8.5.2009 | 22:52
Prjónafærsla
Loksins hef ég eitthvað til að sýna ykkur. Ég er búin að vera voða dugleg með prjónana undanfarið, þó að það hafi ekki gerst mikið hérna á síðunni minni, en núna er ég með tvö verkefni sem eru tilbúin og afhent eigendum sínum. Svo er ég með 3 ungbarnasett í gangi auk einn ungbarna kjól sem ég verð að fara að drífa mig í að klára. Var nefnilega að eignast litla frænku í Færeyjum í kvöld og sú næsta á að koma á sunnudaginn. Svo verður bið fram í september, en þá á vinkona elstu dótturinnar að eiga. (vonandi kemur ekki eggjahljóð í Margréti).
Þennan skokk prjónaði ég á frænku mína fyrir 9 ára afmælið hennar.
Sunna Mjöll þurfti að sjálfsögðu líka að fá hringpeysu. Hún fékk fjólubláa og er rosalega ánægð með hana. Verð að reyna að ná mynd af henni í peysunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2009 | 19:46
Færeyskar prjónavörur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2009 | 20:06
Fyrsta hringpeysan mín
Þá er fyrsta hringpeysan mín tilbúin og er ég bara ánægð með hana. Ég stækkaði hana svo að hún passaði á Ágústu, uppskriftin sagði 3-6 ára, en það hefði verið allt of lítið á hana. Hún er prjónuð úr garni sem ég keypti í Hannyrðarbúðini í Hveragerði síðast þegar ég var uppi á landi. Ég féll alveg fyrir þessu garni, enda algjört prinsessugarn.
þetta líkist helst einhverju furðuverki svona
Núna er þetta farið að líkjast meiri peysu
Ágústa í nýju peysunni sinni
Ég er með sprengju (flugelda) í bakinu, sagði daman
Það getur verið mjög erfitt fyrir litlar meyjar að velja og taka ákvörðun. Þetta er tala nr. tvö sem ég saumaði í, vonandi breytir hún ekki um skoðun aftur.
Svo vildi Sunna auðvitað líka fá svona peysu og sem betur fer á ég meira garn, fjólublátt sem er hennar uppáhaldslitur, og er byrjuð á hennar peysu. Svo á ég þetta líka til í bláu, var að spá í Ísabellu??????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.4.2009 | 21:40
Húsið okkar
Það var verið að byðja um myndir af húsinu okkar
Og þar sem þetta er fyrir afa, þá koma hér nokkrar myndir af stelpunum
Margrét
Sunna Mjöll
Ágústa Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2009 | 13:53
Prjónað á páskunum
Byrjaði á þessu í gær og er komin lengra en myndin sýnir. Hvað haldið þið að þetta verði?
Telma var svo góð að senda mér myndir af Elvu í Færeyska kjólnum sem ég prjónaði fyrir hana.
Séð að aftan
Svo sendi hún mér líka mynd af peysu sem ég hannaði og prjónaði á Elvu fyrir einhverjum árum síðan.
Að aftan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 18:16
Gleðilega páska
Óska ykkur öllum gleðilegra páska, gleymum ekki ástæðuna fyrir því að við höldum þessa daga hátíðlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2009 | 21:54
Meidd kisa
Við hjónin skruppum upp á land um síðustu helgi og áttum yndislega helgi í Hveragerði. Stelpurnar áttu að gista hjá Dinnu sys, en Sunna var búin að lofa að fara heim daglega að hugsa um kisurnar. Svo á laugardagskvöldinu var hringt og Sunna á háa C-inu. Blíða var meidd, algjörlega slösuð og Sunna var viss um að nú þyrfti að aflífa kisu (Sunna er dramadrottning nr.1 og ég er alveg viss um að hún hefur verið búin að semja minningargrein um Blíðu). Ég hélt nú ekki að það væri svo alvarlegt, en bað Dinnu að fara heim og athuga málið. Í framhaldi af því fór Blíða í hjúkrun heim til Dinnu. Við komum svo heim á sunnudeginum og var farið að athuga með kisu greyið.
Svona var loppan alveg tvöföld. Sem betur fer kom dýralæknirinn á þriðjudag og var farið með hana þangað. Dýralæknirinn vildi meina að hún hefði verið bitin af öðrum ketti, en það var lítið sár undir loppunni.
Ég á erfitt með að trúa því að þessi ljúflingur sé sökudólgurinn, allavega hefur hún þá verið að pirra hann all verulega.
Blíða er komin á fúkkalyf og líður miklu betur núna, en hún flýr upp á hillusamstæðu þegar hún er búin að fá töfluna sína. Svo situr hún þar og hugsar sitt um þessa leiðinlegu kerlingu sem er alltaf að troða einhverjum viðbjóði ofan í kokið á sér, en gleymir því svo þegar skemmtilega kerlingin opnar dós af kattamat.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2009 | 15:50
Lopi meets Noro
Skellti í eitt vesti um daginn, ég bara varð að prófa að prjóna mynsturbekkinn með Noro og er ég bara ánægð með útkomuna.
Hér sjást litirnir aðeins betur.
Þessi varð tveggja ára um daginn. Þegar ég kom heim úr vinnu var Sunna Mjöll búin að föndra kórónu handa henni. Bara sætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.3.2009 | 16:27
Loksins, loksins, loooksiiiiiiiiiiiiiiiinssssss
...............er ég búin með jakkann/peysuna hennar Íd. Reyndar er bara smá atriði eftir, en það getur samt orðið stórt, meira að segja risa stórt. Það er að finna tölur á þetta, það er ekki hlaupið að því að finna svoleiðis gersemar hérna á eyjunni. Kannski ég taki bara tölurnar af minni kápu, ég get altaf fundið mér aðrar, langar bara að losna við þetta.
Þessi er minni en mín og styttri, svo svissaði ég litina, en mín er svört og grá.
Hún vildi hafa hettu á sinni og það var það sem stóð í mér, en þetta reddaðist allt fyrir rest.
Og kæru vinir, ættingjar og bara allir sem lesa þetta, ég mun EKKI prjóna annað svona stykki aftur, allavega ekki næstu árin, en ég get prentað út uppskriftina fyrir ykkur ef þið viljið, annars er hún inni á www.garnstudio.com.
Svo er hérna kjóll, sem ég er búin að prjóna fyrir hana frænku mína.
Allur prjónaskapur búinn og bara frágangurinn eftir.
Munsturborðinn er mjög fallegur. Kjóllinn er úr Navia blaði nr. 4 og að sjálfsögðu prjónaður úr Navia garni, en það er Færeysk framleiðsla og mjög gott að prjóna úr því, klofnar ekki neitt og rennur vel á prjónunum.
Núna langar mig að prjóna lopa vesti á sjálfa mig, er með smá hugmynd í kollinum, kemur í ljós hvað ég geri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar