Ein ég sit og sauma

Við hjónin fórum i bæinn um síðustu helgi og gistum eina nótt á Hótel Cabin. Við fórum á kjördæmaráðsþing (ég að sjálfsögðu með prjónana með), en um kvöldið bauð Grétar Mar okkur að koma og vera með sér á Næsta bar. Þar sem ég kláraði "fullamannakvótann" minn 12 ára, langaði mig engan veginn að fara og hlusta á röflið í drukknu fólki, en sagði við Georg að fara bara. Ég lét renna í bað með góðu freyðibaði, lagðist þar í bleyti góða stund. Þegar það var búið, kveikti ég á sjónvarpinu og tók fram prjónana mína, rosalega hafði ég það næs. Vinkona mín hafði farið til Reykjavíkur nokkrum dögum áður og verslað fyrir mig eina dokku af Kauni og ég er að verða búin að prjóna lítinn kjól, vantar bara litla stelpu til að fara í, en það eru 3 börn á leiðinni, svo einhver hlýtur að eignast stelpu, nema það verði eins og þegar ég átti Margréti, við vorum 3 systkini sem eignuðumst barn á 21/2 mánaða og öll fengum við stelpur.

En aftur að prjónaskapnum, mér leið alveg rosalega vel, þarna ein á hóteli með prjónana mína og er langt komin með kjólinn, ef ég hefði aðeins meiri tíma hérna heim, væri hann löngu búinn og ég væri byrjuð á einhverju nýju og spennandi. Ég náði að fara í Nálina, en það vor voðalega lítið úrval af Kauni garninu, en ég kaupti þó 3 dokkur, sem nú liggja og bíða eftir að verða að einhverju fallegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég er sammála þér. Ég vildi frekar fara í gott freyðibað og kósa mig með prjónana heldur en sitja á krá með með drukknu fólki. Finnst fátt jafn óspennandi en vera innan um fyllerí ..

Þessar dokkur eiga pottþétt eftir að verða að einhverju fallegu í þínum höndum  Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.2.2009 kl. 22:36

2 identicon

Hver á von á barni?

Sunna (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:50

3 identicon

Segi það....hver er nr. 3!?!?

 En mikið líst mér vel á þig að njóta þín að vera aaaalein í slökun! Fullir karlar eru líka hundleiðilegir!!

Baun.. (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:38

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hljómar virkilega notalega hjá þér. Prjónar eða saumadóterí er svo góð slökun

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.2.2009 kl. 16:59

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Heimalingurinn minn, hún Ingibjörg, er sú þriðja. Má þá kannski segja að ég sé að verða ská amma?

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 14.2.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hljómar notalegt.  En þeir eru nú líka skemmtilegir strákarnir, ég hefði sennilega bara gert bæði

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband