Það sem ég hef verið að gera........

.........undanfarið.

ættarmót og goslok ofl 160

Myndin er ekkert sérlega góð, en þetta er sem sagt ungbarnasett sem tengdamamma fékk frá mér til að gefa frænku sinni. Garnið keypti ég á Selfossi og er það með grænum og gulum skellum. Það vildi svo skemmtilega til að karlinn þurfti að stoppa til að tala í síma og stoppaði fyrir framan garnbúð, ég var fljót að grípa tækifærið og skaust inn að skoða og féll auðvitað í freistni, hehe.

 

ættarmót og goslok ofl 162

Þetta sett er alveg eins og hitt. Garnið keypti ég í Europris, en það er einn stór galli. Ég keypti of lítið og varð að nota næstu ferð upp á land að kaupa meira, en tók ekki eftir því að í seinni skiptið var garnið meira gult en hvítt, þannig að þetta passar ekki saman og get ég ekki selt þetta svona. Er ekki búin að ákveða hvað ég geri, en ætli ég reyni ekki að fá garn sem passar betur við peysuna og sel svo bara húfuna og sokkana sér.

ættarmót og goslok ofl 063

Mig langaði að sýna ykkur þessa. Georg fór með liðið á sjó um daginn. Ég held að myndin segir allt sem segja þarf, er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Falleg hjá þér barnasettin. Mér finnst ansi almennilegt hjá karlinum að þurfa að tala í símann akkúrat fyrir framan garnbúð

Ég sit úti að sauma í dag, fer svo inn og kæli mig á milli. Yndislegt!

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.7.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já fallegt hjá þér eins og venjulega, já myndin af sjónum segir allt sem segja þarf he he.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Sigrún Óskars

flott barnasett - smart hvernig þau eru prjónuð - á hlið, upp og niður.

Sigrún Óskars, 21.7.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband