1.2.2009 | 18:47
Þoka í hausnum
Það er nú ekki hægt að segja að ég hafi verið dugleg að blogga undanfarið, það er búið að vera þoka í hausnum á mér undanfarið, en janúar og febrúar fara oft þannig í mig. Mig langar helst bara að sofa og hálf öfunda dýrin sem leggjast í dvala á veturna. Af sömu ástæðu hef ég ekki prjónað neitt af viti, eina skóleista á mig og svo er ég ennþá að rembast við að klára peysuna hennar Íd, reyndar væri hún búin ef hún hefði ekki viljað fá hettu, nú er ég að reyna að hanna hettu á hana. Svo er ég að reyna að nýta alla þessa afganga sem ég á og er búin með tvær húfur, ekkert flókið, bara garðaprjón með röndum, set kannski myndir inn seinna.
En vildi bara láta vita af mér, ég er sem sagt á lífi en hér er mikil þoka þessa dagana, þó svo að sólin kíkir í heimsókn annað slagið.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kannast við að hafa svona þoku í hausnum. En nú er janúar búinn og þokunni fer nú örugglega að létta hjá okkur með hækkandi sól, heldurðu það ekki Matthilda mín?!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 23:07
Daginn fer nú að lengja. Ég finn strax mun þegar sólin er farin að skína meira. Það er alltaf gaman. Það styttist í að maður finni vorlykt í loftinu Vona að þú losnir við þessa þoku úr hausnum.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.2.2009 kl. 00:10
Æ, já þessar hausþokur, kannast við það. En mér heyrist þú nú hafa haft ýmislegt á prjónunum undanfarið, kannski hefurðu verið duglegri en þokan man
Bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.2.2009 kl. 16:16
Eigum við ekki leggjast í hýði bara líka?!
Baun.. (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.