1.2.2008 | 14:52
Meira um veðrið í Færeyjum
Skálavík fekk ein ordans umgang í illveðrinum fríggjadagur, 01. februar 2008 14.44 - Innland | |||||
Fékk þessa frétt af www.uf.fo. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 20:57
Brjálað veður í Færeyjum
Veðrið í Færeyjum hefur verið mjög slæmt í dag, svipað og 1988 þegar plantasjan fauk út í Atlantshafið. Ég fékk þessa frétt á www.portal.fo.
Takið av brandstøðini í Gøtu
Har stendur nokk ikki nógv at bjarga, sigur Svenn Olsen, limur í bjargingarliðnum í Gøtu. Teir hava verið noyddir at finna nýggjan kommandosentral RÁS2 SENDIR BEINLEIÐIS
Tað er ódnarveður um alt landið í kvøld. Summa staðni stendur verri til enn aðrastaðni, og eina ringast er støðan í Gøtu.
Bjargingarliðið hevur havt úr at gera, og fyri at tað ikki skal verða lygn, blivu teir av við sjálva bjargingarmiðstøðina, tá takið knappliga fór at flog.
Har var einki at gera, vit máttu bara finna okkum nýggjan kommandosentral, sigur Svenn Olsen, sum er limur í bjargingarliðnum.
Talan er fyri tað mesta um brotnar rútar og rivnar takplátur, men hann kundi eisini siga frá um ein bil, sum tíðliga seinnapartin var fokin út av vegnum, men sum nú næstan var fokin upp á vegin aftur.
Vit royna fyrst at hálpa har, sum fólk er, og í løtuni fáa vit slett ikki sett á bilin, sigur Svenn Olsen, sum annars ræður fólki frá at fara út uttan at tað er umráðandi neyðugt.
Eisini á Politistøðini í Havn hava tey úr at gera. Tað er jú har, boðanarmiðdepilin er, og tað er har, fólk skulu ringja og boða frá skaðum. Jón Klein Olsen sigur, at vegurin Yviri við Strond nú er stongdur av nógva briminum, sum hevur skolað grót niðan á vegin. Og tað dugir varapolitiinspektørur ikki at minnast er hent fyrr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2008 | 20:52
Síðasta kaffiboðið
Ég hélt síðasta kaffiboðið mitt á Skaftafelli í dag. Það var ekkert meiningin að halda neitt sérstaklega upp á þetta, en ég fékk skyndihugdettu og ákvað að hjóla í það. Var stödd niðri í bakaríi í dag, að kaupa köku í tilefni afmælisins, en rak þá augun í frosinn (heitan) brauðrétt, hann kostaði litlar 1890 kr. Fannst mér þetta frekar dýrt, og ákvað að skella bara í einn heitan. Svo bakaði ég pönnukökur og bauð í kaffi, eða, já, reyndar var það te. Ég mun nokkuð örugglega ekki halda afmælisveislu í þessu húsi aftur, þar sem Sunna Mjöll ætlar að bíða með sitt afmæli, þangað til við erum komin í nýja húsið okkar.
Annars sá ég í Fréttum í dag grein, þar sem er kvartað yfir löngum biðtíma eftir viðtali hjá lækni hérna í eyjum, eða viku. Ég hef þurft að bíða í tvær vikur, þannig að mér finnst vika ekkert langur tími miðað við það. Þegar ég var sem veikust í fyrra og þurfti virkilega á lækni að halda, var ég dregin á asnaeyrunum, gat ómögulega fengið tíma sama dag, þurfti fyrst að tala við hjúkrunarfræðing, svo aftur eftir tvo daga og þá loksins komst ég til læknis. Þá var ég búin að vera með hita í viku, þið vitið hvernig þetta endaði hjá mér, en ég endaði með rör í nefinu og daglegri ferð upp á spítala að láta skola úr kinnholunum. Þetta finnst mér alveg óþolandi og finnst mér að eyjamenn ættu að taka sig saman og kvarta til Landlæknis. En þýðir það eitthvað? Ég efast um það. Eins gott að maður sé við góða heilsu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2008 | 11:41
Afmælisbarn dagsins
Miðlungurinn minn, Sunna Mjöll Georgsdóttir er 11 ára í dag. Stór dagur í hennar lífi. Hún ætlar ekki að halda upp á afmælið strax, heldur bíða þangað til við erum komin í nýja húsið. Hún fékk smá pakka í tilefni dagsins, náttbuxur og hettupeysu, en svo fær hún eitthvað í nýja herbergið sitt, þegar þar að kemur.
Hérna er hún með "dóttur" sína, hana Blíðu.
Hún var eitthvað að velta því fyrir sér í gærkvöldi, hvort hún fengi pakka frá okkur í dag, þá heyrðist í litlu skottu:"Þú færð ekki náttbuxur." hahaha, ein sem getur ekki þagað yfir leyndarmáli.
Til hamingju með afmælið, elsku dúllan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.1.2008 | 20:45
Mamma mín
Mamma mín, Jórunn Emilsdóttir Tórshamar fæddist þennan dag árið 1919. Hún hefði sem sagt orðið 89 ára í dag. Hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein þann 18. júli 1997. Ég á margar góðar minningar með henni mömmu, en bestar eru þó minningarnar um kvöldin, sem við sátum saman með prjónana og spjölluðum um alt milli himins og jarðar. Eins þegar ég sem lítil stelpa kúrði uppí hjá henni, stundum las hún fyrir mig, altaf var hún með blað eða bók og var að lesa. Svo vaknaði ég við að hún dottaði og missti blaðið á gólfið. Aldrei viðurkenndi hún þó að hún hefði sofnað. Hún náði að sjá miðlunginn, en hún var aðeins sex mánaða, þegar hún kvaddi þennan heim. Fyrir það er ég þaklát.
Hérna er hún ung og glæsileg. Mig minnir að þetta sé fermingarmyndin af henni. Ef ekki, leiðréttið mig þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2008 | 11:44
Og þá fór að snjóa
Það gerist ekki á hverju ári að allt fer á kaf í snjó hér í eyjum, síðasta vetur var sleðafæri í tvo daga, að mig minnir, en á þriðjudag fór að snjóa og ekki smá mikill snjór. Það fór hreinlega allt á kaf. Vestmannabrautin varð ekki rudd fyrr en á miðvikudag (það mætti halda að maður borgaði ekki skattana sína). Ég hafði vit á því að færa bílinn minn, en bíll vinkonu Margrétar var hérna fyrir utan, og er enn. Ég tók myndir af þeim vinkonunum að reyna að moka bílinn úr snjóskaflinum, en ekki gekk það neitt, hann er þar enn.
Hún (Margrét sko) getur ekki skilið, afhverju ég vill ekki lána henni bílinn minn í þessari hálku. Hún er búin að vera með bílpróf í tæpa tvo mánuði. Ég er viss um að þið skiljið mínar ástæður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2008 | 11:15
Leitinni lokið
Leitinni er lokið, við erum búin að finna hús, gerðum tilboð í það á mánudaginn og fengum já-kvætt svar. Erum alveg í skýjunum. Þegar ég var í póstinum dáðist ég alltaf af þessu húsi, hugsaði oft með mér að ég væri alveg til í að eiga það. Þetta er gamalt, þriggja hæða hús, nýstandsett (nema eldhúsið og baðið) og garðurinn maður, ekkert smá flottur garður. Ég verð að vera dugleg að halda honum við. Ef þið sjáið konu á Kirkjuveginum með rassinn upp í loftið í sumar, er það líklega ég. Ætli það verði ekki eini sólbrenndi hlutinn á mér, rassinn, hehehe.
Við fórum með stelpurnar í gær að leyfa þeim að skoða húsið,(það býr enginn í því núna) þær eru ekkert smá spenntar. Sunna Mjöll er nú þegar byrjuð að pakka niður, pakkaði í þrjá kassa í gær. Ágústa fær loksins sitt eigið herbergi, hún skipulagði það í gær, hvar hlutirnir eiga að vera. Helgi var staddur hérna fyrir utan þegar við vorum að fara og kom með, hann var grænn af öfund, jafn grænn og eldhúsinnréttingin. Okkur hlakkar rosalega til að flytja. Við verðum að skila Skaftafellinu ekki seinna en 1. mars, svo flutningarnir eru á næsta leyti.
Annars var pöntuð lopapeysa hjá mér um daginn og er ég að dunda mér við að klára þá pöntun. Einnig pantaði Eydís tvær ungbarnahúfur, er búin að prjóna þær, á bara eftir að ganga frá, þá er það búið.
Annars er bara alt gott að frétta, hef ekkert verið mikið í tölvunni undanfarið, en það koma alltaf tímabil þar sem ég nenni ekki að hanga í henni. Hún getur verið alveg rosalegur tímaþjófur, maður ætlar kannski aðeins að tékka á póstinum, næst þegar litið er á klukkuna eru liðnir tveir klukkutímar, þannig að þegar það er mikið að gera hjá mér, fer ég ekki í tölvuna.
En já, er farin að gera eitthvað. Bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2008 | 11:09
Leitin mikla
Ég er nú ekki búin að vera neitt svakalega dugleg í tölvunni síðustu daga, hef aðallega verið að skoða hús á netinu.
Kaupandinn sagði já við gagntilboðinu okkar, þannig að nú erum við að leita, erum búin að skoða 3 hús, förum aftur að skoða allavega eitt þeirra aftur í dag og ætlum (vonandi) að taka smið með okkur. Við skoðuðum 2 hús á föstudag, hættum við annað eiginlega strax útaf þakinu, það er gamalt asbest þak, ekki gott fyrir fólk með astma, við getum ekki verið að kaupa hús og þurfa að byrja á því að skipta um þak, það er alltof mikið mál og kostnaðarsamt. Ég var rosalega hrifin af hinu húsinu, það myndi líka henta okkur, en erum svolítið í vafa með staðsetninguna, en það er við mikla umferðargötu.
Það er ekkert mikið af húsum á sölu einmitt núna, og okkur liggur á, kaupandinn vill nefnilega fá húsið 1. mars, en hann gerir sér samt grein fyrir því að við getum ekki farið á götuna, eins og fasteignasalinn orðaði það.
Er búin að velta þessum málum mikið fyrir mér undanfarna daga, svo mikið að ég hef verið svolítið utan við mig.
Í gær var ég að versla niðri í Krónu og fór svo í hvíta húsið. Þegar ég kom tilbaka, sá ég lítinn, rauðan bíl, opnaði hurðina og ætlaði að setja það sem ég var búin að kaupa inn að aftan. Þá tek ég eftir manni við stýrið, skildi ekkert í neinu en fattaði svo alt í einu að þetta var vitlaus bíll. Ég varð alveg eins og asni. "Fyrirgefðu, ég ruglaðist á bílum" sagði ég við manninn og lokaði hurðinni. Hann opnaði hurðina að framan, skellihlæjandi og sagði:"Já, það er svo mikið af svona bílum, ekki skrýtið að maður ruglist." Mér leið eins og hálfvita, þegar ég labbaði að bílnum mínum. Stupid.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 12:19
Jólagjöfin
Í eyjum býr kisi, sem heitir Tommi. Tommi þessi er með þeim stærstu sem sést hafa á eyjunni lengi, en þó að hann sé svona stór, þá er hann yndislegasti kisi sem hugsast getur, og gerir alt til að gleðja fjölskylduna sína.
Þegar hann sá allar gjafirnar undir jólatrénu á aðfangadag, fattaði hann allt í einu að það væru komin jól, þetta atriði hafði algjörlega farið framhjá honum, þó svo að hann hafði kúrt undir jólatrénu í nokkra daga. Hann flýtti sér út í leit að jólagjöf handa fjöslkyldunni sinni. Um það leytið sem búið var að rífa utan af öllum pökkunum, kom hann inn. Miðlungsdóttirin í fjölskyldunni sá til hans og gargaði óttaslegin:" Hann er með rottu, hann er með rottu."
Uppi varð fótur og fit að reyna að ná Tomma greyinu. Loks tókst að reka hann út, en hann var ekki með rottu, heldur mús í kjaftinum. Mikið varð Tommi sár. Hérna var hann búin að leita að gjöf handa fólkinu sínu, fundið hana og veitt, en var svo bara rekinn út með hana. Þetta var virkilega særandi.
"Bíðið bara þangað til næst," hugsaði hann, meðan hann gæddi sér á músinni á túninu fyrir utan húsið sitt. "Mamma á afmæli í janúar, ekki ætla ég að gefa henni gjöf, fyrst hún kann ekki að meta þetta."
Blíða var reyndar sú eina, sem var spennt fyrir þessu og elti hann út, vonaði líklega að hún fengi að deila þessu með honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.1.2008 | 12:10
Tilboð í húsið
Við fengum tilboð í húsið í gær, en okkur þótti það of lágt og gerðum gagntilboð í morgun. Kaupandinn hefur viku til að svara, við bíðum spennt.
Við erum með tvö hús í huga, förum að skoða eitt þeirra á sunnudag. Höfum reyndar verið að spá í þessu húsi síðan það kom á sölu fyrir nokkrum mánuðum síðan, löngu áður en við settum okkar á sölu.
Bíðum spennt og krossum fingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar