Myndaalbúm

ýmislegt 029

 

 

 

 

 

Jæja systir góð, hér koma myndir af albúminu, sem ég hef verið að dunda mér við að búa til. Þetta er framhlið/bakhlið, skiptir engu máli hvernig það snýr.ýmislegt 030 

 

 

 

 

Hérna er það opið. Þú sérð, að það er eins og harmonika. Albúmið er búið til úr kartoni, 60 cm x 15 cm. Svo mæli ég 10 cm, merki við og brýt, held svona áfram þangað til alt er búið.ýmislegt 031

Þetta er hin hliðin. Blaðsíðurnar eru síðan klæddar með fallegum pappír. Þetta er pappír, sem ég hef prentað út af netinu. ýmislegt 032

 

 

 

 

Myndirnar eru límdar í og skreyttar með ýmsu, sem er til í föndurboxinu. Þú getur vel notað kortaefnið, svo sem horn, kanta og annað. Það er eiginlega bara ýmindunaraflið sem setur mörkin.ýmislegt 034

 

 

 

 Þessar tvær síður eru skreyttar með blómum, sem ég bjó til með "punchi" og festar á með límdoppum. Myndin af Margréti er skreytt með blómunum, sem ég keypti í Garðheimum, þú manst, við löbbuðum í rigningunni í vor þangað. Síðan eru hornin svona horn, sem við notum í kortin.

Vonandi kveikir þetta eitthvað í þér. Ég er að búa til 2-4 svona albúm, ekki öll eins. Þetta ætlum við að gefa t.d. langömmu og -afa í staðin fyrir þennan hefðbundna konfektkassa á jólunum.

Gangi þér vel.


Á uppleið

Ég hef verið á uppleið núna, sem betur fer. Það sem hefur hjálpað mér mikið, er tónlistin. Þegar mér líður illa, leita ég í tónlisina og hún hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hjálpað mér. Það er mismunandi, hvað það er sem hjálpar, en í þetta skiptið var það Freddie Mercury. Hef verið að hlusta á tónlistina þeirra og það er sérstaklega eitt lag, sem ég hef spilað. Set slóðina hérna fyrir neðan.

Það er samt ótrlúlegt, hvað tónlistin getur hjálpað manni. Ef ég kem þreytt heim, er gott að setja eitthvað hresst á, þá er eins og ég fyllist nýrri orku. Ef ég er leið, er best að hlusta á eitthvað, þar sem textinn hefur einhvern boðskap. Stundum er gott að hlusta á eitthvap róandi, eins og panpipe. Stundum kemur klassíkin sterk inn, alt eftir skapi. Hlutir sem ég myndi taka með mér á eyðieyju væru einhverskonar tónlistarspilari, iPod eða MP3 og nóg af batteríum, þá væri ég ánægð.

Hérna er lagið, hlustið sérstaklega vel á textann. Hann er líka að finna á hinni síðuni minni: www.blog.central.is/skaftafell

http://www.youtube.com/watch?v=YOJPvxgkvn8


Frjálslyndar konur

Þið stelpur í Frjálslynda flokknum. Afhverju getið þið ekki svona einu sinni haft þessa fundi um helgi, þannig að ég geti mætt. Hef ekki efni á að taka mér 2-3 daga frí úr vinnuni. Það væri ekkert mál, ef ég væri með einhverja hundraðþúsundkalla á mánuði, tala nú ekki um milljónir, en ég er "bara" verkakona í fiski með 790,75 kr á tímann, vinn 5 tíma á dag. Vikukaupið, með bónus, er ca. 20.000 í peningum, þá er búið að draga lífeyrissjóð, stéttarfélag o.a. af. Borga ekki skatta eins og er, var í tveggja mánaða fríi í sumar og á inni ónýttan persónuafslátt. En svona án gríns, finnst ykkur ekki þetta vera frekar lágt kaup?


Frekar erfitt

Varðandi "bloggið" hérna á undan.

Undanfarna daga, vikur reyndar, hafa mjög svo erfiðar og sárar minningar úr fortíðinni ásótt mig. Ég er ekki að velta mér upp úr einhverju, en alt í einu lystir kannski einhver gömul mynd, sem ég hélt að væri grafin og gleymd, niður í kollinum á mér. Þessar minningar eru allar frá því að ég var barn og unglingur, meðal annars koma blindir, hjálparvana kettlingar við sögu.

Þegar þetta gerist, dett ég niður í algjört þunglyndi í smá stund, stundum langa stund. Eins og ég sagði, þá er ég ekkert að reyna að rifja eitthvað upp, heldur kemur þetta bara eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ég finn, hvernig myrkirð umlykur mig, ég get ekkert gert til að losna.

Þessar minningar eru svo erfiðar, að ég er ekki tilbúin að deila þeim með umheiminum. Fyrir það fyrsta eru þær svo sárar og fyrir það næsta, þá er ég hrædd um að særa mína nánustu. Það getur vel verið að systkini mín geta gert sér í hugarlund, hvað þetta er. Sumu hef ég kannski sagt frá, en margt hefur verið innilokað í yfir 30 ár og það lítur út fyrir, að þær vilji koma upp á yfirborðið núna. Afhverju þetta gerist akkúrat núna, hef ég ekki hugmynd um. Mig langar helst að leggjast undir sæng og breiða hana yfir höfuðið á mér, og aldrei koma aftur. Guði sé lof fyrir börnin og kallin, þau halda mér gangandi, ef ég ætti þau ekki að, veit ég ekki hvað gæti gerst. Mér hefur ekki liðið svona í mörg ár, ekki síðan Robbi bróðir lést. Þá fór ég til læknis og fékk hjálp, var á þunglyndislyfjum í heilt ár, sem hjálpuðu mér, en mig langar ekki að fara aftur á svoleiðis lyf, manni líður eins og vélmenni, algjörlega tilfinningalaus, þá vil ég frekar vera með þessar myndir í kollinum, þær hljóta að fölna einhvern daginn.

Svo er draumur, sem mig hefur dreymt með reglulegu millibili í mörg ár.

Ég er stödd í sundlaug, ég er í kafi. Laugin er full af fólki, aðallega skólafélögum sem lögðu mig í einelti. Ég reyni að komast upp, en kemst ekki, altaf er einhver fyrir mér. Þegar ég er alveg við það að drukna, kemst ég að því að ég get andað í kafi, ef ég bara dreg andann mjög stutt inn. Þá syndi ég áfram í kafi og alt í einu er laugin nánast tóm, bara nokkrir gamlir vinir að synda með mér. Svo vakna ég.


Hjálpaðu mér upp...........

...................mér finnst ég vera að drukna. Frown

Hjartafjall

Mér finnst alveg yndislegt, hvað börn eru einlæg og alt er svo einfalt.

Litla skottan mín var að teikna mynd handa mér um daginn. Á myndinni var fjall og eitthvað sem líktist hjarta var yfir því. Svo virtist hraun renna niður eftir hliðunum. Ég spurði eins og ansi, hvort þetta væri eldfjall? "Nei, þetta er hjartafjall. Það koma hjörtu úr því, sérðu það ekki?" Auðvitað sá ég það, en ímyndunaraflið hjá mér náði ekki að sjá hvað þetta var alt saman einfalt. Auðvitað var þetta hjartafjall. Wink


Pabbi minn

Pabbi minn hefði orðið 86 ára í dag, hefði hann lifað, en hann lést, þegar ég var 11 ára gömul. Ég man vel eftir honum. Hann vara altaf góður við mig, man hvernig hann var altaf vanur að taka mig í fangið og kyssa mig og knúsa. Því miður átti hann líka sínar slæmu hliðar, en hann var drykkjumaður.

 Kvöldið sem hann lést, man ég eftir honum inni í stofu með Willy Feilberg, þar sem þeir voru að syngja Vár við lýggjum vindi. Man að ég hugsaði:"Nú verð ég að horfa vel á hann pabba, ég mun ekki sjá hann aftur." Ég gisti hjá vinkonu minni, vegna þess að mamma var á spítala. Um morguninn, strax og ég vaknaði var fyrsta hugsunin:"Nú er pabbi uppi hjá Guði."

Áður en ég og vinkonan fórum á fætur, var bankað á útidyrnar og vinkonan fór til dyra. Þegar hún kom aftur, var hún náföl. Ein vinkona hafði komið og sagt henni að pabbi minn hefði fundist látinn um morguninn. Þetta var sunnudagur og fólk á leið í kirkju hefði fundið hann, sagði hún. Ég fór bein heim, það voru aðeins 4 hús á milli okkar. Þegar ég kom heim, spurði ég systir mína, hvort það væri satt, að hann væri daínn, hún játti því.

Ég var komin yfir þrítugt, áður en ég vissi, hvað hefði gerst. Hann var líklega á leið heim, þegar hann varð fyrir bíl. Bílstjórinn var drukkinn. Hann fór úr bílnum og dróg pabba út í á, þar sem hann skildi hann eftir á grúfu í ánni. Pabbi var það mikið slasaður, að hann gat sér enga björg veitt og druknaði þarna í ánni. Maðurinn, sem þetta gerði fannst, fékk dóm og fór í fangelsi, en sat aðeins tvö ár.

Þetta er allavega það sem bróðir minn sagði mér fyrir nokkrum árum síðan.

Ég var lengi reið og sár yfir að morðinginn skyldi fá svona mildan dóm. Hefur hvarflað að mér, að ef þetta væri einhver annar, en ekki drykkjumaðurinn með öll börnin, hefði hann fengið miklu strangari dóm. Mér hefur altaf fundist við vera lítilsvirði í augum margra þarna heima í Fuglafirði.

Í mörg ár burðaðist ég með sektartilfinningu. Þegar pabbi tók sín drykkjutörn, óskaði ég þess oft, að hann myndi deyja, þá fengum við frið fyrir brennivíninu. Það var ekki fyrr en ég fór á fund upp í kyrkju, fund um sorg og sorgarviðbrögð, að ég gat talað um þetta, og þá skyldi ég, að ég, lítil stelpa, gat ekki á nokkurn hátt átt sök á dauða hans.

Þó að það séu yfir 30 ár síðan hann lést, þá kemur fyrir að ég sakni hans.


Handverkssýning

Var að koma af fundi í Gallerí Heimalist. Þar kom til tals styrkur, sem handverksfólk getur sótt um. Þessi styrkur er ætlaður til m.a. sýningar. Ákveðið var að sækja um styrk til að halda sýningu í Færeyjum á næsta ári. Auðvitað voru allar til í þetta og vildu koma með. Vonandi gengur þetta. Það verður hringt í Norrænahúsið í Havn á morgun, að athuga, hvenær það væri hentugast að halda svona sýningu. Vonandi kemur þetta til með að ganga upp, þetta er alt saman rosalega spennandi. Þá er bara að koma prjónunum í réttan gír, helst fluggír.

p/s Fyrir þá, sem ekki vita, þá er Havn stytting fyrir Tórshavn, og er venjulega talað um að fara til Havnar.


Lítil senjóríta

Copy of DSC00527Ég stóðst ekki mátið þarna úti á Tenerife og keypti þennan kjól handa litlu skottunni minni. Takið eftir skónum, algjört æði. Rakst á þetta á markaði, sem við vinkonurnar fórum á. Dúkkan er líka keypt þarna úti, hún hreyfir hausinn og hlær, svo talar hún á spænsku. Mér finnst skottan algjört æði í þessum fötum, enda hefur hún varla farið úr þeim, síðan við komum heim.

Frábært frí - hræðilegt heimflug

Þá erum við komin heim aftur úr ferð okkar til Tenerife, sem var meiriháttar. Veðrið var gott, 30 stiga hiti á daginn og 22-24 stiga hiti á kvöldin/nóttuni. Eiginlega var alt of heitt fyrir mig, ég er ekki týpan sem nennir að liggja í sólbaði allan daginn, en það reddaðist.

Við Georg og vinkonur mínar fórum í tvo dýragarða og í kafbátaferð. Kafbáturinn var gulur og auðvitað sungum við Yellow submarine, þegar var lagt af stað. Hef altaf langað að fara í kafbátaferð, og þarna rættist draumurinn. Við sáum reyndar enga hákarla eða hvali, en þarna voru tvö flök af bátum, sem höfðu sokkið í einhverju óveðrinu. Við fórum niður á 26 metra dýpi. Ferðin tók um klukkutíma og á leið upp aftur var Yellow submarine spilað í hátalarakerfinu.

Georg var einn hani með okkur fjórum vinkonunum, það var ekki laust við að hinir hanarnir í hópnum öfunduðu hann.

Heimferðin var ekki eins ánægjuleg. Eftir ca. hálftíma flug byrjaði vélin að hristast og engin smá hristingur. Vélin hentist í allar áttir, ég var alveg viss um, að nú væri þessu öllu lokið. Sumir fóru að gráta, en það eina sem ég gat hugsað um voru stelpurnar mínar. Hver átti að hugsa um þær? Ég sá andlit þeirra fyrir mér. Ekki gat ég hugsað mér að þær yrðu aðskildar. Vélin hoppaði til og frá. Ég beið eftir að við lentum á sjónum, en svo hætti þetta og alt varð rólegt. Flugstjórinn kallaði yfir hátalarakerfið, að við hefðum lent í þrumuveðri við Kanaríeyjar, en nú ætti þetta að vera búið.

Við lentum svo í öllu góðu í Keflavík, en ég fer víst ekki í aðra flugferð á næstunni. Er búin að ákveða, að fara með Norrönu til Færeyja næsta sumar, ekki sjénsinn að ég fari með flugi.

Reyndar hef ég lent í svipuðu í fráflugi frá Færeyjum. Það var fyrir 10 árum síðan, Sunna Mjöll var nokkura mánaða gömul. Vélin hoppaði og hentist til og frá, rýmin fyrir handfarangurinn opnuðust og farangur fór að detta niður. Ég varð að sýna stillingu, enda var ég með þrjú börn með mér, en rosalega varð ég hrædd.

Nú er ég komin með nóg af flugi, í bili, kem með Norrönu næsta sumar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband