8.5.2009 | 22:52
Prjónafærsla
Loksins hef ég eitthvað til að sýna ykkur. Ég er búin að vera voða dugleg með prjónana undanfarið, þó að það hafi ekki gerst mikið hérna á síðunni minni, en núna er ég með tvö verkefni sem eru tilbúin og afhent eigendum sínum. Svo er ég með 3 ungbarnasett í gangi auk einn ungbarna kjól sem ég verð að fara að drífa mig í að klára. Var nefnilega að eignast litla frænku í Færeyjum í kvöld og sú næsta á að koma á sunnudaginn. Svo verður bið fram í september, en þá á vinkona elstu dótturinnar að eiga. (vonandi kemur ekki eggjahljóð í Margréti).
Þennan skokk prjónaði ég á frænku mína fyrir 9 ára afmælið hennar.
Sunna Mjöll þurfti að sjálfsögðu líka að fá hringpeysu. Hún fékk fjólubláa og er rosalega ánægð með hana. Verð að reyna að ná mynd af henni í peysunni.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún er svo ánægð með kjólinn og er svo sæt í honum! Þúsund þakkir!!
BAun (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:04
SÆL,
Mikið er þetta flott! Hvaða garn notarðir þú í Hringpeysuna, og á hvaða prjónastærð?? Mér finnst hún koma mjög vel út!
Kveðja
Berglind
Berglindhaf (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:31
Eydís, það er gott að heyra að hún er ánægð með kjólinn.
Berglind, ég notaði Silver Dream og prjóna nr. 5. Garnið fæst í Skólavörubúðinni og í Hannyrðarbúðinni í Hveragerði.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.5.2009 kl. 19:46
Æði!
Ragnhildur Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 21:06
Bæði kjóllinn og peysan rosalega fallegt! Æðislegt að fá svona afmælisgjöf!
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 11.5.2009 kl. 14:00
Mikið er þetta falleg prjónaverk Matthilda mín. Ég hef aldrei séð svona hringpeysu áður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:12
Fallegar flíkur. Ég er að prjóna grifflur og legghlífar úr silver dream garninu, skemmtilegt garn.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.5.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.