15.11.2008 | 14:45
Mikil vinna
Það er ekki hægt að segja að það sé nein kreppa í Godthaab í Nöf þessa dagana. Það hefur nánast ríkt vertíðarstemning hjá okkur í vinnunni. Yfirvinna á hverjum degi, en á þessu árstíma vinn ég venjulega bara til 13 og oft frí 1-2 daga í viku vegna hráefnisskorts, en svo er ekki þessa dagana. Allt fullt af fiski og þær sem mögulega geta eru beðnar um að vinna lengur. Það er vinna í dag og ætlaði ég að mæta, en svo vaknaði ein lítil stelpa í nótt og bað um æludall. Ég spratt niður, náði í dall og handklæði, svo á fullu upp aftur og kom væn gusa beint ofaní dallinn. Ég fór því ekki í vinnu. Sunna átti að passa, en mér fannst ekki bjóðandi 11 ára stelpu að passa veika systir sína og jafnvel að þurfa að þurrka upp ælu.
Þegar ég svo vaknaði aftur einhvern tímann í morgun og leit út var fyrsta hugsunin mín:"Nú er það svart maður, allt orðið hvítt." Já, vetur konungur minnti okkur eyjamenn á nærveru sína, en í staðinn fyrir að láta það fara í taugarnar á mér og eyðileggja daginn, ákvað ég að njóta fegurðina í þessu öllu hvíta og með gleði í hjarta hélt ég inn í daginn, lokaði allar kisur inni og fóðraði fuglana.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mín kæra, takk fyrir að koma með þessa fínu skýringu á myndinni og innilegt þakklæti bið ég þig að bera henni Margréti þinni fyrir að taka þessa fínu mynd af mínum manni.
Þetta er ein mín mesta uppáhaldsmynd af honum en ég á margar aðrar uppáhaldsmyndir sem eru í albúmi hérna heima.
Ragnheiður , 15.11.2008 kl. 19:05
Það er gott að nóg vinna er. Veitir örugglega ekkert af því þessa dagana. Og um að gera að njóta þess að hafa allt hvítt og fallegt Vona að daman sé komin yfir gubbupestina og án þess að skilja eftir afleggjara handa hinum.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.