Rottan sem breyttist í snjótittling

Þegar við hjónin komum heim eftir ýmsar útréttingar í gær, beið okkar bréf á borðinu.

Mamma

Blíða kom með rottu, annaðhvort lifandi eða dauð. Hún fór með hana upp, ég verð heima hjá Önnu Marý

Kveðja Sunna

"Sjitt" hugsaði ég. Georg fór upp að leita og fann Blíðu inni í rúminu mínu.Ekki í sjálfu rúminu, heldur hafði losnað klæði, sem er undir rúminu og þar hafði kisa komið sér fyrir. Við tókum dýnurnar úr rúminu og reistum það upp eftir enda, þá datt Blíða út og heill hellingur af fjöðrum með henni. "Hjukket, gott að þetta var þá ekki rotta, þetta er þó skárri" sagði ég og var Georg mér sammála. Þrátt fyrir mikla leit (ég veit það af reynslunni, að kisur borða ekki hausana á fuglunum) þá hef ég ekki fundið hausinn ennþá, vonandi varð hann eftir úti. Allavega er vel ryksugað hérna upp hjá mér núna.

Jólahlaðborð o.a 050

Tók þessa mynd af Blíðu og Tomma áðan, það er nú ekki oft, sem samkomulagið er svona gott.

Jólahlaðborð o.a 047

Upp úr klukkan þrjú í dag byrjaði að snjóa stórum, fallegur flygsum og snjóar ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha vá hvað ég hló lengi af þessu bréfi frá sunnu haha xD !!

Og þetta er ógeðslega mikið krúttleg mynd af börnunum mínum!!!!:D:D;*****

Margrét (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ó hvað það var nú gott að það var fugl en ekki rotta.....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.12.2008 kl. 00:08

3 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Sammála....... gott að það var fugl!! Horfi oft á Tuma minn þegar hann er að láta snjóa yfir sig í svona veðri eins og í gær þegar hann er að læðast að smáfuglunum í næstu görðum. Er nú ekkert að gefa þeim einsoft eftir að ég fékk Tuma nema að hann sé lokaður inni. Hann er búin að ná nokkuð mörgum fuglum. Kom líka með mús heim í haust litli veiðikötturinn.

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 20.12.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oooooooohhhhh hvað ég kannast einum of vel við svona "fögnuð" frá kisunum.... og einmitt undir rúmi!!

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Rottur eru

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 21.12.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband