eyðileggja daginn, ákvað ég að njóta fegurðina í þessu öllu hvíta og með gleði í hjarta hélt ég inn í daginn, lokaði allar kisur inni og fóðraði fuglana.


Fiskinn minn, nammi nammi nammi namm

Tommi veit ekkert betri en að fá glænýja ýsu að borða, helst hráa. Þegar Georg kemur heim af sjónum með fisk, er Tómas mættur um leið, svo situr hann og gónir á vaskinn þar sem fiskurinn er. Ég náði nokkrum myndum af honum að næla sér í bita.

prjón 005

Ummmmm góð lykt. Það er örugglega biti á borðinu handa mér

prjón 009

Jú, mikið rétt, þarna er girnilegur biti

prjón 013

Ekki stríða mér, ég á þetta

prjón 011

Yesssss ég nældi mér í bita

prjón 006

Nammi namm, góður biti

prjón 007

Blíða situr stillt og prúð og bíður, en hún er ekki eins saklaus og virðist vera, ef ég fer frá borðinu er hún mætt upp á borð að stela sér flak

prjón 014

Svo er gott að leggjast á meltuna eftir svona máltíð

 


Smá prjónablogg

Það er nú orðið ansi langt síðan ég bloggaði eitthvað um það sem ég er að prjóna, en þar inn í kemur auðvitað giftingin. Ég er nú samt ekki búin að liggja í leti hvað prjónið varðar, síður en svo. Kápan er löngu búin og tekin í notkun og er ég bara nokkuð ánægð með hana, nema að mér finnst hnappagötin aðeins of neðarlega, en ég er að spá í að sauma bara stórar semllur ofar, þannig að hún lokast ekki bara niðri á miðjum maga, frekar kallt. Svo er ég búin að prjóna tvo stelpukjóla úr nýjasta lopablaðinu, nema að ég prjónaði þá ekki úr "stingugarni" annars verða þeir ekki notaðir.

prjón 004

Ágústa fékk að, sjálfsögðu bleikan kjól. Garnið er keypt í Hagkaupum, stórar 400 gr dokkur, sem kosta 1640 kr. Úr svona dokku fæ ég tvo kjóla.

prjón 015

Lítil frænka mín fær þennan í afmælisgjöf. Garnið er það sama.

prjón 016

Þetta er svo kápan góða. Hún er prjónuð úr tvöföldum plötulopa, uppskriftina fékk ég á www.garnstudio.com.

prjón 018

Kraginn aftaná.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband