Prjóankjóll

Ég prjónaði mér kjól fyrir sjómannadaginn, en hef ekki komið mér í það að setja mynd hérna inn, en hér kemur það. Hann er úr Létt lopa, prjónaður á prjóna nr.5 og stiiiiiinguuuur, verð að vera vel dúðuð undir honum, úffffff, en ég nota hann nú samt.

001

Stærðin er L í lykkjufjölda en síddin er S.

002

Munstrið er úr einhverri lopabók, man ekki númerið, en hún er ekki ný.

Svo kemur hérna ein svona í lokin til að sýna ykkur hvernig það getur stundum verið erfitt að prjóna þegar kisur ákveða að nú vilja þær láta klappa sér og klóra.

005

Eins og sést, þá ræð ég engu um það hvort ég prjóni akkúrat þarna, verst að malið skuli ekki heyrast með myndinni. ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Kannast við þessi kattarvandamál hehe en ég er einmitt minnst að prjóna úr léttlopanum, mér finnst hann stinga herfilega

Ragnheiður , 28.6.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - gaman að skoða myndaalbúmið; handavinna og föndur.

Ein vinkona mín þvoði lopapeysuna sína með einni klessu af sjampói og einni af hárnæringu( bara álíka mikið og maður notar í hausinn á sér). Setti þetta bara í peysuna, setti hana í þvottavélina og stillti á ullarprógram - peysan varð mjúk og fín á eftir.

Sigrún Óskars, 28.6.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

hahaha kannast við þetta kattavandamál   Kjóllinn er æðislegur! Ég hef heyrt um að nota fyrst ullarsápuna en síðan mýkingarefni eða hárnæringu í handþvotti. Ég er svo heppin að vera ekki viðkvæm fyrir þessu svo ég nota bara ullarsápuna.

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.6.2009 kl. 00:03

4 identicon

VÁ FLOTTUR!!´...myndi fara mér einstaklega vel!!! ;o)

baun (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband