Tími á blogg

Jæja, er ekki kominn tími á smá blogg? Ekki það að það hafi neitt sérstakt gerst, bara búin að vera í fríi um jólin og áramótin og byrjaði að vinna aftur í gær, svo er frí á morgun vegna þess að fiskurinn kláraðist.

Ég get þó sagt ykkur það, að þrátt fyrir 3 kg. af Mackintosh, 1 kg. af Nóa Sirius konfekt og nokkrar tegundir af smákökum (fyrir utan allt hitt) þá hef ég ekkert þyngst um jólin, ekki eitt einasta kíló. Mín er ánægð. Nú hljómar það eins og ég hafi étið þetta allt, en sem betur fer fékk ég hjálp hjá hinum fjölskyldumeðlimunum.

Ég hef reyndar ekkert prjónað, eða eiginlega ekkert. Tók aðeins í prjónana meðan ég var að horfa á þriðju LoTR myndina. Prjónaði þá aðeins kjólinn hennar Telmu, hef ekki nenn í mér að halda áfram með Íd, en veit samt upp á mig skömmina. Þoli ekki, þegar eitthvað liggur og bíður eftir mér, svo ætli ég verði ekki að fara að taka í hnakkadrambið á sjálfri mér.

Annars er ég búin að vera í einum skó núna í eina tvo tíma. Ég er föst. Þetta eru forláta Ecco ökklaskór með rennilás í hliðinni og er rennilásinn bilaður. Núna er ég bara að bíða eftir að kallinn komi heim, svo ég geti beðið hann að reyna. Ég tími ómögulega að skemma skóinn með því að klippa upp rennilásinn, enda eru þetta uppáhalds skórnir mínir. Og alveg fok-dýrir. Skoðaði nýjasta módelið af svona skóm í haust og kosta þeir upp undir 20 þús. spírur.

Talandi um spírur. Það er allt farið að spíra úti í garði hjá mér. Það hafa verið svo mikil hlýindi hérna í eyjum undanfarið, að það er allt farið að lifna við, Kósakkadeplan, Völudeplan, Kornblómin og Næturfjólan eru allar komnar af stað. Svo eru einhverjir laukar, held að það sé Muscari, farin að láta sjá sig. Ég hef miklar áhyggjur af þessu, það er jú bara 6. janúar, en garðurinn lætur eins og það sé apríl. Ég er ansi hrædd um að þetta líf sem þarna er að kvikna, eigi eftir að slokkna í næsta frosti, sem kemur alveg örugglega.

Jæja, farin að elda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Æ Matthilda mín, reyndirðu að setja smjör á lásinn?  Virkar oftast.  Gleðilegt ár til þín og kærleikskveðja.  Alltof langt síðan ég hef litið hingað inn til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Kallinn reddaði þessu með bréfaklemmu

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 7.1.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gott að þú komst úr skónum. Maður fer nú ekki að skemma rándýra skó þessa dagana.. Ég er alltaf að reyna að fá mér prjónapásu en gengur ekki nógu vel. Er komin með prjónaverk. Ætla að gera eina lopapeysu í viðbót og kasta þessu svo frá mér í smátíma.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:29

4 identicon

Nú skil ég af hverju þú komst ekki úr skónum þegar þú komst til mín,hann var FASTUR á þérJá ég er´nú svolítið smeyk með gróðurinn þegar fer að frysta aftur.Það benti mér ein á að setja einangrunarull á Rósirnar þá myndu þær þola betur kuldann

Bóla (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband