19.11.2008 | 14:09
Letimorgunn
Það er fljótt að breytast. Í dag er engin vinna vegna hráefnisskorts, ég veit ekki með morgundaginn. Ég ætlaði að vera voða dugleg í dag, en svo fórum við Blíða að horfa á Dr. Phil og síðan á Oprah í morgun og lögðumst aaaaaðeins í sófann.........
..............okkur leið svo vel þarna saman að næsta sem ég vissi af mér var klukkan að verða 11. Ég er ekki búin að prjóna eina einustu lykkju í allan dag og ég sem ætlaði að prjóna alveg helling. Nú jæja, ég klára þetta einhvern tímann.Ég er með svo mörg verkefni á prjónunum núna, að ég er farin að segja nei við fólk, þegar það er að biðja mig að prjóna fyrir sig. Það er verkefnið fyrir hana Björgu, sem ætlar að gefa út prjónabók, en sem betur fer liggur ekki á því, kjóll fyrir hana Telmu frænku og jakkeysu fyrir Íd, samstarfskonu mína. Svo var meiningin að prjóna einhverjar jólagjafir líka. Ofan á þetta allt á ég svo eftir að búa til jólakortin. Er búin með þrjú kort, þá eru ca. 20 eftir.Það gæti farið svo að einhver fær ekki heimatilbúið kort í ár, en það þýðir samt ekki að mér þyki eitthvað minna vænt um viðkomandi aðila, bara tímaleysi.
Ég vona bara að ég geyspi ekki golunni yfir þessu öllu.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið hefur farið vel um ykkur í kúrinu. Það er alveg nauðsynlegt að fá smá pásu, það má ekki alveg gleyma sér í öllu stússinu. Ég er sem betur fer búin að læra eitthvað af því
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:03
Æ það er svo gott að kúra með kisu og heyra malið í henni,það er svo róandi og heimilislegt
Bóla (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:25
Ææjjj Blíða sæta! :D Og sæta kisa þarna fyrir neðan!! ;***
Margrét (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:50
Ooooohhhh hvað þetta er notalegt! Suma daga er bara best að nota í svona notó og geyma allt sem hægt er til morgundagsins
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.