Á góðum batavegi

Sæl aftur, þetta er Sunna sem bloggar. Ætla bara að gera svona part 2 dæmi.

Frá því í desember hefur mér gengið ágætlega. Ég hélt áfram hjá Fríðu og er hjá henni ennþá í dag, hún hefur hjálpað mér rosalega mikið. 

2013 hefur verið fínt hingað til. Ég útskrifaðist á BUGL 25. jan. eða tveim dögum fyrir 16 ára afmælið mitt. Frekar góð afmælisgjöf frá sjálfri mér.

Ég móðir mín og Fríða Hrönn ákváðum að halda kynningar um þunglyndi fyrir 10. bekkina, það gekk vel, ég fékk góða athygli og ég held að það hafi skilað sér vel. Ég sagði við krakkana að þau gætu hvenær sem er spurt mig að einhverju, sama hvað og þau hafa gert það, sem er frábært, bæði fyrir mig og aðra. Svo kom að því að skrifa grein í Fréttir (fréttablaðið í eyjum). Ég talaði þá við Júlíus og ég, mamma og Fríða Hrönn hittum hann síðar. Ég er mjög sátt með greinina og mjög stolt að hafa fengið tvær blaðsíður, bæði fyrir mína sögu og fyrir Helgu Tryggva, sem er ráðgjafi í GRV. Hún skrifaði um einkenni þunglyndis og kvíða o.a. 

Ég tók þátt í uppsetningu á Grease með LV, og er mjög stolt og fegin að hafa fengið það tækifæri. Ég held að ég hafi stigið aðeins út úr skelinni. Fólkið þar hjálpaði mér án þess að vita af því, bara með því að vera þarna. 

Ég útskrifaðist úr GRV fyrir viku síðan, og ég veit ekkert hvað ég á að gera í haust. Eftir að ég útskrifaðist fannst mér lífið vera búið og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, en Oddný talaði við mig og mér leið aðeins betur. Oddný flutti til mín í apríl og er að vinna hérna í Eyjum, það er gott að hafa bestu vinkonu sína svona hjá sér, þó svo að við rífumst stundum og erum ósammála um ýmislegt, en það gerir okkur bara sterkari.

Ég á yndislegan kærasta, sem dílar við mig á mínum erfiðu dögum og gerir það vel.

Núna er ég að undirbúa mig fyrir vinnu í VSV í sumar, þessa viku er ég á nýliðanámskeiði hjá Visku og byrja vonandi kringum 20. júní að vinna.

Framtíðarplönin í dag eru þannig, að ég ætla í skóla í haust, hvar sem það verður og halda svo bara áfram í honum, vinna næsta sumar og svo vonandi flytja upp á land til kæró næsta haust eða haustið 2014. Ég ætla að láta mér batna meira og halda áfram að hjálpa öðrum. 

Ps. Þú getur alltaf fundið mig á FB ef þig vantar hjálp, ég segi engum. :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elsku Sunna, þetta er frábært hjá þér, og á örugglega eftir að hjálpa mörgum sem hafa verið í sömu aðstöðu og þú.  Gott að heyra að þú ert sátt og ert að gera góða hluti.  Haltu áfram á þeirri braut og megi gæfan fylgja þér alla tíð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2013 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband