Færsluflokkur: Bloggar
14.11.2009 | 11:31
Breytingar
Um daginn hitti ég konu niðri í Vöruval.
"Einmitt prjónakonan sem ég ætlaði að tala við" sagði hún.
Hún var með tvær lopapeysur sem voru orðnar of stuttar, en tímdi ekki að henda þeim og spurði hvort að það væri ekki hægt að síkka þær.
"Það ætti ekki að vera neitt mál" sagði ég og bað hana að kíkja til mín við tækifæri.
Hún kom svo nokkrum dögum seinna með peysurnar og eftir málatökur og útskýringar hvernig hún vildi hafa þær, var ekkert að gera nema að byrja á verkefninu.
Þessi var með rennilás, þessi hefðbundna, og voru ermarnar of stuttar. Einnig síkkaði ég hana í 60 cm upp að höndum, heklaði nýjan kant og setti tölur í.
Það vildi svo skemmtilega til að þetta er fyrsta rennilásapeysan sem ég prjónaði. Hér var komið slit framan á ermarnar, eins lengdi ég þessa í 70 cm upp að höndum, heklaði nýja kant og setti tölur í.
Mér finnst þessar breytingar hafa heppnast vel, og vonandi er eigandinn ánægð með úrkomuna.
Hér eru svo tvö vesti sem ég prjónaði fyrir tengdamóður mína að gefa í jólagjafir.
Hvíta vestið er á 10 ára og stingur ekki.
Þetta er á ca. 5 ára og stingur ekki, garnið er Aran, þið vitið, risastóru dokkurnar sem eru 400 gr.
Í gær fékk ég svo pöntun á tvær lopapeysur sem eiga að fara til Noregs. Ef ég væri ekkert að vinna gæti ég gert það á einni viku, en ég reykna með tveimur vikum í þetta verkefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2009 | 17:56
Það er ekkert gaman.............
.............af bloggi sem ekki er uppfært reglulega, er það nokkuð? Ég get nú ekki sagt að ég hafi legið í leti, bara bloggleti. Er búin að prjóna helling, mest af því fór í sölu í Gallerý Heimalist, en eitthvað var gefið í afmælisgjöf, asninn ég gleymdi auðvitað að taka mynd. En hér koma nokkrar myndir.
Þessi var upphaflega prjónuð á mig, en þegar ég var komin í hana fílaði ég hana ekki, þannig að hún fór niður í Gallerý. Stærðin er S/M. Tvöfaldur plötulopi.
Þessi er stærð S með uppáhalds mynstrinu mínu. Tvöfaldur plötulopi.
Stærð M, munstrið er af einblöðungi sem ég erfði eftir móður mína. Tvöfaldur plötulopi.
Stelpupeysa stærð 2 ára, einfaldur plötulopi.
Nokkrir hefðbundnir lopavettlingar úr tvöföldum plötulopa.
Húfa á mig úr Kauni garni, uppskriftina fann ég á ravelry, nema hvað.
Séð ofanfrá, það var mjög skemmtilegt að prjóna hana þessa, kæmi mér ekki á óvart, að ég prjóna fleiri svona.
Og kraftaverkin gerast enn, ég mundi eftir að taka mynd af þessu áður en það var gefið í afmælisgjöf handa lítilli frænku. Engin uppskrift, bara skáldað jafnóðum. Reyndar stal ég hugmyndinni af húfunni af facebook, vonandi er það í lagi, Eva Kolfinna. Man ekki hvað garnið heitir, en ég keypti það í Nálinni í Reykjavík, mjög gott að prjóna úr því, klofnar ekkert.
Svo var ég að breyta tveim peysum fyrir eina konu, á eftir að setja myndirnar inn í tölvuna, leyfi ykkur að sjá breytingarnar þegar ég kem því í verk að tengja myndavélina við tölvuna, virðist vera eitthvað voðalega erfitt hjá mér að gera það.
Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2009 | 21:09
Er enn hér
Ég er nú ekki að standa mig með þetta blogg mitt, en hér kemur svo ein færsla. Þetta er ungbarnasett sem ég prjónaði handa vinkonu dóttur minnar sem var að eignast litla prinsessu. Uppskriftin er úr Prjónablaðinu Ýr nr. 35, prjónað úr Lanett á prjóna nr. 3.
Í bekkinn eru svo saumuð lítil blóm, tölurnar fékk ég á Borgarnesi í sumar þegar við vorum þar í bústað í viku, það var æðislegt og við fengum alveg frábært veður. Reyndar prjónaði ég megnið af settinu þar, kláraði svo þegar ég var komin heim.
Húfan er með fallegu hjarta aftaná, rosalega krúttleg.
Ég hef nú prjónað meira undanfarið, en gleymt að taka myndir, þar má nefna þrjár hringpeysur og eitt vesti úr Létt lopa með Noro garni í munsturbekkinn. Svo eru tvær síðar lopapeysur sem bíða eftir að ég klári þær, þá geta þær farið í sölu og svo slatti af vettlingum. Núna er ég með tvær peysur sem ég er að breyta fyrir eina konu, spennandi að sjá hvernig það kemur út. Einnig er ég að prjóna húfu og grifflur (og legghlífar ef ég á nóg garn) handa lítilli frænku í afmælisgjöf.
Vonandi man ég nú eftir að taka myndir af þessu þegar það verður tilbúið, en það væri svo sem eftir mér að gleyma því.
Þangað til næst, látið ykkur líða vel og verið góð hvert við annað. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2009 | 00:29
Meiri af eigin hönnun
Snemma í vor kom frændi minn til mín og spurði hvort það væri hægt að prjóna peysu sem væri eins og Færeyski fáninn, hann vildi fá hana fyrir þjóðhátíð. Ég hélt það nú og rétt fyrir þjóðhátíð fékk hann hana afhenta.
Peysan er prjónuð fram og tilbaka, en ermarnar í hring, á tvöfaldan lopa á prjóna nr. 6,5.
Peysuna sem eiginmaðurinn er í prjónaði ég fyrir þjóðhátíð fyrir amk. 15 árum síðan, gæti jafnvel verið meira. Síðan hefur hún bara heitið þjóðhátíðarpeysan og er tekin fram árlega fyrir þjóðhátíð og núna í seinni tíð líka fyrir goslok.
Fyrr í dag afhenti ég svo síðustu peysuna sem var í pöntun hjá mér, bleik hringpeysa á tveggja ára stelpu. Ég tók ekki myndir af henni, hún er eiginlega alveg eins og sú sem ég setti mynd inn af hérna fyrir nokkru. Á dagskránni er svo að prjóna eitt heimfararsett handa vinkonu dótturinnar, svo er það gallerýið sem gildir. Það er eiginlega ekkert eftir af vörum frá mér, einhverjar húfur en það er ekkert til að tala um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.7.2009 | 20:22
Eigin hönnun
Ég fékk símtal um daginn, sem væri svo sem varla í frásögur færandi, frá konu sem var að spá í hvort það væri hægt að prjóna hugmynd að kápu sem hún var með í kollinum. "Nothing is impossible" sagði ég við hana, en hún er þýsk. Við hittumst og skoðuðum myndir á netinu og komum svo að niðurstöðu, hún átti að vera víð að neðan og mjókka svo upp, víðar ermar að neðan, hneppt í hliðinni og með hettu. Svo settist ég niður með prjónana og byrjaði að fitja upp.
Hér er hönnunin í fullum gangi úti á palli.
Hér er þetta svo full klárað.
Eftir að hún kom í mátun hjá mér var ákveðið að hafa hettuna lausa. Hún valdi þetta munstur af netinu.
Svona er hún með engri hettu.
Hettan er eiginlega svona álfahetta. Peysan er nákvæmlega eftir hennar höfði, en ég hannaði og sem betur fer skrifaði niður jafnóðum, þannig að uppskriftin er til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.7.2009 | 21:14
Það sem ég hef verið að gera........
.........undanfarið.
Myndin er ekkert sérlega góð, en þetta er sem sagt ungbarnasett sem tengdamamma fékk frá mér til að gefa frænku sinni. Garnið keypti ég á Selfossi og er það með grænum og gulum skellum. Það vildi svo skemmtilega til að karlinn þurfti að stoppa til að tala í síma og stoppaði fyrir framan garnbúð, ég var fljót að grípa tækifærið og skaust inn að skoða og féll auðvitað í freistni, hehe.
Þetta sett er alveg eins og hitt. Garnið keypti ég í Europris, en það er einn stór galli. Ég keypti of lítið og varð að nota næstu ferð upp á land að kaupa meira, en tók ekki eftir því að í seinni skiptið var garnið meira gult en hvítt, þannig að þetta passar ekki saman og get ég ekki selt þetta svona. Er ekki búin að ákveða hvað ég geri, en ætli ég reyni ekki að fá garn sem passar betur við peysuna og sel svo bara húfuna og sokkana sér.
Mig langaði að sýna ykkur þessa. Georg fór með liðið á sjó um daginn. Ég held að myndin segir allt sem segja þarf, er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2009 | 21:21
Prjóankjóll
Ég prjónaði mér kjól fyrir sjómannadaginn, en hef ekki komið mér í það að setja mynd hérna inn, en hér kemur það. Hann er úr Létt lopa, prjónaður á prjóna nr.5 og stiiiiiinguuuur, verð að vera vel dúðuð undir honum, úffffff, en ég nota hann nú samt.
Stærðin er L í lykkjufjölda en síddin er S.
Munstrið er úr einhverri lopabók, man ekki númerið, en hún er ekki ný.
Svo kemur hérna ein svona í lokin til að sýna ykkur hvernig það getur stundum verið erfitt að prjóna þegar kisur ákveða að nú vilja þær láta klappa sér og klóra.
Eins og sést, þá ræð ég engu um það hvort ég prjóni akkúrat þarna, verst að malið skuli ekki heyrast með myndinni. ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2009 | 11:59
Prjónakennsla
Ég kenndi litlu skottunni minni að prjóna um daginn og var hún ótrúlega fljót að ná því, þið getið alveg ímyndað ykkur hvað mamman var stolt.
Búin að fara í gegn, svo er að setja bandið yfir
svo á að fara með bandið í gegnum lykkjuna
og svo sleppa fram af prjóninum, ekkert mál. Blíða segir að þetta gangi eins og í sögu.
Vonandi verður ekkert vesen þegar hún á að fara að byrja að prjóna í skólanum, ég kenndi henni að prjóna á færeyska mátann, en þannig prjóna ég. Núna grípur hún í prjónana annað slagið og er mjög dugleg við þetta. Hún ætlar að prjóna sér grifflur. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.6.2009 | 20:10
Earth song
Michael Josef Jackson látinn, ég ætlaði varla að trúa þessu, hélt að þetta væri einhver köttur sem hét í höfuðið á honum, en svo var ekki. Michael Jackson var frábær tónlistarmaður og mun tónlistin hans lifa áfram meðal okkar og við getum altaf hlustað á lögin hans. Tónlistarheimurinn er fátækari í dag. Það mun alrei koma annar Michael Jackson fram á sjónarsviðið, svo mikið er víst. Ég get að sjálfsögðu ekkert tjáð mig um manninn Michael Jackson af augljósum ástæðum, ég þekkti mannin ekki, en ekki öfunda ég hann. Það má segja að hann hafi lifað í fiskabúri síðan hann var 6 ára gamall, ekki mjög öfundsvert og frekar óþægileg tilhugsun. Þessar sögur sem gegu um hann, ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að hlusta ekkert voðalega mikið á svona sögur, engin nema sá sem sögurnar eru um þekkir sannleikann og veit hvað gerðist í raun og veru. Það kemur mér samt ekkert á óvart að maðurinn hafi fengið hjartaáfall fimmtugur, hann hlýtur að hafa verið undir þvílíku álagi að maður getur ekki ímyndað sér það. Tónlistin hans hefur fylgt mér eins lengi og ég man eftir t.d. Ben í útvarpinu þegar ég var krakki og svo lögin á diskótekunum þegar ég var unglingur, en flottasta lagið hans (en kannski ekki endilega í mestu uppáhaldi hjá mér) er Earth song:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2009 | 14:36
Þá ætti talvan að vera komin í lag........
...og ég get farið að setja myndir inn án þess að það taki allan daginn, vonandi.
tvær strákahúfur, sem voru sendar til Færeyja í gær
Þessar þrjár stelpuhúfur fór líka til Færeyja
Tveir litlir skokkar á nýfæddu frænkur mínar í Færeynum, prjónaðir úr Kauni garninu.
Skottan mín í einni af húfunum. Vonandi passar þetta allt á þá sem eiga að fá þetta. Sunna, þú ferð svo á rúntinn og kemur þessu til skila fyrir mig, er það ekki? Takk fyrir. Þú ræður hver fær hvaða húfu, en strákahúfurnar eru sitt hvor stærðin.
Þetta sett fór svo í Galleríið og er til sölu þar. Var reyndar líka með tvær hjálmhúfur, en gleymdi að taka myndir af þeim.
Hér er svo mynd af honum Tomma að velta sér í grasinu í sólskininu.
Eigið góða helgi allir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar