Um Þjóðhátíð

Er þjóðhátíðarnefnd að reyna að græða á þeim, sem fá ekki útborgað fyrr en þann 1.? Ég bara spyr. Veit um þó nokkur dæmi, þar sem fólk getur ekki keypt miðann inn í dal á forsölu, vegna þess að forsölunni lýkur á miðnætti 30. júlí. Er ekki hægt að fresta þessu um sólarhring? Til á miðnætti 1. águst.

Annars er allt að verða tilbúið inni í dal. Stangirnar fyrir göturnar komnar upp, svo er bara eftir að setja götunöfnin upp, ljósin og eitthvað annað, hitt er eiginlega allt tilbúið. Þá er bara að mæta með góða skapið í Möttukot um verslunarmannahelgina, þar er altaf nóg að éta, óþarfi að fara í veitingatjaldið, við bjóðum upp á reyktan lunda, samlokur og harðfisk, auk eitthvað annað.

En enn og aftur er þessi neikvæða umræða um þjóðhátíð Vestmannaeyja komin í gang. Spurði dóttur mína, sem er að verða 17 ára, hvað margir vinir hennar myndu gista hjá okkur. Ein, var svarið. Þegar ég spurði um ástæðuna, sagði hún, að foreldrar vini hennar leyfðu þeim ekki að koma, þau voru svo hrædd um nauðganir. Ok, það hefur verið eitthvað um nauðganir, það skal alveg viðurkennast. Ef einhverjir vinir koma, hvort sem þeir gista hjá okkur eða í tjaldi úti í garði, er fylgst með þeim. Unglingar í eyjum læra snemma, að vera altaf mörg saman og passa upp á hvort annað. Hafa hendina altaf yfir gatinu á drykkjunum, svo ekki verði laumað einhverri ólyfjan ofaní. Og ALDREI NOKKURNTÍMANN SKILJA NEINN EFTIR DAUÐANN Í BREKKUNNI. Foreldrarnir eru á svæðinu, altaf hægt að leita til þeirra. Mikil gæsla, lögreglan sjáanleg og ég veit ekki betur, en að læknir er inni í dal öllum stundum.

Svo veit ég um dæmi, þar sem börn/unglingar hafa fengið að fara eftirlitslaus til Akureyrar í staðinn????????? Skil þetta ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant ég ekki passa!!

Baun (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stórgóð hugleiðing.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.7.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.7.2007 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband