Síðustu dagar............

...................hafa gengið alveg frábærlega vel. Nammipúkinn er farinn, hann gafst upp fyrir þrjóskunni í mér. Hann fór á öxlina á kallinum, heheheheDevil

Hef verið að prófa uppskriftirnar hjá DDV. Vigta allt samviskulega. Þetta er ekkert smá gott. Í gær var ég með ofnbakaða appelsínukjúklingabringu og "franskar". Kartöflurnar voru skrallaðar og skornar í báta, hellt pínu-smá af olíu yfir, kryddaðar með salti, pipar og paprikudufti, svo var auðvitað fullt af grænmeti með, ekkert smá gott. Það er bara einn galli, uppskriftirnar eru æt,aðar fyrir einn, en skammtarnri eru svo stórir, að ég torga þetta varla, stend bókstaflega á blístri.

Í kvöld var fiskur, veiddur á Blíðu auðvitað. Ég sauð mitt í smá vatni og fiskitening, hef aldrei prófað það áður, það var rosalga gott. Svo voru kartöflur, soðnar gulrætur og gúrka með, nammmmm........ og ég er aftur að springa.

Í gær langaði mig í eitthvað gott. Fann uppskrift í danska hlutanum mínum. Það var eplakaka. Eitt epli rifið og kanill sett yfir. Síðan var ein ristuð brauðsneið mulin í rasp, smá létt majónes, sætuefni og möndludropar blandað saman og sett yfir eplið. Inn í ofn í 20 mín. Með þessu var svo hrein jógurt, með smá vanillu, nammmmmmmmmm. Ég gat auðvitað ekki borðað þetta allt, þannig að ráðist var á afganginn í dag.

Ég er rosalega ánægð með sjálfa mig. Hélt í alvörunni ekki, að þetta yrði svona auðvelt að breyta til. Auðvitað er ekki farið að reyna á þetta ennþá, það eiga örugglega eftir að koma erfiðir dagar, efast ekki um það. En ég er ákveðin í að standa mig núna og hlakkar til að prófa fleiri uppskriftir.

Þanað til, látið ykkur líða vel og verið góð hvert við annað.


Nammipúki

Nammipúkinn víðfrægi, hefur sitit á öxlinni á mér í nær því allan dag. Hef samt staðið mig, eina óhollustan, sem ég hef látið inn fyrir mínar varir er í dag eru tveir froskar, sem voru að biðja um að verða étnir. Annart hef ég eiginlega bara borðað hollt í dag.

Í kvöld eldaði ég mér innbakað nautahakk með gúrkusalati og tómat. Rosalega gott, ég er gjörsamlega að springa. Svo prófaði ég að baka einhverja jógúrt köku, en hún misheppnaðist, reyni bara aftur.

Það var vinna hjá mér í dag. Það er orðin svo mikill viðburður að maður bloggar um það, það sjaldan sem það er vinna. Allur fiskur var búinn um 12:30. Núna er mæting eftir flaggi. Litla skottan má samt ekki frétta það, því þá vill hún vera heima. Ekki misskilja mig, auðvitað vill ég hafa hana hjá mér, en hún er svo mikil félagsvera, að henni væri farið að leiðast eftir tvo tíma, ein heima hjá mér, þá er betri, að hún fari bara á leikskóann.

Núna er ég að baka frægu bollurnar mínar. Fyrst að ég var búin að kveikja á bakaraofninum, ákvað ég bara að dekra aðeins við fólkið mitt og baka bollur. Gelgjan bíður óþreyjufull eftir að þær verði tilbúnar, sem er örugglega bara núna, þannig að............bæ, og heyrumst, sjáumst og allt það.


Ekki aftur snúið

Nú verður ekki aftur snúið. Ég verð að standa við gjörðir mínar, hvernig sem fer.

Málið er það, að ég er búin að skrá mig í fjarkennslu hjá Vigtarráðgjöfunum. 10 vikna námskeið og kostar það, með öllu. 15,000 spírur. Fyrir svona mikinn pening verður maður að standa sig.

Núna bíð ég bara efir að bréf/pakki detti inn um bréfalúguna hjá mér. Það fylgir nefnilega bók með uppskriftum með. Ég verð í sambandi við ráðgjafa, sem mun þá væntanlega leiða mig gegnum þetta allt.

Svo að ég standi við þetta, ætla ég að leyfa ykkur, kæra fjölskylda og vinir, að fylgjast með mér hérna. Veit ekki, hvort ég komi með blogg daglega, það kemur bara í ljós.

Ástæðan fyrir að ég skráði mig, er sú, að ég reiknaði BMI-ið hjá mér. Uha og skræk. Það var yfir 37, sem þýðir hættuleg yfirvigt, með yfirvofandi sjúkdómum sem fylgja of mikilli fitu. Ég fékk vægt áfall.

Ég hef altaf talið mér trú um, að þetta væri nú ekki svo slæmt. Konan í hinu húsinu, eða þessi sem ég mætti úti á götu um daginn, er miklu feitari en ég. Sjálfsblekking. það er alveg með ólíkindum, hvað maður getur logið fyrir sjálfum sér, og það sem verra er, maður trúir þessu. Ég get engum öðrum kennt um nema sjálfri mér, og þessvegna verð ég líka at taka afleiðingunum af margra ára ofneystlu af mað, sérstaklega sætindum og bakkelsi.

Um daginn var ég með steiktan fisk, eitt af mínu uppáhaldi, með mikilli fitu yfir. Ég var alt kvöldið með þvílíka magapínu, hrikalegt. Þá ákvað ég, að nú væri ég hætt að borða steiktan fisk, sama hvað mér finnst hann góður.

Ég hef í mörg ár safnað uppskriftum frá DDV úr dönsku blöðunum, svo keypti ég Vikuna um daginn, þannig að ég ætti að vera vel stödd með uppskriftir, en þar sem ég er eiginlega hætt að kaupa dönsku blöðin, mátt þú, Sunna systir, alveg safna þessu fyrir mig, ef þú nennir.

Ég hélt upp á þessa ákvörðun, ekki með súkkulaðistykki eða sérbökuðu, með því að fara rúmar 30 mín á hlaupabrettið. Síðan var stigið á vigtina, hún sýndi 88 kg. Markmiðið er að ná niður í 70 kg fyrir jól.

Nú er bara að finna fram gömlu góðu þrjóskuna, bretta upp ermar og taka þetta af krafti.


Suðurlandsskjálfti

Það gerist ekki oft að ég reiðist, en það gerðist áðan. Ástæðan? Ill meðferð á lundapysju. Dýranýðsla getur gert mig alveg brjálaða. Dýranýðsla, barnanýðsla og óréttlæti. Þetta þrennt getur gert það að verkum, að þessi litla kona springur svo um munar. Ég er viss um að skjálftinn hafi fundist alveg í borg óttans.

En kæru vinir, þið þurfið ekki að óttast. Miðað við að ég spring á svona 10 ára fresti, þá gerist þetta ekki aftur fyrr en árið 2017. Þíð ættuð því að vera alveg óhult næstu tíu árin eða svo, nema ég verði vitni að einhverju svipaðu aftur, þá er ekki gott að vera fyrir.

Ekki veit ég, afhverju ég sprakk svona algjörlega, eins og ég gerði. Ég óð út eins og brjálað naut og reynda að ná pysjuni af krakkanum, en það gekk ekki. Ég rótaði í jörðinni, svo moldarflög fuku um allt, augun voru rauð og reykur kom út um nef og eyru. Ég verð hálf hrædd við sjálfa mig, þegar ég reiðist svona, hef enga stjórn á sjálfri mér, en sem betur fer varð enginn fyrir. Krakkagreyin hlupu eins og hræddir kjúklingar í allar áttir, sumir heim að klaga í mömmu og pabba. Sama var mér.

Þegar mesta reiðin var runnin af mér, fór ég með stelpurnar að sleppa pysjunum sem við vorum með. Það var svo mikið brim í Klaufinni, þannig að við fórum í Brimurð.

Á leiðinni heim aftur, sá ég að það var fjöldi bíla, mótórhjóla og fólks til móts við Lyngfell. Hefur orðið umferðarslys? hugsaði ég, en þegar ég kom nær, sá ég að þar vour saman komnir Drullusokkarnir að leika sér með mótórhjólin sín. Stóru strákarnir að leika sér. Karlmenn verða aldrei annað en stór smábörn, hugsaði ég með mér.

 


Pysja á kóki og önnur slösuð

"Það mætti halda, að pysjan sé á kóki eða eitthvað, hún er ennþá að" sagði Georg við mig í morgunn. Hann fann pysju í fiskikari í gær, þegar hann var að landa. Auðvitað kom hann með hana heim í kassa. Hún er búin að vera að hamast við að komast úr kassanum, síðan hann kom með hana. Ekki smá kraftur í minni. Hún á örugglega eftir að spjara sig, þessi.

Verra er ástandið á hinni pysjunni, sem miðlungurinn kom með heim í gær. Hún var blóðug á bringunni, og þegar betur var að gáð, var híun með brotinn gogg, sár á fæti og olíublaut. Ekki miklar líkur að hún lifi af á sjónum, en þó, aldrei að vita. Ætli fólkið á fiskasafninu taki hana í fóstur? Eitt skiptipð fórum við á fiskasafnið, þá voru þeir með þrjár pysjur í fóstri. Rosalega var gaman að fylgjast með þeim synda í kafi í búrunum. Svo var þeim sleppt um vorið, minnir mig.

Fyrir nokkrum árum vorum við að sleppa pysjum með eldri krökkunum. Gekk rosalega vel, en þegar ein pysjan var við það að fara að setjast á sjóinn, kom skúmur og tók hana á flugi. Sem betur fer sá dóttirin það ekki, en rosalega var ég spæld. Til hvers að bjarga pysjunum, ef þær enduðu svo sem fæði fyrir ránfuglana. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta. En stendur ekki einhverstaðar, hver af öðrum lifa má.

 

 


Nýjar myndir

Var að hlaða inn myndir á heimasíðurnar hjá stelpunum á barnalandi.

Per fór til Havnar



Er þetta rétt?

Í vikunni sem er að líða, var ég í vinnu á mánudag, engin vinna á þriðjudag, á miðvikudag vorum við nokkrar, sem vorum ræstar út og var vinna til 12. A fimmtudag var engin vinna, en svo mættu allir á föstudag. Núna er mæting eftir flaggi.

Á fimmtudag var ég stödd niðri á bryggju. Þar voru skip í löndun. Þegar ég fór að fylgjast betur með, tók ég eftir því, að fiskurinn var ekki keyrður á fiskmarkaðinn eða settur upp í vörubíla, sem svo keyrði honum í frystihúsin, heldur voru körin keyrð í gáma. Þar fór fiskurinn, sem við hefðum getað verið að vinna, hugsaði ég.

Getur það verið réttlætanlegt, að vinna liggur niðri í frystihúsunum vegna hráefnisskorts, þegar heilu gámarnir eru sendir úr landi? Ekki finnst mér það. Mér finnst að frystihúsin hérna heima ættu að geta boðið í fiskinn, áður en hann er sendur út. Auðvitað vilja útgerðirnar fá sem mest fyrir hráefnið, ég skil það alveg, enda erum við með trilluútgerð, en að útiloka heimamenn svona algjörlega, finnst mér með engu móti réttlætanlegt.

Ok, ég er fastráðin og fæ kaup, þó að ég sitji heima, en hvað með lausráðna fólkið? Á hverju eiga þau að lifa, þegar vinnan liggur niðri dag eftir dag? Einhverjir fá atvinnuleysisbætur, en hvernig er það með Pólverjana, sem ég er að vinna með, hafa þeir einhver réttindi? Er einhver sem veit?


Pysjuleit

Fór með litlu skottuna í pysjuleiðangur í gærkvöldi. Miðlungurinn fór með vinum sínum. Litla frænka ætlaði að koma með, en sú stutta gat ekki vakið, var sofnuð í hægindastólnum um níu leitið, þannig að við vorum bara við tvær.

Fyrstu pysjuna fundum við strax á fyrstu mínútunum í portinu við salthús Ísfélagsins. Aðdáunin skein úr augum þeirrar stuttu, þegar mamma náði pysjuni eftir stuttan eltingarleik. Mamma var algjör hetja.

Pysja númer tvö var pysja, sem miðlungurinn lét okkur hafa, þegar við hittum hana ásamt vinunum og pabba þeirra niðri á bryggju. Stuttu seinna fundum við pysju númer þrjú í portinu hjá Vinnslustöðinni.

Einni pysju tíndum við í myrkrinu, ég var næstum búin að ná henni, en svo bara hvarf hún sporlaust, líklega hefur hún náð að fela sig undir grjóti.

Þegar við vorum á leiðinni heim, mættum við einni á röltinu á Miðstræti. Hún var nú ekkert á því að láta ná sér, en sú gamla leynir á sér.

Fimmtu pysjuna kom miðlungurinn svo með heim.

Í morgun var farið að vigta niðri á Náttúrugripasafni. Þá kom í ljós að ein var vængbrotin, þeir tóku hana og sögðust ætla að reyna að lækna hana, ef það tækist ekki, yrði að aflífa hana.

Miðlungurinn fékk að fara með tvær að sleppa, og ég, skottan og litla frænka, sem sofnaði og missti af öllu, kom með. Við fórum suður í Klauf, þar er sandfjara og auðvelt fyrir svona skottur að sleppa. Frænkan þorði ekki, en skottan mín var algjör hetja og sleppti báðum pysjunum.

Allt í allt, góð veiði og skemmtilegar stundir með stelpunum.


Rasskeltur af tannlækni

7 ára gamal flongdur av tannlækna

Ein tannlækni í Danmark revsaði ein lítlan drong, tí hann ikki vildi sita stillur.

 

7 ára gamal flongdur av tannlækna

-Eg eri ógvuliga skelkað, at ein tannlækni finnur uppá at sláa mín drong.

Hesi vóru orðini hjá mammuni, eftir drongurin varð sligin av tannlæknanum. Drongurin, Jacob, fór til tannlækna fyri at fáa eina fylling, men endaði við at verða flongdur.

Mamman sat í bíðirúminum, og brádliga hoyrdi hon róp og skríggj úr tannlæknastovuni. Hon hugsaði ikki víðari um hetta, tí hon helt, at drongurin var í góðum hondum.

-Tá Jacob kom út aftur skalv hann sum eitt bókablað, og var upploystur í gráti. Tá eg spurdi hvat var hent, segði tannlæknin, at hann hevði givið hon ein brest í afturpartin tí hann ikki sat stillur.

Á vegnum heim segði Jacob, at hann hevði ilt í afturpartinum, og tá gjørdu mammn og pápin av, at melda hetta til løgregluna.

Hafið þið heyrt annað eins? Vonandi er óhætt að fara með börnin til tannlæknis hérna á Íslandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband