Skyldi hún ná því?

Ég held ekki að ég nái að klára jakkann fyrir fimmtudaginn. Er búin með bakstykkið og hálfnuð með vinstri framstykki, svo er hægra framstykki og ermarnar eftir. Reyndar er ég yfirleitt mjög fljót með ermar, svo við sjáum til. Annars tek ég þetta bara með mér upp í sumarbústað og klára það þar.

Mig hlakkar til að labba Laugarveginn og kíkja inn í garnbúðir. Það er ekkert rosalega mikið úrval af garni hérna í eyjum. Í sumar fór ég inn í garnverslun á Laugarveginum, man ekkert hvað hún heitir, þar var mikið af spennandi garni, ætla að reyna að finna hana aftur. Svo ætla ég líka að kíkja inn í Storkinn, ég veit að þar er mikið af spennandi garni. Og þar sem við verðum í Hveragerði, þá er alveg upplagt að kíkja inn í nýju búðina þar. Ég las um hana í einhverju blaði í sumar, líklega Fréttablaðinu. Vonandi að ég eigi eitthvað af peningum inni hjá Gallerýinu.

Annars er ég heima í dag. Ágústa er búin að vera með upp og niður pest, ákvað að senda hana ekki í skóla í morgun, hún er ekkert búin að borða í tvo daga. Svo getur maður spurt sig, afhverju hangir þú í tölvunni, í staðin fyrir að sitja með prjónana? Best að drífa sig að gera eitthvað gagnlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel með peysuna, Matta mín, vona að þú náir að klára hana fyrir helgina.

Eigðu ljúfan dag og góða viku, kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:47

2 identicon

Dugleg,ég efast ekki um að tú klárir hana.Enn,æ æ,skyldi ég fá tíma til að labba Laugarveginn,vona tað.

Vonandi batnar Ágústu litlu áður enn tið farið upp á land.

sunna (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Storkurinn er með frábært úrval af garni. Það er líka búð í Grímsbæ sem ég mæli með, held að heiti Sporið. Ég veit ekki hvernig garni þú mundir leita að, en allavega er bómullargarn mun ódýrara í Grímsbæ. Mig svimar nú bara stundum yfir verðlagningu á garni  Vonandi jafnar Ágústa sig fljótt.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.9.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ágústa er orðin góð, búin að borða eins og hestur í dag.

Vinstra framstykki er búið, byrja á því hægri eftir kvöldmat. Hvar er Grímsbær? Verðlagið á garni er alveg hrikalegt og bara á uppleið.  Því ódýrari, því betra.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 29.9.2008 kl. 18:46

5 identicon

Sæl Mathilda.

Ef þú ferð á Laugarveginn þá verður þú að fara í Nálina! Hún er neðarlega á móti veitingastaðnum Ítalíu. Þar getur þú séð kjólinn sem ég var að klára. þar er alveg æðislegt garn til.

Kveðja, Berglind

Berglind Haf (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:47

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Grímsbær er við Bústaðaveg, stutt frá Borgarspítalanum. Þetta er svona lítill verslunarkjarni. Það er meðal annars selt þar Gjestal sport bómullargarn sem mér finnst mjög gott að prjóna úr. Svipuð áferð og grófleiki og á Mandarin Classic nema það er miklu þægilegra að prjóna úr Gjestal (klofnar ekki eins mikið og mandarin) svo er það talsvert ódýrara.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Höfundur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Móðir, eiginkona, verkakona og handavinnu- og föndurkona
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2012 2013 335
  • 2012 2013 336
  • 2012 2013 337
  • 2012 2013 338
  • 2012 2013 340

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband