Prjónafærsla

Loksins hef ég eitthvað til að sýna ykkur. Ég er búin að vera voða dugleg með prjónana undanfarið, þó að það hafi ekki gerst mikið hérna á síðunni minni, en núna er ég með tvö verkefni sem eru tilbúin og afhent eigendum sínum. Svo er ég með 3 ungbarnasett í gangi auk einn ungbarna kjól sem ég verð að fara að drífa mig í að klára. Var nefnilega að eignast litla frænku í Færeyjum í kvöld og sú næsta á að koma á sunnudaginn. Svo verður bið fram í september, en þá á vinkona elstu dótturinnar að eiga. (vonandi kemur ekki eggjahljóð í Margréti).

mamma 064

Þennan skokk prjónaði ég á frænku mína fyrir 9 ára afmælið hennar.

mamma 067

Sunna Mjöll þurfti að sjálfsögðu líka að fá hringpeysu. Hún fékk fjólubláa og er rosalega ánægð með hana. Verð að reyna að ná mynd af henni í peysunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er svo ánægð með kjólinn og er svo sæt í honum! Þúsund þakkir!!

BAun (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:04

2 identicon

SÆL,

Mikið er þetta flott! Hvaða garn notarðir þú í Hringpeysuna, og á hvaða prjónastærð??  Mér finnst hún koma mjög vel út!

Kveðja

Berglind

Berglindhaf (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Eydís, það er gott að heyra að hún er ánægð með kjólinn.

Berglind, ég notaði Silver Dream og prjóna nr. 5. Garnið fæst í Skólavörubúðinni og í Hannyrðarbúðinni í Hveragerði.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 10.5.2009 kl. 19:46

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æði!

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 21:06

5 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Bæði kjóllinn og peysan rosalega fallegt! Æðislegt að fá svona afmælisgjöf!

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 11.5.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er þetta falleg prjónaverk Matthilda mín.  Ég hef aldrei séð svona hringpeysu áður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2009 kl. 10:12

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Fallegar flíkur. Ég er að prjóna grifflur og legghlífar úr silver dream garninu, skemmtilegt garn.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.5.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband