2.1.2008 | 15:19
Afmælisdrengur
Litli frændi minn, hann Leó Breki Tórshamar er eins árs í dag. Hann var fyrsta barnið sem kom í heiminn i eyjum árið 2007.
Til hamingju, krúttið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 13:39
Áramótaannáll
Ég fór með honum Georg mínum í verslunarleiðangur í gær. Hann ætlaði rétt aðeins að skjótast inn á einn stað, ég beið í bílnum, en þetta "rétt aðeins" varð að 20 mínútum. Á þessum tíma gafst mér tækifæri að hugsa tilbaka, hvað hefði gerst á árinu. Þar kom ýmislegt úr skúffum og skápum.
Árið var rétt byrjað, þegar við eignuðumst yndislegan frænda, hann var fyrsta barnið sem fæddist í eyjum á þessu ári.
25. jan. varð ég Íslenskur ríkisborgari. Það tók aðeins um 3 vikur, frá því að ég sótti um, þangað til að það gekk í gegn. Eins gott að fjölmiðlar fái ekki fréttir af þessu, hehe.
Um mánaðamótin jan.-febr. fórum við Georg upp á land, hann var á einhverjum fundarhöldum með FF. Ég veiktist á meðan við vorum þar, og fór heim með flugi. Þetta var aðeins upphafið á veikindum mínum, sem reyndust verða 3 mánaða bras og vesen, nokkrar heimsóknir til læknis, bæði hér í eyjum og uppi á landi. Þetta endaði alt með því, að ég fékk rör í nefið og út í kinnholuna hægra megin, og þurfti að fara daglega í skolum uppi á heilbrigðisstofnun. Einnig greindist ég með vefja- og slitgigt. Vegna allra þessara veikinda, varð ekkert úr vertíðinni hjá mér, ég er ennþá hissa yfir því, að ekkert var sagt við mig í vinnunni.
Sunna systir kom í heimsókn í mars og við fórum á tónleika með Sir Cliff Richard. Frábærir tónleikar.
Veturinn var mjög erfiður, en sumarið var mjög gott. Ég tók mér gott og langt sumarfrí, sem er einn kostur við að vinna í fiski, maður ræður sjálfur fríinu sínu og getur, ef maður á liðlega vinnuveitanda, tekið jafnvel 2-3 mánaða sumarfrí.
Dinna og Esra giftust á brúðkaupsdegi mömmu og pabba, þann 12. mai.
Besta vinkona mín og nafna fór í framboð hjá FF og tryggði flokknum (án vafa) áfram þingmann í suðurkjördæmi. Þessi sama vinkona varð svo fertug í mai og var haldi heljarinnar veisla.
Pysjufjör. Töluvert var um lundapysjur og betra ástand en árið áður. Sunna Mjöll var öflugur björgunarmaður, ekki hef ég neinar tölur yfir, hvað hún bjargaði mörgum pysjum, en það voru nokkrir tugir. Einnig vorum við með tvær pysjur í fóstri, það gekk mjög vel og voru þær slepptar eftir nokkra daga, eftir að hafa fengið að taka nokkra spretti í baðkarinu.
Ég komst ekki upp á Heimaklett á árinu. En það stendur til bóta.
Kettirnir. Dauðsfall og ný kisa. Mesta sorgin (allavega hjá börnunum) var, þegar hún Dimma okkar varð fyrir bíl og varð að aflífa hana. Við höfðum fundið Dimmi sem pínulítinn kettling, inni í vegg í beituskúrnum hjá Georg. Þar voru einnig þrjú látin systkini hennar, en móðirin hafði yfirgefið þau. Einn dag í lok júní 2006 byrjaði Georg að heyra mjálm í veggnum. Eftir ca. 3 daga ákváðum við að fara að kanna málið. Þar sáum við kolsvart andlit horfa skelfingu lostið á okkur. Eftir nokkuð bras tókst okkur að ná þessu litla greyi, hún hefur verið ca. 5-6 vikna gömul. Við fórum með hana heim, stelpurnar urðu strax ástfangnar, sérstaklega Sunna Mjöll. Þetta litla kisugrey rændi svo hjörtum okkar allra, en það merkilegasta af öllu er, að hún varð ekki villt. Ég hringdi í nokkra aðila, sem mikla reynslu hafa af köttum og allir sögðu mér, að það væri vonlaust að gera villikött að heimilisketti, en það reyndist ekki satt í hennar tilviki. Hún varð yndisleg kisa, gæf og kelin og var sorgin mikil, þegar hún slasaðist, var send upp á land með flugvél á dýralæknastöðina á Selfossi, þeir reyndu það sem þeir gátu, en hún var svo illa farin, að best var að aflífa hana. Ekki bætti úr skák, að hún var kettlingafull og hefði átt að gjóta ca. 3-4 vikum seinna.
Sorgin og söknuðurinn eftir Dimmu var svo mikill, að ég ákvað að koma með nýja kisu. Ég vissi, að vinkona mín var með kettlinga, sem voru tilbúnir að fara að heiman og hringdi í hana. Við fórum allar saman að skoða og komum heim með yndislega, gráa og hvíta kisu, sem fékk nafnið Blíða og stendur hún fyllilega undir nafni, svo blíð og góð.
Þjóðhátíðin var, eins og alltaf, frábær og kynslóðirnar skemmtu sér saman.
Síðasta árið hennar Ágústu á leikskóla hófst í ágúst og Sunna Mjöll byrjaði í Hamarsskóla. Í fyrstu var hún ekkert á því að byrja í nýjum skóla, en þegar á leið, líkaði henni vel og hún eignaðist nýjar vinkonur.
Í byrjun okt. fórum við Georg til Tenerife með Godthaab í eina viku. Þetta varð skemmtileg ferð og rættist gamall draumur hjá mér, en það var að fara með kafbát. Myndir úr ferðinni eru neðar á síðunni.
Við skiptum bensíndrekanum út fyrir lítinn, eyðsluminni bíl. Fengum okkur nýlega Toyota Yaris, sem er yfirleitt kallaður litla dúllan.
Haustið var mjög erfitt veðurfarslega, en reynslan er það mikil að það klikkar aldrei róður hjá Georg og það bjargar okkur fjárhagslega, því ekki er ég með háar tekjur.
Jólin eru búin að vera notaleg og leggst nýja árið bara vel í mig. Við verðum að vanda hjá tengdamömmu í kvöld, en líklega förum við annað eftir það.
Ég vil svo enda þessu á að óska ykkur öllum gott nýtt ár, elskurnar mínar. Og þið í Færeyjum, geymið smá bita af ræsta kjötinu handa mér, ég ætla nefnilega að koma í heimsókn í sumar. Er ekki búin að ákveða hvenær, en það verður annaðhvort í kringum Varmakeldu eða eftir Þjóðhátíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.12.2007 | 14:07
Gleðileg jól
Gleðileg jól
Til ykkar allra, vinir, ættingjar, kunningjar og bloggvinir. Engin nefndur, engin gleymdur. Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2007 | 12:20
Fimleikasýning
Fimleikafélagið Rán hélt sína árlegu jólasýningu síðastliðinn sunnudag. Ég var að sjálfsögðu mætt með myndavélina.
Ágústa nýbúin að fara í handahlaup og Guðný komin upp á slána
Maður verður að halda jafnvægi
Frænkurnar saman
Allur hópurinn saman að veifa bless
Hópurinn hennar Ásu Elín sýndi flottan dans.
Þetta var æðislega gaman og flott sýning hjá þeim í Rán og eiga þau hrós skilið fyrir. Núna er skottan komin í jólafrí frá fimlekunum, hún á örugglega eftir að sakna þess að fara á æfingar, en þær byrja aftur 7. jan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2007 | 12:54
Föndurkvöld
Það er mikið föndrað hérna á þessu heimili og oftar en ekki, þá fá stelpurnar að vera með. Eitt kvöldið vorum við að mála á tré.
Stelpurnar innan um alt draslið.
Pósað fyrir myndavélina, þetta er svo gaman.
Það vantar ekki sköpunargleðina.
Einbeitningin skín úr andlitinu.
Þetta er svo mitt verkefni þetta kvöld.
Ágústa með listaverkið. Hjartað er að gráta gleðitárum, sagði hún.
Þetta er afraksturinn hjá Sunnu Mjöll. Flott hjá henni.
Ég náði ekki að klára, en það kemur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.12.2007 | 20:12
Hrekkjavaka
Fyrir nokkru síðan var slegin upp hrekkjavaka fyrir börnin. Þetta tókst mjög vel og veit ég ekki betur en að allir voru ánægðir.
Allir mættu í búning, en það voru einu skilirðin fyrir að fá að taka þátt.
Þarna voru alls kyns verur.
Nornin sá um drykkina
Ágústa var hrædd við þennan
Mæðgurnar mættu og Hildur þurfti ekki að búa til bumbu
Þessi hefðarfrú mætti líka
Sunna var uppvakningur og var tilbúin með búningin mörgum dögum fyrir
Litli tígrin minn var ekki ýkja ógnvænlegur
Leó Breki var bara sætur
Ég var, að sjálfsögðu, kisa
Tveir hippar og einn sem missti andlitið
Nornin blandaði drykk úr drekablóði, froska slími, kóngulóarvefi og öðru gúmmelaði (reyndar var þetta bara Sprite með Ribena safa). Börnin drukku þetta með bestu lyst.
Kisan bakaði blóðköku með grænu hor og slím kremi. Rann ljúflega niður.
Allir borðuðu með bestu lyst.
Það var fjör í Blíðukró og allir fóru ánægðir heim.
Strax var farið að tala um annað svona partý á næsta ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.11.2007 | 16:39
Gubbólfur á morgun
Og ekki hlakkar mig til að fara að veltast með dallinum í tæpa 3 klukkutíma, þ.e.a.s. ef veður verður sæmilegt. Vonandi tekur ferðin ekki 6 klukkutíma, eins og síðasta sunnudag, þegar systir mín og co komu. Skríngilegast finnst mér samt, að farþegarnir voru ekki látnir vita, að það myndi verða svona mikil seinkun. "Bara 10 míntur í viðbót" sagði frænka mín við sjóveiku dætur sínar, en þessar 10 mín. urðu að þrem tímum. Þetta þykir mér léleg þjónusta.
Við, ég og Georg, erum sem sagt að fara upp á land og verðum í sumarbústað. Bara notalegt. "Þú ert nú bara altaf á fokking-festival" sagði ein konan í vinnuni við mig, þegar ég sagðist ekki komast á jólahlaðborðið með þeim, vegna þess að við værum að fara í bústað. Hún er bara öfundsjúk.
Annars erum við líka að fara á jólahlaðborð. Við förum hjá F-listanum og verður það haldið á hótel Hafnarfyrði. Ég á ekkert að fara í, EKKERT. Góða afsökun að kíkja í búðir í bænum.
Ég varð aðeins of fljót á mér að biðja um frí í vinnunni. Fiskurinn kláraðist í dag, hefði getað verið uppi á landi á morgun á kaupi, en ætli samviskan hefði ekki gargað í eyrað á mér. Hugsa það.
Stelpurnar verða hjá ömmu, þeim hlakkar mikið til. Við komum svo aftur á sunnudag, seinni ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.11.2007 | 19:49
Varúð!!!!!
Þessi unga dama er komin með bílpróf. Hún náði þeim merka áfanga í dag. Ber að varast hana, ef sætir strákar eru í sjónmáli.
Til hamingju, dúllan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2007 | 12:34
Falleg sjón
Þegar ég fór að vekja litluna mínu um síðustu helgi, hafði annar aðili verið fyrri til. Þessi sjón mætti mér, þegar ég kom upp í herbergi.
Blíða litla hafði orðið fyrri til að vekja Þyrnirós. Hún hefur örugglega ætlað að leggja sig í mínu rúmi, en vakið skottuna mína við það og verið gripin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2007 | 16:19
Frumburinn minn
Þennan dag, fyrir 17 árum síðan, var ég stödd uppi á sjúkrahúsi, nánar tiltekið á fæðingardeildinni. Ég fór þangað um níu leytið um morguninn og kl. 20:21 fæddist yndislegt stúlkubarn, sem var 50 cm og 3460 gr. Þetta var frumburinn minn, en annað barnið hans Georgs.
Síðan hef ég haft mikla ánægju að fylgjast með þessu stúlkubarni stækka og dafna og í dag er hún yndisleg, falleg ung kona, með framtíðina fyrir sér. Bílprófið er ekki komið í höfn, en það er alt á leiðinni. Hún hefur verið að vinna á vöktum í síldinni og ekki verið mikill tími til að sinna þeim málum, en núna er hún í ökutíma. Þegar þessi tími er búinn, á hún eftir að fara þrisvar í viðbót og svo bara ökuprófið. Mér finnst svolítið skrítið að hugsa til þess, að hún fara bráðum að keyra sjálf.
Til hamingja, elsku dúllan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar