Fyrsta hringpeysan mín

Þá er fyrsta hringpeysan mín tilbúin og er ég bara ánægð með hana. Ég stækkaði hana svo að hún passaði á Ágústu, uppskriftin sagði 3-6 ára, en það hefði verið allt of lítið á hana. Hún er prjónuð úr garni sem ég keypti í Hannyrðarbúðini í Hveragerði síðast þegar ég var uppi á landi. Ég féll alveg fyrir þessu garni, enda algjört prinsessugarn.

Hringpeysa 005

þetta líkist helst einhverju furðuverki svona

Hringpeysa 006

Núna er þetta farið að líkjast meiri peysu

Hringpeysa 007

Hringpeysa 001

Ágústa í nýju peysunni sinni

Hringpeysa 002

Ég er með sprengju (flugelda) í bakinu, sagði daman

Hringpeysa 004

Það getur verið mjög erfitt fyrir litlar meyjar að velja og taka ákvörðun. Þetta er tala nr. tvö sem ég saumaði í, vonandi breytir hún ekki um skoðun aftur.

Svo vildi Sunna auðvitað líka fá svona peysu og sem betur fer á ég meira garn, fjólublátt sem er hennar uppáhaldslitur, og er byrjuð á hennar peysu. Svo á ég þetta líka til í bláu, var að spá í Ísabellu??????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ohh....þú verður að skella inn uppskrift af þessu, rosalega flott peysa hjá þér

Ragnheiður , 15.4.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Flott peysa  Og að sjálfsögðu vantar ekki hugmyndaflugið hjá svona skottu..flugeldar..

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.4.2009 kl. 00:31

3 Smámynd: Ragnheiður

ég er á facebook ....

Ragnheiður , 18.4.2009 kl. 00:15

4 identicon

Mikið er þessi flott. Er ekkert mál að stækka uppskriftina??? ÉG á einmitt garn sem passar fyrir svona prinsessur sem væri fínt í þetta dæmi. En prinsessurnar sem ég myndi gera á eru að verða 6 þannig að ég myndi vilja stækka hana.

Er það lítið mál????

Kveðja

Berglind

Berglindhaf (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:05

5 identicon

Yndislega flottar á prinsessurnar,

Bóla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 14:29

6 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Berglind, það er ekkert mál að stækka uppskriftina, en hún er á facebook í prjónaklúbbur prjónajónu. Þú sérð það um leið og þú byrjar að prjóna hana.

Ragga, eins og ég sagði við Berglindi, þá er uppskriftin í prjónaklúnni prjónajónu, þú biður bara hana um að adda þér.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 19.4.2009 kl. 15:28

7 identicon

Oh, svo flott hjá þér!! Alveg viss um að Ísó verði sæt í svona blárri!! ;)

BAun... (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband