Meidd kisa

Við hjónin skruppum upp á land um síðustu helgi og áttum yndislega helgi í Hveragerði. Stelpurnar áttu að gista hjá Dinnu sys, en Sunna var búin að lofa að fara heim daglega að hugsa um kisurnar. Svo á laugardagskvöldinu var hringt og Sunna á háa C-inu. Blíða var meidd, algjörlega slösuð og Sunna var viss um að nú þyrfti að aflífa kisu (Sunna er dramadrottning nr.1 og ég er alveg viss um að hún hefur verið búin að semja minningargrein um Blíðu). Ég hélt nú ekki að það væri svo alvarlegt, en bað Dinnu að fara heim og athuga málið. Í framhaldi af því fór Blíða í hjúkrun heim til Dinnu. Við komum svo heim á sunnudeginum og var farið að athuga með kisu greyið.

Heimaklettur o.a 005

Svona var loppan alveg tvöföld. Sem betur fer kom dýralæknirinn á þriðjudag og var farið með hana þangað. Dýralæknirinn vildi meina að hún hefði verið bitin af öðrum ketti, en það var lítið sár undir loppunni.

Jólahlaðborð o.a 049

Ég á erfitt með að trúa því að þessi ljúflingur sé sökudólgurinn, allavega hefur hún þá verið að pirra hann all verulega.

tommi 011

Blíða er komin á fúkkalyf og líður miklu betur núna, en hún flýr upp á hillusamstæðu þegar hún er búin að fá töfluna sína. Svo situr hún þar og hugsar sitt um þessa leiðinlegu kerlingu sem er alltaf að troða einhverjum viðbjóði ofan í kokið á sér, en gleymir því svo þegar skemmtilega kerlingin opnar dós af kattamat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Æ grey skinnið, vonandi batnar henni fljótt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.4.2009 kl. 00:47

2 identicon

Tommi! Aldrei!! ;o)

BAun (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 00:07

3 identicon

Trúi þessu ekki á hann Tomma minn,þennan sakleysing,nei aldrei

Dinnat@simnet.is (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ, greyið litla.  Stóri kisustrákurinn minn er stöðugt að koma inn klóraður og bitinn. Hljóta að vera einhverjar landamæradeilur hérna úti en þetta grær alltaf og lagast. Ég keypti sérstakt græðandi krem fyrir hann og það virkar.

Vona að þetta sé allt að lagast hjá honum

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2009 kl. 00:22

5 identicon

Æj greyið litla Blíða mín!! ÉG SAKNA ÞEIRRA!!! :(:(

Margrét (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband