Þrjár lopapeysur

Jæja, þá er bloggletin alveg að gera út af við mig. Það er nú samt ekki eins og ég hafi ekki prjónað neitt síðan í sumar, síður en svo. Ég hef verið að dunda mér við að búa til mína eigin munsturbekki á lopapeysur, með misjöfnum árangri, en get þó sýnt ykkur þrjár peysur sem ég gerði í sumar.

allskona_skit_052.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugmyndina að þessari fékk ég þegar ég labbaði framhjá verslun hér á eyjunni og voru fleece-jakkar með rennilás á ská í glugganum. Ég hugsaði með mér hvort að það væri ekki hægt að gera eitthvað sem líktist þessu og þetta varð útkoman, og er ég bara nokkuð ánægð með hana.

 

allskona_skit_053.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég ákvað að hafa einskonar grifflur prjónaðar með í ermina, en í örðum lit og undir stroffinu.

allskona_skit_054_1050277.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta varð svo útkoman á munsturbekknum.

allskona_skit_056.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég get nú varla eignað mér þennan munsturbekk, ég sá mynd af svipaðri peysu einhver staðar á netinu, man ómögulega hvar, og fór og teiknaði eitthvað svipað niður. En ég er sátt með hvernig til tókst, svo ég segi nú sjálf frá.

allskona_skit_060.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er fyrsta peysan af þessum þrem sem ég prjónaði, ég var með allt aðra hugmynd í kollinum þegar ég byrjaði, en bekkurinn endaði sem sagt svona. Ég er ekki 100% ánægð með hann, ætla að breyta honum eða búa til alveg nýjan við tækifæri.

allskona_skit_058.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svo öll peysan.

Þessar peysur eru allar prjónaðar út tvöföldum plötulopa á prjóna nr. 7 og eru til sölu í Gallerý Heimalist á Strandvegi í Vestmannaeyjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En fallegar peysur Matthilda mín.  Dugleg ertu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2010 kl. 20:04

2 identicon

Mjög flottar peysur. Sérstaklega þessi rennda á ská.

KV
Berglind Haf

Berglind Haf (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband