Mistök

Elsta dóttir mín er að koma með Herjólfi á eftir, hlakka mikið til að fá hana heim.

Var með hana í símanum, þegar hún var komin niður á BSÍ í morgun. Hún vissi ekkert hvað hún átti að gera. Stóð fyrir utan pínulitla rútu, sem átti að keyra henni til Þorlákshafnar, en rútan var full og margir fyrir utan rútuna, sem komust ekki með.

Hvað eru þeir eiginlega að pæla, þeir sem bera ábyrgð á þessu? Það er föstudagur, goslokahátíðin um helgina og senda svo lítið rúgbrauð eftir fólkinu? Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem þetta gerist. Um daginn var ég að fara til Reykjavíkur. Pínulítil rúta í Þorlákshöfn. Tvö sæti laus, þegar við lögðum af stað í sjoppuna. Þar kom kona uppí, en par, sem ætlaði með komst ekki.

Ég skil svo sem, að þeir sendi litlar rútur um veturinn, þegar veðrið er geðbilað og enginn með fullu viti fer með bátnum, nema hann þurfi þess nauðsýnlega, en að sumri til? Skil þetta ekki.

Sem betur fer leystist þetta farsællega. Bílstjórinn hringdi eftir annarri rútu, en afhverju notast þeir ekki við stóru rúturnar? Það getur varla munað svo miklu í olíukostnaði, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 106698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband