9.11.2009 | 17:56
Það er ekkert gaman.............
.............af bloggi sem ekki er uppfært reglulega, er það nokkuð? Ég get nú ekki sagt að ég hafi legið í leti, bara bloggleti. Er búin að prjóna helling, mest af því fór í sölu í Gallerý Heimalist, en eitthvað var gefið í afmælisgjöf, asninn ég gleymdi auðvitað að taka mynd. En hér koma nokkrar myndir.
Þessi var upphaflega prjónuð á mig, en þegar ég var komin í hana fílaði ég hana ekki, þannig að hún fór niður í Gallerý. Stærðin er S/M. Tvöfaldur plötulopi.
Þessi er stærð S með uppáhalds mynstrinu mínu. Tvöfaldur plötulopi.
Stærð M, munstrið er af einblöðungi sem ég erfði eftir móður mína. Tvöfaldur plötulopi.
Stelpupeysa stærð 2 ára, einfaldur plötulopi.
Nokkrir hefðbundnir lopavettlingar úr tvöföldum plötulopa.
Húfa á mig úr Kauni garni, uppskriftina fann ég á ravelry, nema hvað.
Séð ofanfrá, það var mjög skemmtilegt að prjóna hana þessa, kæmi mér ekki á óvart, að ég prjóna fleiri svona.
Og kraftaverkin gerast enn, ég mundi eftir að taka mynd af þessu áður en það var gefið í afmælisgjöf handa lítilli frænku. Engin uppskrift, bara skáldað jafnóðum. Reyndar stal ég hugmyndinni af húfunni af facebook, vonandi er það í lagi, Eva Kolfinna. Man ekki hvað garnið heitir, en ég keypti það í Nálinni í Reykjavík, mjög gott að prjóna úr því, klofnar ekkert.
Svo var ég að breyta tveim peysum fyrir eina konu, á eftir að setja myndirnar inn í tölvuna, leyfi ykkur að sjá breytingarnar þegar ég kem því í verk að tengja myndavélina við tölvuna, virðist vera eitthvað voðalega erfitt hjá mér að gera það.
Meira seinna.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ mikið er þetta allt fallegt mamma mín var að prjóna svipaða peysu og þessa efstu hún var ekki búin að ganga frá henni á laugardaginn og húfurnar eru meiriháttar neðsta húfan er yndisleg garnið alveg meiriháttar þú ert ótrúlega dugleg prjónkona......kv...
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 10.11.2009 kl. 09:27
Sæl.
Flottar peysur hjá þér! Hvar færðu svona TURKIS plötulopa????? Ég elska þennan lit en ...... vissi ekki að hann væri til.
KV.
Berglind
Berglindhaf (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 13:26
Takk fyrir Hjördis.
Berglind, þessi litur var til í sumar, einhver afgangur frá Cintamani, held ekki að hann sé til lengur.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 12.11.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.