Smá prjónablogg

Ég er búin að liggja í flensu undanfarna daga, en er öll að koma til, ætli ég fari ekki í vinnu á morgun. Nú hef ég tíma til að sinna blogginu mínu, hér er eitthvað sem ég hef verið að gera.

Ýmislegt 001

Þessi kjóll er prjónaður úr Kauni garni. Ég á eftir að ganga frá endum, hekla og gera hnappagöt og þvo hann, svo er bara að vonast eftir að einhver eignast stelpu til að vera í honum. Uppskriftin kallas Little sister´s dress og fann ég hana einhverstaðar á netinu.

Ýmislegt 003

Þessi trefill er líka úr Kauni garni. Það má eiginlega kalla þetta prufutrefil, því hann er prjónaður í "köflum" þ.e.a.s. nokkrar umferðir eitt munstur svo annað og svo koll af kolli. Ég notaði gamla bók frá mömmu í þetta verkefni og eru öll munstrin úr henni.

Ýmislegt 025

Um daginn var ég ein í Reykjavík og notaði tækifærið og fór í prjónabúðir. Labbaði Snorrabrautina og Laugarveginn. Í Erlu keypti ég tvær dokkur af hvítu Puddel frá Drops, þaðan lá leiðin í Storkinn og verslaði ég 5 dokkur af yndislega mjúku garni frá Debbie Bliss, man ekki hvað það heitir og nenni ekki niður að gá. Ég endaði svo í Nálinni og varð mér úti um eina dokku af Kauni garni. Ég er svona eiginlega búin að ákveða, hvað þetta verður, kem með myndir þegar það er tilbúið.

Að lokum langar mig að setja inn lagið sem er í spilun í tölvunni minni akkúrat núna. Það er greinilegt að Dennis Locorriere er búinn að láta renna af sér þarna. Svo kemur Sexy eyes þarna líka, ekki amalegt það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er fallegt handverk þarna Matthilda mín.  Vildi að ég væri svona myndarleg í höndunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Frábær trefill og kjóllinn er rosalega fallegur er garnið svona mislitt?  Hlakka til að sjá hvað verður úr restinni af garninu finnst hvita garnið mjög flott. Er sjálf búin að vera prjóna hosur litlar húfur trefla og vettlinga á ungabörn úr alls skonar litlum gauklum og einhverju hálfkláruðu sem ég hef rakið upp. En ekkert eins flott og þinn prjónaskapur!

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 2.3.2009 kl. 16:53

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Rosalega ertu öflug með prjónana fallegur kjóll og trefill. Það verður spennandi að sjá hvað verður úr hinum dokkunum  

Takk fyrir lagið, ég hef alltaf haldið mikið uppá Dr. Hook

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Matta.

Æðislegur kjóll og trefillin líka. Þvílíkur dugnaður í þér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2009 kl. 00:25

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ásthildur og Guðrún María, takk.

Hjördís Inga, garnið er bara svona og rosalega gaman að prjóna úr því. Ég roðna nú bara við hrósið frá þér.

Ragnhildur, takk, gaman að hitta á einhvern annan sem heldur upp á Dr. Hook.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 3.3.2009 kl. 12:53

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Kjóllinn er rosa flottur. Ég hef ekki prjónað sjálf  úr þessu garni en vinkona mín hefur gert það. Flott hvernig litirnir breytast. Það verður gaman að sjá hvað verður úr dokkunum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.3.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Var að prenta út uppskriftir að húfum og vettlingum á garnstudio.com

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 3.3.2009 kl. 18:27

8 identicon

Dugnaður er þetta hjá þér stelpa,maður bara hálf skammast sín fyrir letina í sér.

Bóla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:50

9 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Svona Bóla mín, upp með prjónana. Meira að segja Baunin er komin fram úr þér.

Er ekki annars bindiklubbur á morgun?

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.3.2009 kl. 22:31

10 identicon

Já ég veitÞarf að bretta upp ermarnar

Bóla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:31

11 identicon

Mikið er þetta flott hjá þér. Það er svo gaman að nota kauni garnið!

Kveðja
Berglind Haf...

Berglind Haf (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband