27.9.2008 | 14:43
Er ég kannski klikkuð?
Ég er farin að hallast að því. Í gær byrjaði ég að prjóna jakka á sjálfa mig, sem ég ætla að reyna að vera búin með á miðvikudaginn, en ég fer upp á land á fimmtudag og langar að vera í jakkanum. Jakkinn er prjónaður frá hlið, fram og til baka garðaprjón. Uppskriftin er inni á garnstudio, nr. 110-1. Sjáum til hvort þetta tekst hjá mér.
Annars fór ég með allt frá síðustu færslu niður í Gallerý á miðvikudaginn og þá kom Vicky með þá hugmynd, að næsti gluggi verði bara með barnafötum, ætli ég verði ekki að halda áfram að klára það sem ég er byrjuð á. Það er af nógu að taka. Ég verða að fara að hætt þessu, þið vitið, að byrja á einhverju en henda því svo til hliðar þegar ég er búin að fá leiði á því. Þetta er rosalega leiðinlegur galli við mig og ég veit vel af honum. En samt, yfirleitt klára ég það sem ég er byrjuð á, einhvern tímann. Núna er ég með tvennt í takinu, fyrrnefndan jakka og trefil úr loðbandi sem ég ætla að gefa í jólagjöf, ekki alveg ákveðið hver fær. Jakkinn er það sem ég kalla sjónvarpsprjón, það er svo einfalt að maður getur nánast slökkt á heilanum á meðan verið er að prjóna. Trefillinn er hinsvegar allur í gataprjóni og þá þarf ég að telja hverja einustu umferð, það er eitthvað sem ég prjóna þegar ég er ekki að horfa á sjónvarpið.
Já, við förum sem sagt upp á land með seinni ferð á fimmtudag og verðum í sumarbústað í Ölfusum, vonandi verður ekki jarðskjálfti rétt á meðan. Ætlunin er svo að fara heim aftur með seinn ferð á mánudag, þegar ég er búin að taka á móti Sunnu sys, sem kemur með vélinni frá Færeyjum. Okkur hlakkar öllum rosalega til að fá hana í heimsókn.
Já, ég gleymdi, ég er líka að vinna að verkefni fyrir vinkonu mína, sem ætlar að gefa út prjónabók/blað. Mér finnst það mikill heiður að fá að prjóna fyrir svona bók. Henni hlýtur að finnast eitthvað varið í prjónið mitt, fyrst hún biður mig um að prjóna fyrir sig.
Meira seinna.
Um bloggið
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er búin að leita í þessari færslu að einhverju sem talist gæti klikkun, en finn ekkert. Annað hvort ertu þá ekkert klikkuð eða ég svona klikkuð líka Þú verður örugglega búin að klára jakkann í tíma miðað við afköstin sem ég sé hér á síðunni þinni. Ég hlakka til að sjá þessa prjónabók
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.9.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.