20.11.2007 | 17:51
Heimsóknin
Vinkona mín kom í heimsókn með barnabarnið sitt og frænda minn um daginn.
Þetta er varla fréttnæmt ef ekki væri fyrir það, að það kom annar aðili með henni. Hann er ca. tveggja ára og heitir Hjörtur. Hjörtur þessi hefur aldrei komið til mín áður, enda köttur.
Hann var bara í góðum gír hérna hjá mér. Fór úr um alt, upp og niður og Blíða var altaf fast í hælunum. Hún hélt að hann væri kominn að heimsækja sig og var alrei nema sem nemur skottlengd frá honum. Hann vildi frekar taka því bara rólega og var ekkert á því að leika við hana.
Hún hafði meira að segja fyrir því að þrífa sig í alla enda og kanta fyrir honum, en hann tók þessu bara rólega. Svo fóru þau út og þegar vinkona mín var að labba heim með Leó Breka, voru þau ennþá saman í brekkunni upp á Faxastíg. Held að Blíða hafi loksins eignast nýjan vin þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2007 | 13:24
Úr öllum áttum
Það er ekki eins og það hafi ekkert verið til að blogga um síðustu daga, alls ekki. Málið er bara það, að litla skottan er orðin algjört tölvunörd og er búin að finna einhvern rosalega skemmtilegan leik.
Við erum búin að setja húsið á sölu. Ætlum að hafa það á sölu í einhverja mánuði, ef það selst ekki, er ætlunin að taka endurbótarlán og gera upp, allavega að klæða og fá nýtt eldhús. Ég vona samt að það seljist, kvíði svolítið fyrir svona framkvæmdum. Svo vantar okkur líka annað herbergi, litla skottan er orðin 5 ára og er ennþá inni hjá okkur. Hún fer í skóla næsta haust, þá verður hún að vera búin að fá sitt eigið herbergi. Það er eitt hús, sem okkur lýst vel á sem er til sölu, ef okkar hús selst og ekki verður búið að selja hitt, getur vel verið að við gerum tilboð í það.
Ég lenti í mínu fyrsta umferðaróhappi (þar sem ég er við stýrið, allavega) á fimmtudaginn. Ég var að koma úr Vöruval, var á Vesturveginum að bíða við gatnamótin við Heiðarveg. Það voru tveir bílar fyrir framan mig. þegar ég ætlaði að keyra af stað, bakkaði bíll út úr bílastæðinu við gömlu bókabúðina (Vesturvegar megin) og bakkaði beint á hornið á bílnum. Já, ég var á honum palla (pallbílnum), svo það sé á hreinu. Georg var uppi á landi með hvíta bílinn að reyna að skipta. Ég þekki ekki manninn, sem keyrði hinn bílinn, hann sagðist ekki búa hérna, en var á bíl foreldra sinna. Við vissum ekkert, hvað við ættum að gera, en hann hringdi svo í lögguna, hann kom eftir einhverjar tvær mínútur og tók skýrslu. Þetta var bara alt í góðu og engin ágreiningur. Það sér svolítið mikið á palla, en ljósin eru í lagi, það kom bara smá rispa á hinn bílinn, sem er jeppi. Ég var á leiðinni að ná í skottuna í fimleika, en varð auðvitað alt of sein, en Helgi náði í hana fyrir mig, enda var hann að ná í sína skottu í fimleika. Við stelpurnar, ég og allar þrjár dæturnar, höfðum ákveðið að nota tækifærið fyrst að Georg var ekki heima og hafa kjúlla í matinn. Hann beið í bílnum, hrár og fölur, á meðan allt þetta gerðist, en góður var hann.
Við vinkonurnar ákváðum fyrr í vikunni að fara út í gærkvöldi og dansa, sem að við og gerðum. Rosalega var gaman. Það eru mörg ár, síðan ég dansaði svona mikið. Þarna var áhöfnin af einhverjum síldarbát, sem var að landa, og rakst ég á mann, sem þekkir Valbjörn. Hann er skipstjóri frá Vopnafirði. Það fer aldrei svo, að maður hitti ekki einhvern sem þekkir hann Valbjörn, það virðast bara allir þekkja hann. Þarna var einn gaur, sem vildi ólmur dansa við okkur/mig. Ég sagði við hann, að ef hann vildi bara skemmta sér og dansa, mætti hann alveg hanga með okkur, en ef hann vildi eitthvað meira, yrði hann að finna sér annan dansfélaga, bara svo það væri á hreinu. Hann sagðist bara vilja skemmta sér og við dönsuðum og dönsuðum. Þegar við fórum svo heim, ég og vinkonan, fór ég auðvitað og kvaddi hann og þakkaði honum fyrir frábært kvöld, þá sagðist hann ekki hafa skemmt sér svona vel lengi, lengi. Sama segi ég. Við röltum svo tvær einar heim.
Ein skemmtileg saga svona í lokin.
Þessar kisur sem hafa ákveðið að búa hjá mér, eru alveg ótrúlegar. Tommi elskar, þegar Georg kemur heim með fisk. Hann er kannski búin að sofa niðri í kjallara allan daginn, en um leið og fiskurinn er komin í hús er hann mættur. Um daginn var ég svo að snyrta nokkrar ýsur, hann og Blíða fá alltaf sinn skammt. Það heyrðist urr og hvæs, láttu þetta vera ég á.......var hann að reyna að segja við Blíðu. Hún bakkaði frá, en svo sá ég hana laumast fyrir horn inn í eldhús og næla sér í bita með einni kló, á meðan Tommi sá ekki til. Það var alveg milljón að fylgjast með þessu. Hann tók ekki eftir neinu, borðaði bara hinn rólegasti, viss um að hann ætti þetta alt saman.
Megið þið eiga góðan sunnudag og viku sem er að byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2007 | 12:54
Hræðilegt
Ekki vissi ég að þessi þjóðsaga væri enn við lýð. Þetta er ekkert annað en ofsóknir gagnvart saklausum greyum, sem hafa ekkert annað til sakana borið en að vera svartir. Við áttum svarta kisu, sem því miður varð fyrir bíl, hún var yndisleg og mikil sorg, þegar þurfti að aflífa hana. Þá var hún búin að fara með flugi upp á Bakka og með bíl á Selfoss, þar sem reynt var að hjálpa henni, en ekki tókst það.
Svona villimennska á ekki að lýðast í dag, ég væri örugglega fremst í flokki, ef ég ætti heima á Ítalíu, enda styrktar aðili Kattholts.
Reynt að bjarga svörtum köttum á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 18:21
Óréttlæti
Ef það er eitthvað sem ég þoli alls ekki, þá er það óréttlæti.
Ég er að vinna með Pólskri stúlku, sem á að eiga sitt fyrsta barn í næsta mánuði. Ég hef verið að undra mig á, afhverju hún er ennþá að vinna, þetta er ekkert auðveld vinna, sérstaklega fyrir ófríska konu. Í dag fékk ég að vita afhverju. Hún er ekki komin með einhverja tryggingu (er ekki alveg með það á hreinu hvaða trygging það er) og ef hún verður ekki komin með hana fyrir fæðingu barnsins, verður hún að borga 500.000 kr fyrir fæðingarhjálp. Ég átti bara ekki til orð. Stelpu greyið kvíðir svo fyrir þessu og er að reyna að vinna sér inn pening fyrir fæðinguna. Er ekki nóg, að hún er fjarri heimahögum, þarf hún líka að vera með peningaáhyggjur? Þegar við fæðum börn, hugsum við ekkert um það, að þurfa kannski að borga fyrir fæðingarhjálpina, þetta þykir bara alveg sjálfsagt, að fara upp á fæðingardeild og fá alla þá hjálp, sem okkur þarfnast.
Við getum alveg eins sagt það bara beint við hana, að hún megi ekki fæða barnið sitt hérna á Íslandi.
Ég næ varla upp í nefið á mér, ég er svo hneyksluð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2007 | 19:19
Kisur og fiskar
Fyrir nokkru fékk Sunna Mjöll gullfiska. Hún safnaði sér sjálf fyrir þeim. Dinna lánaði henni kúlubúr, ég keypti svo skeljasand og mat. Mikið varð hún Blíða ánægð. Hún var alveg viss um að þetta væri bara handa henni. Hún vaktaði búrið. Tommi var ekki eins áhugasamur í fyrstu, en þegar hann sá, hvað Blíða var spennt, ákvað hann að kanna málið betur.
Blíða mjög hugsi á svip, ætli hún sé að spá í að reyna að henda búirnu á gólfið?
Hún virðist vera ákveðin í því að drekka alt vatnið, svo hún nái nú fiskunum.
Tommi mættur að kanna málið.
Einhver áhugi virðist vera. Ef einhver getur ná þeim, þá er það Tommi, hef ekki miklar áhyggjur af henni Blíðu minni, litli kjáninn. En yndisleg gæludýr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2007 | 18:32
Tenerife, framh.
Það voru kafarar niðri að fóðra fiskana. Þetta er að sjálfsögðu gert fyrir ferðamennina.
Fiskarnir mættir í matinn.
Víð fórum niður á 28 metra dýpi. Hér sýnir mælirinn 23,8 metrar, hitinn er 18 gráður, alveg passlegt, og siglingatíminn er 19 mínútur.
Sjálfsmynd af okkur. Er ekki hjónasvipur með okkur?
Björg á leiðinni upp.
Ég
Helga Svandís
Anna.
Þar með líkur þessari ferðafrásögn. Vonandi hafið þið haft gaman af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 14:09
Nýjustu tölur
Ég hef ekkert bloggað um "átakið" hjá mér, sem er í raun lífsstílsbreyting. Það þýðir þó ekki að ég sé hætt, engan veginn. Reyndar bætti ég smá á mig á Tenerife, en það er farið aftur. Þetta gengur hægt, en á meðan ég er að léttast, er ég ánægð. Það hljómar ekki svo mikið, 3,5 kg, en ef ég tek fram málbandið, þá kemur allt annað í ljós. Í dag eru nákvæmlega tveir mánuðir síðan ég tók þessa ákvörðun, en ég mældi ekki sentimetrana fyrr en 21. sept. Síðan hef ég misst 4 cm í mittið, 4 um lendana, læri 4 cm, "mellemgulv" 3,7 cm, brjóst 2 cm, og handleggi 0,5 cm. Ég er bara nokkuð ánægð með þessar tölur. Ef maður gerir svo eins og gert er í auglýsingunum, þá er ég búin að missa 16,2 cm á tveimur mánuðum.
Ég geri þetta á mínum hraða og á mínum forsendum. Fylgi ekki planinu alveg 100%, en þassa mig altaf á að fá grænmetið og ávextina, sem ég á að borða á hverjum degi. Nú er það orðið þannig, að ég get varla hugsað mér að sleppa grænmetinu, ég sem lét grænmetið skemmast í ísskápnum fyrir bara tveimur mánuðum.
En það er liðin tíð, núna fær ekkert grænmeti að verða fljótandi hjá mér.
Mér finnst ég ógeðslega dugleg og klappa sjálfri mér á öxlina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2007 | 12:09
Kalt, kaldari, kaldast
Mér er kalt. Alveg frosin. Litlu fæturnir mínir (skóstærð 36) er ískaldir, fingurnir eins og grílukerti.
Dreymi mig aftur til Tenerife, þar sem sólin skín alla daga og hitinn fer ekki niður fyrir 20 gráður. Ef ég ætti nóg af seðlum, myndi ég bara skjótast þangað í svona eins og viku, eða tvær.
Labbaði niður í Vöruval áðan með norðan rokið beint í fangið. Hélt nú, að ég myndi labba í mig hita, en svo var ekki. Er alveg jafn kalt. Það væri ekkert skárra, þó að ég hefði farið á bílnum, hann er ískaldur og nær ekkert að hitna í svona smá snatti.
Sem betur fer er engin snjór hérna á eyjunni fögru. Ég HATA snjó. Maður er eins og rekald út um alt, dettandi eins og fullur maður. Byrjaði að hata snóinn, þegar ég var í póstinum. Var að vaða snjóinn upp í mitti, bókstaflega, til þess að koma einhverjum auglýsinga bæklingum til fólks, sem henti þeim svo beint fyrir framan mig. Ekki mátti ég þó sleppa því að fara með þessa helv........ bæklinga til fólks, þó svo að ég vissi að þau kærðu sig kollótta um þetta. Nei, ef fólk var ekki búið að koma niður á pósthús, skrifa undir upp á það að þau vildu ekki svoleiðis, varð ég að gjöra svo vel að dröslast með þetta í hvert hús, skipti engu máli, hvort það væri póstur eða ekki í húsin. Þessvegna hætti ég í póstinum, fékk alveg nóg.
En nóg um það.
Það hefur ekki verið vinna hjá mér í tvo daga. Enginn fiskur=engin vinna. Kláruðum rúmlega ellefu á þriðjudaginn. Ekki er komið flagg upp, sem segir að það sé vinna á morgun, en ég býst nú samt við því að það verði, bátarnir koma jú inn í dag. Samt gott að fá svona smá frí. Notaði tækifærið í gær og fór niður í skúr að taka aðeins til. Það endaði með því, að ég fór með sjö svarta poka af fötum í Rauða kross. Ekki amalegt það.
Sunna systir, takk fyrir sendinguna frá þér, nú er bara að fara að prófa eitthvað af þessum uppskriftum, nammmmmm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 13:54
Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga..........
Litla skottan mín er á rosalega skemmtilegum aldri. Hún á altaf svör við öllu.
Í gær var ég að elda bjúgu. Hún spyr mig hvað er í matinn? Bjúgu, segi ég. Ég vill ekki bjúgu, segir hún þá. En þú ert altaf vön að borða bjúgu, segi ég. Mamma, ertu búin að gleyma, segir hún og byrjar að syngja:
Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga...........
Ég gat ekki annað en brosað.
Reyndar slapp hún við að borða bjúgun, þau reyndust nefnilega vera óæt. Ekki veit ég hvað var að, en þegar ég las betur, hvað stóð að umbúðunum, voru þetta folaldabjúgu. Ég hef aldrei borðað folalda- eða hrossabjúgu, en hvort það var ástæðan fyrir vonda bragðinu veit ég ekki. Allavega fór alt í ruslið og elduð varð kakósúpa, skottunni til mikillar ánægju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 12:57
Tenerife 3.-10. okt.
Við Georg fórum til Tenerife með Godthaab í okt. Ferðin var í alla staði frábær, gott veður, reyndar of heitt fyrir mig, allavega á daginn. Á kvöldin og nóttuni var bara fínt, gott að geta verið úti í pilsi og hlírabol og ekki verða kalt, þetta þekkjum við ekki hérna frá Íslandi.
Hótelið sem við vorum á heitir Parque Santiago III, frábært hótel. Af svölunum sáum við yfir sundlaugargarðinn........
...............og niður að ströndinni. Fórum nokkrum sinnum niður á strönd, ég synti meira að segja í sjónum. Sjórinn var frekar kaldur fyrst, en svo vandist maður því og það var bara þægilegt. Við erum samt ekki týpurnar, sem nenna að liggja í sólbaði allan daginn, þannig að við fórum í nokkrar skoðanarferðir. Á meðan við stelpurnar fórum á markað að eyða nokkrum evrum, labbaði Georg að höfninni í Los Christianos. Þar tók hann þessar myndir. Þetta er (að mig minnir) Pétur Pan seglskip.
Hann fór í einhverja skoðunarferð, að skoða höfrunga. Ekki eins og hann hafi aldrei séð höfrunga hér við Ísland, en eins og flestir vita, þá er hann trillusjómaður og mikið af lífi hér við eyjarnar. En hann hafði bara gaman að þesu.Einnig hitti hann sjómenn, sem voru að koma í höfn, ekki virðist aflinn vera mikill, nokkrar rækjur og fleira.
Þessi byggningur var/er rétt við hótelið okkar. Þetta er leikhús/matsölustaður. Okkur langaði að fara á cabaret þarna, en það ver verið að sýna Carmen, en það náðist ekki, því miður. Kannski, ef við förum einhverntímann aftur.Þetta er inngangurinn. Það er ekki svo dýrt að fara á sýningu þarna. Þriggja rétta máltíð, með sýningu og tónleik á meðan borðað er kostar 45 evrur.
Svo fórum við í Animal Park. Þetta týgrisdýr var eitt af því fyrsta, sem við sáum. Ekkert smá flott skepna. Gaman fyrir svona kattarkonu eins og mig að sjá svona stórt kattardýr.
Þessum kisa var heitt í sólinni og var að kæla sig í tjörninni. Hver segir svo, að kettir séu hræddir við vatn?
Þessi ungi var við innganginn. Flottir fuglar.
Sáum líka fuglasýningu sem er kölluð "Birds of prey". Þar voru allskonar ránfuglar. Ernirnir flugu langt upp í himininn. Það var flott að sjá, hvernig þeir svifu niður til aðstorðarmennina. Hérna kláraðist batteríið í myndavélinni.
En við fórum líka í annan dýragarð, sem heitir Loro Park og er "efst" á Tenerife. Georg var lasinn, hann komst ekki með, en við stelpurnar fórum með rútu, vorum í einn og hálfan klukkutíma að keyra þangað.
Þessi górilluapi var svo vænn að stilla sér upp fyrir okkur. Þarna sat hann/hún alveg grafkjurr, meðan við vorum að mynda.
Í Loro Park voru líka mörgæsir, með snjó og öllu. Ég var að spá í að skella mér bara þarna inn með þeim, svona aðeins að kæla mig.
Þar var líka þessi hákarl. Ekki laust við að það færi smá hrollur um mig, að sjá þessa skepnu. Við fórum í gegnum göng, þeir syntu líka fyrir ofan okkur.
Það var líka háhyrninga sýning..........
................höfrunga sýning...........................
...........og selir, sem sýndu listir sínar.
Þessi kisi labbaði beint að mér og horfði á mig, eins og ég væri kvöldmaturinn hans. Þarna á bakvið er einhver fallegasta skepna, sem ég hef séð, svartur pardus.
Þarna var líka hvítt tígrisdýr og venjulegt. Þessi tvö láu í skugganum frá trjánum, enda rosalega heitt.
Nú er komið að hápúnkti ferðarinnar (að mínu mati) en það var ferð með gula kafbátnum. Mig hefur dreymt um að fá að fara svona ferð, síðan ég var lítil stelpa og loksins rættist draumurinn.
Anna rosa spennt með myndavélina.................................................................
Inni í kafbátnum. Ætli hann taki ekki um 40 manns.
Þetta sést kannski ekki svo vel, en þetta er flak af bát, sem sökk í fyrir tveimur árum síðan í einhverju fárviðrinu.
Nú gengur eitthvað illa að senda inn myndir. Kemur meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar