16.3.2009 | 16:27
Loksins, loksins, loooksiiiiiiiiiiiiiiiinssssss
...............er ég búin með jakkann/peysuna hennar Íd. Reyndar er bara smá atriði eftir, en það getur samt orðið stórt, meira að segja risa stórt. Það er að finna tölur á þetta, það er ekki hlaupið að því að finna svoleiðis gersemar hérna á eyjunni. Kannski ég taki bara tölurnar af minni kápu, ég get altaf fundið mér aðrar, langar bara að losna við þetta.
Þessi er minni en mín og styttri, svo svissaði ég litina, en mín er svört og grá.
Hún vildi hafa hettu á sinni og það var það sem stóð í mér, en þetta reddaðist allt fyrir rest.
Og kæru vinir, ættingjar og bara allir sem lesa þetta, ég mun EKKI prjóna annað svona stykki aftur, allavega ekki næstu árin, en ég get prentað út uppskriftina fyrir ykkur ef þið viljið, annars er hún inni á www.garnstudio.com.
Svo er hérna kjóll, sem ég er búin að prjóna fyrir hana frænku mína.
Allur prjónaskapur búinn og bara frágangurinn eftir.
Munsturborðinn er mjög fallegur. Kjóllinn er úr Navia blaði nr. 4 og að sjálfsögðu prjónaður úr Navia garni, en það er Færeysk framleiðsla og mjög gott að prjóna úr því, klofnar ekki neitt og rennur vel á prjónunum.
Núna langar mig að prjóna lopa vesti á sjálfa mig, er með smá hugmynd í kollinum, kemur í ljós hvað ég geri.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega ertu dugleg Matthilda mín. Þetta er virkilega fallegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2009 kl. 20:27
Vá hvað þetta er flott hjá þér..
Ragnheiður , 16.3.2009 kl. 20:53
'Eg fór að leita í töluboxið mitt en fann engar sem mér fannst passa um að gera að fá að kíkja í töluboxin hjá vinunum...en rosalega flott hjá þér og afköstin ótrúleg...
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 16.3.2009 kl. 23:05
Flottar flíkur! Þú ert svo dugleg, þetta er bara eins og verksmiðja hjá þér
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.3.2009 kl. 00:01
Þetta er rosalega flott hjá þér, já þetta með tölurnar það getur verið vandamál, ég er haldinn svo mikilli söfnunaráráttu að ég hefi geymt og geymt tölur, sem mamma klippti af gömlum flíkum, og það hefur komið sér vel.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.3.2009 kl. 00:27
Vá, þú ert greinilega algjör snillingur með prjónana
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 15:02
Duglegust.Komdu og skoðaðu í kistuna mína,hehe á helling af stórum tölum,kannski finnur þú réttu þar .
Bóla (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:22
Ógisslega flott hjá þér, snillingur!!
Baun (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:34
Þú ert bara snillingur með prjónana, Matthilda mín!
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.