7.8.2009 | 00:29
Meiri af eigin hönnun
Snemma í vor kom frændi minn til mín og spurði hvort það væri hægt að prjóna peysu sem væri eins og Færeyski fáninn, hann vildi fá hana fyrir þjóðhátíð. Ég hélt það nú og rétt fyrir þjóðhátíð fékk hann hana afhenta.
Peysan er prjónuð fram og tilbaka, en ermarnar í hring, á tvöfaldan lopa á prjóna nr. 6,5.
Peysuna sem eiginmaðurinn er í prjónaði ég fyrir þjóðhátíð fyrir amk. 15 árum síðan, gæti jafnvel verið meira. Síðan hefur hún bara heitið þjóðhátíðarpeysan og er tekin fram árlega fyrir þjóðhátíð og núna í seinni tíð líka fyrir goslok.
Fyrr í dag afhenti ég svo síðustu peysuna sem var í pöntun hjá mér, bleik hringpeysa á tveggja ára stelpu. Ég tók ekki myndir af henni, hún er eiginlega alveg eins og sú sem ég setti mynd inn af hérna fyrir nokkru. Á dagskránni er svo að prjóna eitt heimfararsett handa vinkonu dótturinnar, svo er það gallerýið sem gildir. Það er eiginlega ekkert eftir af vörum frá mér, einhverjar húfur en það er ekkert til að tala um.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meiriháttar flottar peysur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.8.2009 kl. 00:36
Æðislegar peysur!
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 17:37
vá hvað þær eru flottar þessar peysur !
Ragnheiður , 7.8.2009 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.