Ég er kölluð sceemo

Hæ þið.

Ég heiti Sunna Mjöll Georgsdóttir og er 15 ára frá Eyjum. Ég hef verið skrýtin allt mítt líf og ég veit það sjálf. Hér vil ég deila með ykkur sögu minni af þunglyndi og kvíða. 

Ég er greind með þunglyndi og 4-6 kvíðaraskanir, mannafælni og félagsfælni. Þetta byrjaði allt í 7. bekk. Þá dó mjög mikilvæg manneskja í lífi mínu. Tveim dögum áður en hann dó fór ég í heimsókn til hans og hann sagðist vera að fylgjast með mér, ég hef munað eftir þessu atviki frá þessum degi. 

Ég sé drauga og skynja drauga og hann hefur komið í heimsókn nokkrum sinnum.

Í 7. bekk sagði ég einnig við góðar vinkonur mínar að ekki hringja í mig, ég vil fá að vera ein og ég hef eiginlega verið ein síðan. Í enda 8. bekkjar hleypti ég stelpu inn í líf mitt, sem við skulum kalla Rósa. Þá fór ég að fara út og vera meira með vinum mínum. Ég og Rósa vorum óaðskiljanlegar, ég kallaði hana sálufélaga minn, en í raun og veru var hún ekki vinkona mín. Hún tók alla stráka frá okkur vinkonunum og laug eins og ég veit ekki hvað. Hún tók besta vin minn frá mér.

Í janúar á þessu ári byrjaði ég að skaða sjálfa mig og sagði engum frá nema kisunum mínum. Ég hætti að hafa samskipti við Rósu og útilokaði hana úr lífi mínu. Á þrettándanum eignaðist ég mína lang bestu vinkonu sem heitir Oddný. Þótt ég sé búin að þekkja hana svona stutt, þá er hún mér allt. Hún hefur hjálpað mér svo mikið. 

Svo í mai leitaði ég mér hjálpar hjá afleysingarlækni sem var fyrir heimilislækninn minn. Afleysingarlæknirinn heitir Davíð. Ég sagði honum hvað var að hrjá mig og hvað væri búið að gerast og hvernig ég skaðaði sjálfa mig. Ég fór í nokkra viðtalstíma hjá honum og hann setti mig á lyf sem kallast Zoloft. Síðan seinna í júní fór ég til Oddnýjar, hún býr rétt fyrir utan Hellu, þar var besti vinur hennar og ég kynntist honum, köllum hann Jón. Hann var æðislegur og ég varð hrifin af honum. Eftir að ég kom aftur heim til Eyja gat ég ekki hætt að hugsa um hann. Fyrir Þjóðhátíð kom Oddný til mín og lét mig tala við Jón í símann, sem sagðist vera hrifinn af mér líka.

Ég handleggsbrotnaði miðvikudeginum eftir Þjóðhátíð, en fór samt til Oddnýjar á föstudeginum eftir Þjóðhátíð, þar var hann, hann var svo yndislegur og hjálpaði mér mikið vegna handleggsbrotsins. Sama kvöld og ég kom heim til Eyja, sagði hann mér að hann hafi aldrei verið hrifinn af mér, þetta var allt lygi. Ég hélt áfram að fara til læknis og ég hélt að mér gekk vel. Svo fór ég til Færeyja í 5 daga, sé eftir að hafa komið heim. 

Ég var í skólanum í Stíl, þegar ég fékk símhringingu frá stelpu sem var vinkona Jóns. Þá hafði Jón verið að segja við alla að ég væri lauslát hóra og þessi stelpa sagði mér það og kallaði mig einnig lausláta hóru. Ég var svo miður mín og vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Móðir mín hringdi í hann og bað hann um að láta mig vera, en hann hélt áfram. Eineltið gekk svo langt, að ég lenti uppi á spítala til þess að sauma í handlegginn á mér, þá hringdi mamma mín í pabba hans, en hann hætti ekki. Þá ákvað ég að fara til lögreglunnar en þau sögðust ekki geta gert neitt og vissu ekkert hvað ég ætti að gera. Hann hélt áfram í svolítinn tíma eftir að ég fór til löggunnar, en svo hætti þetta, en hann eyðilagði mig samt. Það sem hann sagði við mig var viðbjóður og það á enginn skilið að láta segja eitthvað svona við sig.

Ég hélt áfram að líða illa og hætti að mæta í skólann. Það eina sem ég gerði allan daginn var að borða og sofa. Svo skar ég mig svo djúpt að ég lenti aftur uppi á heilsugæslu og var lögð inn með 18 spor í handleggnum. Ég svaf uppi á spítala og hjúkkurnar þar eru æðislegar, en það var ein sem skar sig úr, sem ég held að heiti Þórunn. Hún sat með mér og huggaði mig og kíkti inn á mig á svona 1-2 tíma fresti. Hún sagði við mig að ég væri falleg og flott stelpa, en ég þyrfti að finna það sjálf. 

Daginn eftir að ég var lögð inn fór ég upp á land og var bókuð í bráðaviðtal á BUGL. Ég er búin að fara tvisvar, en finnst það ekki gera gagn, en ætla að gefa þessu tíma. 

Stuttu eftir þetta fórum ég, mamma og tvær systur mínar á Dalsmynni að skoða hvolpa, við höfðum ætlað að fá okkur hvolp lengi. Kvöldið áður en við fórum að skoða hvolpa, var mamma með bakþanka, en ég sagði henni en ég þyrfti einhvern annan en kettina, einhvern sem ég gæti farið í göngu með. Það endaði með því að við fengum okkur Cavalier hvolp. Hann er þriggja mánaða og ég fékk að skýra hann Svenni. Þótt við séum bara búin að eiga hann í nokkra daga, þá hefur hann breytt lífi mínu algjörlega. Það sem einn lítill hvolpur getur gert er ótrúlegt, því fá engin orð lýst. 

Fyrir mánuði síðan byrjaði ég að tala við Rósu aftur, ég var svo ánægð með það, en það voru mistök held ég. Hún og Jón eru víst bestu vinir. Hún er besti vinur stráks sem eyðilagði líf mitt og sjálfsmynd mína. Ég var ekki ánægð og ætlaði að hætta að tala við hana aftur. Ég sagði mömmu minni frá þessu og hún fór að lesa yfir Rósu og lét mig svo tala við hana. Ég sagði Rósu hvernig mér liði með þetta allt saman og hvað Jón hefði í raun og veru gert mér. Ég held að hún hafi ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er. Hún ætlaði að fórna vináttu þeirra fyrir mig, en einhvern veginn get ég ekki leyft það og ég skil ekki af hverju. 

Skólinn veit hvernig ástand mitt er, en ég fékk að heyra frá ritaranum að þeim finnst gaman að sjá mig mæta í skólann.

Svo frétti ég að Jón og Oddný væru að koma um helgina til Eyja. Ég brotnaði niður við að frétta það. Sem betur fer er ég að fara upp á land með fjölskyldu minni, þar á meðal Svenna, við erum að fara í bústað. Þá er ég að taka mér pásu frá öllu, en mér finnst samt leiðinlegt að móðir mín vilji ekki að ég sé á eyjunni út af því að Jón er að koma. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að geta ekki verið á stað þar sem ég er búin að alast upp, út af eineltis máli og hann er bara að koma um helgina, sem betur fer, en leiðinlegt að geta ekki hitt Oddný. 

Þegar eitthvað svona gerist kemst maður að því, hver er í raun og veru vinur manns. Stelpa sem ég kallaði vinkonu mína sagði að ég væri klikkuð. Mér finnst líka mjög leiðinlegt að geta ekki og látið litlu systur mína skilja hversu alvarlegt þetta í raun og veru er. Ég held líka, að hún sé aðeins of ung til þess að skilja þetta alt saman.

Hetjurnar í mínu máli eru heimilislæknirinn minn Ágúst, mamma, stóra systir mín hún Margrét og tvær lang bestu vinkonur mínar, Oddný og Ása. Þetta eru manneskjur sem ég vil þakka fyrir að halda mér á floti. 

Nýlega fór ég á lyf sem kallast Venlafaxin, þau gera ekki gagn, en ég held samt áfram að taka þau.

Ég fékk mér tattoo sem er fugl sem á að tákna frelsi frá öllu sem ég er að ganga í gegnum.

Ástandið í dag er þannig að ég er á fullorðins þunglyndislyfjum, mamma mín er búin að taka alla hnífa og öll skæri og fela þau fyrir mér og hún vil að ég sé helst ekki ein heima og ég er í viðtölum á BUGL.

Það sem fékk mig til að skrifa sögu mína, er að ég sá á netinu að fólk veit í raun og veru ekki hvað þunglyndi og kvíðaraskanir er. Mér finnst eins og það ætti að kynna sér málið betur.

Ég er með regnboga hár, ég geng í litríkum fötum, en einnig svörtum, og þá kallast ég sceemo og er stolt af því.

Takk fyrir mig og takk fyrir að lesa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Gangi þér vel vina...!

Að vera skrýtinn og öðruvísi er fínt...! Maður verður bara að hafa sterk bein til þess... Og gott mál að þú fáir aðstoð við að bera það...

Það eru ekki skrifaðar bækur né sagðar sögur um "venjulegt" fólk... Það eru bara skrifaðar bækur um fólkið sem stendur uppúr... Er s.s skrýtið...!

Það á endanum nær líka lengst... Sjáðu bara borgarstjórann okkar, já og Jóhönnu Sigurðar...! ;-)

Megas, Bubba, Björk, Andreu Gylfa, Evu Hauks, Sigga Pönk og öll hin... Alltsaman stórskrýtið fólk einsog ég og þú... :D

Baráttukveðjur...

Sævar Óli Helgason... Sem skilur þig óskup vel...

P.s...

Ég ætla mér að stela þessari færslu þinni og pósta á Fésbókinni minni... Ég vona að þú verðir ekki sár yfir því...?

Sævar Óli Helgason, 30.10.2012 kl. 23:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá þér að opna þig svona og skrifa frá brjóstinu.  Gangi þér vel mín kæra, þú ert flott stelpa og meiri töggur í þér en þú gerir þér grein fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 23:40

3 identicon

æji elsku ástin mín, mikið þykir mér leiðinlegt að sjá hvað þér líður illa, ég veit við höfum ekki talað mikið saman en ég vil að þú vitir að ég elska þig svo ótrúlega mikið og ég skal gera hvað sem ég get til að láta þér lýða betur, þú veist að þú getur alltaf talað við mig og ég vil að þú vitir að þú getir treyst mér og skilið þar sem ég hef lent í miklu það sama en það vita rosalega fáir af því samt sem áður, og finnst ótrúlega flott af þér að setja þetta upp <3

steinunn (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 15:47

4 identicon

Þetta er mjög leiðinlegt að heyra vona að þér gangi vel!!! &#x1F49B;&#x2764;&#x1F49A;&#x1F49C;&#x1F499;

LBJ (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 18:49

5 identicon

Flott hjá þér, haltu áfram að opna þig svona. Þú ert myndarleg stelpa, haltu áfram að vera sterk.

Ása Guðrún (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 18:54

6 identicon

Sæl.ég þekki þig ekkert en mér finnst þú algjör hetja að opna þig svona...óskandi væri að þessir eineltispúkar fengju að vera þú í einn dag þá veit ég að þeir myndu hætta...og að vera skrítin er inn í dag...fólk sem þorir að vera eins og það vill er merki um viljastyrk og að mínu mati góða sjálfsmynd :) haltu áfram að vera svona opin og hress....er viss um að sú manneskja sem eignast þig sem vin í framtíðinni verði mjög heppin að hafa þig í lífi sínu ;)

Ósk Auðbergsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 19:14

7 identicon

Glæsilegt hjá þér að stíga svona fram með þetta og mér finnst þú mjög hugrökk og flott stelpa ;)Megi lífið leika við þér í framtíðinni,,áfram þú :)

Solveig Þóra Arnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 19:21

8 identicon

what dos not kill you makes you stronger <3

<3<3<3 kv stóri bró <3<3<3

Svavar þór georgsson (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 00:40

9 identicon

Hæ Sunna Mjöll, mér finnst þú MJÖG HUGRÖKK og sterk að opna þig svona og skrifa hvað er búið að koma fyrir þig og hvernig þér líður!! Sérstaklega af því að þú ert það ung!  Ég hef fulla trú á því að þig geti farið að líða betur Frábært að þú sért að fá þessa hjálp og hefur góða fjölskyldu í kringum þig.  Ég er sammála þeim sem sagði að það er fínt að vera öðruvísi, það eru allir einstakir eins og þeir eru.  Vona að þessir eineltishrellir láti þig í friði og hann fatti hvað hann hefur gert, en hann fær það líklega til baka einhvern tímann sem hann gerði þér.....ég trúi að við fáum allt það góða sem við gerum öðrum til baka og einnig það slæma.

Gangi þér sem allra best Sunna og það tekur þolinmæði  að ná bata,  þyggðu alla hjálp sem þú þú getur fengir og ég held að þú sért mun sterkari en þú heldur !  Áfram þú vertu góð og sanngjörn við sjálfa þig. 

Halla Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 03:14

10 identicon

Þú ert mjög dugleg að opna þig svona og þú mátt vita að með því ertu að hjálpa mjög mörgum sem eru í sömu stöðu og þú. Þessi drengur á greinilega e.ð bágt því svona gerir engin heilbrigður maður. Vertu stolt af sjálfri þér og reyndu að vera sterk, ég veit hver þú ert því ég á heima í Vestmannaeyjum og á strák á sama aldri og þú. Guð veri með þér í baráttu þinni. Það á engin skilið að lenda fyrir einelti en því miður er allt of mikið af því. Alda

alda Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 11:06

11 identicon

Og hverju skiptir þó að &#39;rósa&#39; og &#39;jón&#39; séu fokking vinir !? Skiptir það einhverju máli ???? Og þessi jón hefur ekkert eyðilagt líf þitt ... Er bara öll tilveran þín eyðilögð útaf einum strák... Hvað er að frétta !? Og ekki vera að ljúga til að fá athygli ... Þú ert svo mikid að ljúga, kannski ekki um allt, en heilan helling um hana &#39;rósu&#39; !!

Veit bara núna hvernig manneskja þú ert; Lygin og óheiðarleg!

Ég veit líka eftir ad hafa lesið þessa sögu að þú verðskuldar ekki vináttu &#39;rósu&#39; !!!!!

moma (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 12:22

12 identicon

Og hverju skiptir þó að &#39;rósa&#39; og &#39;jón&#39; séu fokking vinir !? Skiptir það einhverju máli ???? Og þessi jón hefur ekkert eyðilagt líf þitt ... Er bara öll tilveran þín eyðilögð útaf einum strák... Hvað er að frétta !? Og ekki vera að ljúga til að fá athygli ... Þú ert svo mikid að ljúga, kannski ekki um allt, en heilan helling um hana &#39;rósu&#39; !!

Veit bara núna hvernig manneskja þú ert; Lygin og óheiðarleg!

Ég veit líka eftir ad hafa lesið þessa sögu að þú verðskuldar ekki vináttu &#39;rósu&#39; !!!!!

moma (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 15:35

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

moma mikið áttu bágt, ég veit að þetta er barnaskapur hjá þér. En þú þarft að gera þér grein fyrir þeim sársauka sem liggur að baki svona færslu.  Þú mátt ekki snúa hníf í því sári, nóg er  nú samt. Þú ættir eiginlega að biðja Sunnu fyrirgefningar á þessum innleggjum hjá þér, þú virðist eiga frekar bágt á sálinni, sem er eiginlega fyrsta stig að standa að einelti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 16:46

14 identicon

moma... Þú ert aumingi að geta ekki skrifað undir eiginn nafni... 

Þú getur drepið með orðum, ertu tilbúin til þess að lifa með því ? 

Laufey Rós (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 22:12

15 identicon

Í mínum augum ert þú hetja. Ég er 46 ára og er ennþá algjör villingur með röndótt hár..:) Krökkunum í skólanum þar sem ég vinn finnst ég algjör pæja. Ég fæ enn á mig að ég sé athyglissjúk og hvort ég viti ekki hvað ég sé orðin gömul að vera svona til fara!!! HEY en come on! Ég er ég hvort sem ég er 15 ára eða 50 ára... Við erum öll einstök og það er ekkert gaman að vera eins og allir hinir. Ég hef alltaf lifað utan þessa ramma sem allir eiga að vera inní og þar líður mér vel. You go girl...

ps. Moma þetta er ekki fallega sagt.

Inga Heiðdal (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 15:31

16 identicon

Sunna mjöll ég fór næstum að gráta yfir þessu þú ert ótrúlega hugrökk og ég dáist virkilega af þér haltu áfram að vera hugrökk og dugleg og vertu bara þú

vonandi gangi þér vel í lífinu.

Valdís (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 17:02

17 identicon

Hei "moma", er ekki allt í björtu eða? Í fyrsta lagi, að SJÁLFSÖGÐU er erfitt að ein af bestu vinkonum þínum er bara geðveikt góð vinkona stráks sem kom fram við þig eins og skít, ég veit fyrir víst að ef einhver kæmi svona fram við bestu vinkonur mínar myndi ég ekki vera vinkona hans.... og svo sérðu líka að Sunna vildi ekki að "Rósa" myndi hætta að vera vinur hans fyrir hana... hún bannaði að það myndi gerast. Sýnir það þér ekki svolítið hversu þroskuð Sunna ákvað að vera, þó þetta væri erfitt fyrir hana?

Og þú kannski gerir þér ekki grein fyrir því hversu erfitt það er að skrifa svona grein sem allir geta séð, hvað þá þegar maður býr í Eyjum! Afhverju í andskotanum ætti hún að vera að ljúga? Og svo mikið sem ég veit eru þær ennþá vinkonur, og þær hafa talað mikið um þetta og eru, svo best sem ég veit, sáttar í dag.

Ekki halda að þú sért voða stór manneskja að koma og segja svona viðbóð þegar þú getur ekki einu sinni komið fram undir nafni. Ég hef btw mjöööög sterkann grun um að ég viti hver þú ert.

Margrét (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband