Tannsi

Var hjá tannsa áðan, greyið hann, hann varð að afpanta Spánarferðina og Forrester jeppan, sem hann var búinn að panta sér. Það var eiginlega ekkert að tönnunum í mér. Jú, ég braut eina tönn á mánudaginn, sem hann gerði við, en svo varð bara að hreinsa eitthvað smá. Ég varð hálf fúl, þegar hann ásakaði mig um að reykja. Hef aldrei á æfini reykt og drekk ekki heldur kaffi. Skýringin á litnum  er te. Ég drekk óhemju mikið af te yfir daginn, en hef reyndar minnkað það aðeins.

Svo varpaði hann sprengjuni. Reyndar er endajaxlinn aðeins byrjaður að skemmast, það væri ódýrast fyrir þig að láta draga hann út. Rædsel og pine. Þegar ég var ca. 5 ára var dregin úr mér tönn. Þar sem enginn tannlæknir var í Fuglafirði, var farið með mig til Emmu, heimilislækninn. Hún tók tönnina, með klípitöng og engri deyfingu. Það varð að halda mér í stólnum. Ég minnist þessa með hryllingi og síðan hef ég helst ekki viljað láta draga úr mér tönn. Verð allavega að safna kjark í þetta. Reyndar voru augntennurnar teknar úr mér, þegar ég fékk spangir, 12 ára gömul. Það atvik er strikað út úr minni mínu. Ef ekki væri fyrir það, að ég átti þessar tvær tennur í mörg ár, væri þetta alveg örugglega ekki til í minninguni. Allavega man ég ekkert eftir því, þegar þær voru teknar.

Einhvern tímann seinna var aftur farið með mig til Emmu, man ekkert hvað átti að gera, en þegar ég sá hana nálgast mig með hendurnar aftur fyrir bak, trylltist ég. Stökk úr stólnum og hljóp á vegg. Mildi að ég skyldi ekki rotast. Var altaf hrædd við hana eftir þetta. Þegar ég sá hana síðast, var hún að vinna í röntgen í Þórshöfn. Ætli hún sé ekki farin yfir móðuna miklu, allavega er hún eldgömul, ef hún er á lífi.

Tannlæknir kom til Fuglafjarðar, þegar ég var í 2. bekk, minnir mig. Hann er giftur frænku minni. Það var altaf voða sport að fá að fara á stofuna hjá honum, en hún var í skólanum, og skola með flúor. Á eftir fengum við sykurlaust tyggjó. Svo vorum við líka tekin í hópum á stofuna til hans, vorum látin tyggja töflu, sem litaði tennurnar, og svo fengum við litað spjald við nafnið okkar, eftir því sem tennurnar voru vel burstaðar. Það var ekki gott að fá svart. Þar var frænka mín með stóran plastgóm og risa tannbursta og kenndi okkur að bursta. Lærðum mikið af henni. Er þetta ekki gert í dag? Veitti allavega ekki af. Maður ætti kannski að koma þessu áleiðis til réttra aðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

Tannlæknar....*HROLLUR*    Er með gæsahúð bara við að lesa þennan pistil!!

Saumakonan, 31.5.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég syng á færeysku,t.d Orminn Langa,á lög með hljómsveitum eins og Týr,Harkaliðið og Viking band svo ég tali nú ekki um Eyvöru Pálsdóttur.
Ef þú átt þetta ekki get ég brennt þetta fyrir þig.

Magnús Paul Korntop, 31.5.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Á þetta alt. Uppáhaldið mitt í færeyskri tónlist eru hljómsveitirnar Frændur og Hjarnar. En fórst þú að hlusta á Gogo blues band, þegar þeir voru að spila í Keflavík? Þeir eru alveg meiriháttar.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 2.6.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband