9.12.2008 | 21:59
Ætlar hún að bakka á hann?
Hún bakkar á hann.
Hún bakkaði á hann.
Þetta var það sem ég hugsaði í morgun, þegar ég sat í bílnum mínum við Hamarsskóla. Ég hafði keyrt Ágústu í skólann og var á leið í vinnuna, en brekkan frá Foldahrauninu var svo sleip, að ég komst ekki upp hana og varð að bakka niður aftur. Þá kom annar bíll og gerði tilraun til að komast upp þessa sömu brekku, en varð að hætta við og bakkaði niður aftur og beint á kyrrstæðan bíl sem þarna var. Konu greyið fór úr bílnum og hringdi eitthvað, en þar sem ég var orðin of sein í vinnuna, þá gerði ég aðra tilraun, en varð frá að víkja og ákvað að leggja bara bílnum og labba í vinnuna.
Ég varð að sjálfsögðu allt of sein og náði ekki í bílinn minn fyrr en um þrjú leytið, þegar Georg var kominn í land og gat verið mér innan handar, ef á þyrfti að halda, en sem betur fer var mesti klakinn bráðnaður, þannig að ég komst af stað hjálparlaust.
En ég fékk frábæran labbitúr út úr þessu í morgun.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf hressandi að fá sér göngutúr.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.