Röralaus

Losnaði við rörið í gær, sem betur fer. Gat því farið í vinnu í morgun. Rauk á fætur um 5 leytið í morgun. Heyrði í klukkuni, enginn kall við hliðina á mér í rúminu, hélt því að klukkan væri 6:30. En nei, þegar ég kom niður, sat hann inni í eldhúsi, á leiðinni á sjó. Fór bara upp aftur að sofa, en þá kom miðlungurin uppí, var með martröð og dreymdi enn eina ferðina eldgos. Ég held að hún hafi þetta á heilanum, að það komi annað eldgos hérna. Örugglega ekki gaman að vakna upp við svona draum.

Fór með kisurnar mínar í árlega bólusetningu. Tommi fékk mjög góða dóma, stór, stæðilegur og flottur fress (geldur). Blíða fékk sína fyrstu sprautu. Hún varð mjög æst, þegar við komum inn til dýra, urraði og hvæsti og gerði sig voða stóra, hehe. Hún slapp þó ekki, fékk sína sprautu og ormatöflu. Þarf að fara aftur með hana 3. júlí, það þarf að sprauta tvisvar fyrst, síðan einu sinni á ári. Var að grínast með það áðan, að Tommi fer í bíltúr einu sinni á ári, þegar hann fer til dýra.

Er að pína mig áfram með vagnteppið, því fyrr sem ég klára það, því fyrr get ég gert eitthvað annað. Langar að prjóna opna, Færeyska peysu á minnstuna. Langar líka að prjóna vesti með lopapeysumynstri á stelpurnar, en það má ekki vera úr stingugarni, eins og þær orða það. Helst bómullargarni, þær eru eitthvað viðkvæmar, greyin. Prjónaði renndar hettupeysur á þær úr Norsku garni, Alfa, en þær kvarta samt. Ég bara skiledda ekki.

Langar líka að prjóna vesti á sjálfa mig, geri það kannski fyrir Þjóðhátíð. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

úfff ég skil telpurnar svooooo vel... get lífsins ómögulega haft eitthvað "stingugarn" næst mér... yrði eins og rafmagnaður áll á eftir hlykkjandi mig á jörðinni viðþolslaus af kláða!!!!   

langbest að hafa fínt bómullargarn bara.. svona eins og í ungbarnapeysurnar

Saumakonan, 30.5.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Matthilda,ekki vildi ég eiga peysu úr stingugarni þá myndu maður stinga sig allan daginn en ég er að velta því fyrir mér með nafnið þitt,ertu h´lfur færeyingur eða?Það skal upplýst hér að Korntops nafnið er þýskt með keltneskan uppruna.

Magnús Paul Korntop, 31.5.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Saumakona: hahaha, flott lýsing.

Korntop: Já, pabbi var Færeyingur, frá Fuglafirði, sem er á austurey. Hann keypti nafnið Tórshamar, áður hétum við Joensen.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 31.5.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 106698

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband