Atriði úr vinnuni

"Þetta minnir mig á atriði úr Djöflaeyjuni" sagði ég við hávaxna verkstjórann minn í dag, þar sem ég stóð með annan fótinn í þriðju tröppu að þrífa skóna mína með bursta.

"Djöflaeyjuna? Hvað meinarðu?"

"Jú, þegar gaurinn er að fara á ball, setur fótinn upp að veggnum og burstar með skóbursta."

"Já, þú meinar." sagði hann við mig og labbaði brosandi framhjá mér.

 

"Er ekki hægt að minnka bununa, ér er orðin rennandi blaut" sagði ég við hinn verkstjórann minn.

"Rennandi blaut. Hvar er kallinn?"

"Hann er að beita, ef ég hringi í hann, má ég þá fá lánaðan sófann inni á skrifstofu?" svaraði ég og roðnaði.

 

Verkstjórinn er að reyna að ná sambandi við unga stúlku, hinu megin við pökkunarlínuna. Hún er með útvarp á eyrunum og heyrir ekkert.

"POULA!!!!!!!" garga ég. Hún lítur við.

Hann lítur á mig, samstarfskonurnar brosa.

"Hvað...........þú vildir tala við hana, hún heyrði ekki í þér. Talaðu nú"

"Það er eins gott að þú hentir ekki bakka í hausinn á henni." segir hann og brosir.

 

"Þarft þú altaf að hanga á þessu handfangi?" spurði Petra mig, þegar ég var búin að skemma gorminn í 5. skipti.

"Þetta er það eina, sem er svona í laginu, sem ég fæ að halda utanum þessa dagana, þið eruð að kaffæra okkur í vinnu" svara ég og strýk hendini upp og niður eftir handfanginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHA!! Bara þú, Matthilda! Stórkostleg!!

Baun (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 19:13

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ómægod.. eins gott að vinna ekki í fiski

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.6.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Saumakonan

Öhmm... *hóst* þetta er ansi.... tvírætt já...        ROFL!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Saumakonan, 14.6.2007 kl. 21:25

4 identicon

Alltaf gaman í fiskinum,eða oftast nær.Sakna þess að vera með ykkur

Bóla (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Það getur oft verið gaman í fiskinum, þó að vinnan í sjálfu sér er kannski ekki það skemmtilegasta sem maður gerir. Langar allavega ekki að finna mér annað að gera.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.6.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband