9.10.2009 | 21:09
Er enn hér
Ég er nú ekki að standa mig með þetta blogg mitt, en hér kemur svo ein færsla. Þetta er ungbarnasett sem ég prjónaði handa vinkonu dóttur minnar sem var að eignast litla prinsessu. Uppskriftin er úr Prjónablaðinu Ýr nr. 35, prjónað úr Lanett á prjóna nr. 3.
Í bekkinn eru svo saumuð lítil blóm, tölurnar fékk ég á Borgarnesi í sumar þegar við vorum þar í bústað í viku, það var æðislegt og við fengum alveg frábært veður. Reyndar prjónaði ég megnið af settinu þar, kláraði svo þegar ég var komin heim.
Húfan er með fallegu hjarta aftaná, rosalega krúttleg.
Ég hef nú prjónað meira undanfarið, en gleymt að taka myndir, þar má nefna þrjár hringpeysur og eitt vesti úr Létt lopa með Noro garni í munsturbekkinn. Svo eru tvær síðar lopapeysur sem bíða eftir að ég klári þær, þá geta þær farið í sölu og svo slatti af vettlingum. Núna er ég með tvær peysur sem ég er að breyta fyrir eina konu, spennandi að sjá hvernig það kemur út. Einnig er ég að prjóna húfu og grifflur (og legghlífar ef ég á nóg garn) handa lítilli frænku í afmælisgjöf.
Vonandi man ég nú eftir að taka myndir af þessu þegar það verður tilbúið, en það væri svo sem eftir mér að gleyma því.
Þangað til næst, látið ykkur líða vel og verið góð hvert við annað. :)
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þetta er alveg yndislega fallegt sett!
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.10.2009 kl. 22:01
Fallegt eins og allt sem þú prjónar gaman að sjá og heyra um dugnaðinn í þér. Vildi óska að ég væri svona dugleg...
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 15.10.2009 kl. 17:19
Það er allt jafn fallegt sem þú tekur þér fyrir hendur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.10.2009 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.