26.6.2009 | 20:10
Earth song
Michael Josef Jackson látinn, ég ætlaði varla að trúa þessu, hélt að þetta væri einhver köttur sem hét í höfuðið á honum, en svo var ekki. Michael Jackson var frábær tónlistarmaður og mun tónlistin hans lifa áfram meðal okkar og við getum altaf hlustað á lögin hans. Tónlistarheimurinn er fátækari í dag. Það mun alrei koma annar Michael Jackson fram á sjónarsviðið, svo mikið er víst. Ég get að sjálfsögðu ekkert tjáð mig um manninn Michael Jackson af augljósum ástæðum, ég þekkti mannin ekki, en ekki öfunda ég hann. Það má segja að hann hafi lifað í fiskabúri síðan hann var 6 ára gamall, ekki mjög öfundsvert og frekar óþægileg tilhugsun. Þessar sögur sem gegu um hann, ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að hlusta ekkert voðalega mikið á svona sögur, engin nema sá sem sögurnar eru um þekkir sannleikann og veit hvað gerðist í raun og veru. Það kemur mér samt ekkert á óvart að maðurinn hafi fengið hjartaáfall fimmtugur, hann hlýtur að hafa verið undir þvílíku álagi að maður getur ekki ímyndað sér það. Tónlistin hans hefur fylgt mér eins lengi og ég man eftir t.d. Ben í útvarpinu þegar ég var krakki og svo lögin á diskótekunum þegar ég var unglingur, en flottasta lagið hans (en kannski ekki endilega í mestu uppáhaldi hjá mér) er Earth song:
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.