Smá prjónablogg

Það er nú orðið ansi langt síðan ég bloggaði eitthvað um það sem ég er að prjóna, en þar inn í kemur auðvitað giftingin. Ég er nú samt ekki búin að liggja í leti hvað prjónið varðar, síður en svo. Kápan er löngu búin og tekin í notkun og er ég bara nokkuð ánægð með hana, nema að mér finnst hnappagötin aðeins of neðarlega, en ég er að spá í að sauma bara stórar semllur ofar, þannig að hún lokast ekki bara niðri á miðjum maga, frekar kallt. Svo er ég búin að prjóna tvo stelpukjóla úr nýjasta lopablaðinu, nema að ég prjónaði þá ekki úr "stingugarni" annars verða þeir ekki notaðir.

prjón 004

Ágústa fékk að, sjálfsögðu bleikan kjól. Garnið er keypt í Hagkaupum, stórar 400 gr dokkur, sem kosta 1640 kr. Úr svona dokku fæ ég tvo kjóla.

prjón 015

Lítil frænka mín fær þennan í afmælisgjöf. Garnið er það sama.

prjón 016

Þetta er svo kápan góða. Hún er prjónuð úr tvöföldum plötulopa, uppskriftina fékk ég á www.garnstudio.com.

prjón 018

Kraginn aftaná.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega fallegar þessar prjónaflíkur hjá þér!

Ég hitti þig nú í Krónunni í gær, en var eitthvað treg, álpaði ekki út úr mér að segja við þig hvað kápan væri falleg hún er það, virkilega!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega er þetta flott hjá þér ..það kemur í mig gamall prjónafiðringur

Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Frábært Matta allar flíkurnar, kápan er æði.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.11.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mjög fallegar flíkur hjá þér, kápan náttla bara svaka spes  Hvað er í "ekkistingugarninu"? Ég prjónaði kjóla í sumar með þessu sniði, aðeins öðruvísi munstur, og hafði þá úr bómullargarni. Annars væru þeir ekki notaðir...híhí skil svo sem alveg þessa afstöðu. Þessa dagana er ég að prjóna dúkkuföt í afmælisgjafir, voða vinsælt hjá dúkkumömmunum. Knús á þig

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 5.11.2008 kl. 07:50

5 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ásdís, þú þarft nú ekkert að vera að afsaka þig, þó að þú hafir ekkert sagt um kápuna þarni niðri í Krónuni. Þegar ég var búin þar, fór ég í Kakadú og var afgreiðslukonan svo hrifin að hún fékk að máta.

Ragnheiður, það er bara að taka fram prjónana.

Takk Guðrún María

Sigrún, garnið er 20& ull og 80% akrýl, klæjar alveg pottþétt ekki undan því, svo klofnar það ekkert. Ég get alveg ýmindað mér að dúkkumömmurnar séu himinlifandi að fá föt á börnin sín.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 5.11.2008 kl. 19:55

6 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Kápan er alveg æðisleg og kjólarnir líka vá hvað þú ert dugleg!

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:42

7 identicon

Sæl Matthilda.

Mikið eru skokkarnir flottir hjá þér. ÉG er einmitt líka búin að gera 2, reyndar úr STINGU garninu! En þeir eru fljótlegir og skemmtilegir.

prjónakveðja

berglind

berglindhaf (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband